Allir hressir?
Flott.
Í kvöld spilar United leik sem við bjuggumst ekki við að liðið myndi þurfa að spila þega dregið var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Í kvöld spilar United einfaldlega úrslitaleik um það hvort að liðið taki áframhaldandi þátt í keppninni.
Það verður að eiginlega að segjast hreint út. Það er óásættanlegt.
Með liðum eins og Wolfsburg, PSV og CSKA ætti United að vera búið að tryggja sig áfram. Ef við gefum okkur það að fyrsti leikurinn gegn PSV hafi verið freebie út af fótbroti Luke Shaw þá var skrýtið að sjá liðið sætta sig við jafntefli gegn CSKA á útivelli og það að hafa ekki tryggt sig áfram í síðustu umferð þegar PSV kom heim var slappt, mjög slappt.
Þetta er því staðan sem United er komið í: Þetta er í raun ekki flókið. Sigur og United vinnur riðilinn. Jafntefli og þá þarf að treysta á að PSV sigri ekki sinn leik og ef United skyldi nú asnast til að tapa á morgun þarf PSV líka að tapa því þeir eiga innbyrðis viðureignirnar á okkur.
Hljómar alveg nógu einfalt ekki satt?
Ekki alveg þegar leikmönnum United virðist vera borgað fyrir að gera jafntefli. Fimm 0-0 jafntefli og tvö 1-1 jafntefli. Sjö jafntefli í síðustu tólf leikjum.
zzzzzzzzzzzz…
Vandamálið er það að þó að jafntefli geti tölfræðilega séð dugað okkur er það ekki að fara að duga okkur. Afhverju?
PSV er alltaf að fara að vinna CSKA á heimavelli. PSV er með sjö stig og sex af þeim hafa komið á heimavelli. CSKA er með fjögur stig, ekkert af þeim hefur komið á útivelli. Þetta er einföld stærðfræði. Við reiknum með PSV sigri á morgun og því kemur ekkert til greina á morgun en sigur.
Góðu fréttirnar eru þær að mér reiknast til að United hafi þrisvar sinnum spilað gegn Wolfsburg og í öll skiptin hefur United staðið uppi sem sigurvegari. Síðasta ferð United á Wolfsburg Arena var reyndar sérstaklega eftirminnileg vegna þess að þar skoraði einhver framherji þrennu fyrir United. Frekar skrýtið þar sem ég minnist þess ekki að hann hafi spilað fyrir United.
Veislan byrjar á 0.50 en ég mæli með að menn fari beint á 1.00 í þessu myndbandi og sjái alveg hreint yndislega stoðsendingu frá engum öðrum en Gabriel Obertan.
Þannig að United er með ta…ok, kannski ekki alveg tak. En við höfum aldrei tapað fyrir Wolfsburg. Það hlýtur að vita á gott. Það sem meira er þá er Louis van Gaal með bullandi tak á Wolfsburg:
As the manager of Bayern Munich & Manchester United, Van Gaal is unbeaten in all the five encounters with Wolfsburg, winning four of them.
— Rahul Singh (@forevruntd) December 7, 2015
Hvað er þá eiginlega vandamálið? Erum við ekki að fara að rúlla þessu liði upp?
Í fyrsta lagi er United ekki í neinu standi til að rúlla einu né upp þessa stundina og það vill svo skemmtilega til að þetta Wolfsburg-lið er alveg svínslega gott á heimavelli. Liðið tapaði reyndar um helgina á heimavelli gegn Borussia Dortmund en það var eiginlega algjör stórfrétt.
WOLFSBURG HAFÐI NEFNILEGA FYRIR ÞANN LEIK EKKI TAPAÐ Á HEIMAVELLI SÍÐAN Í MARS 2014!
Það er alveg solid eitt og hálft ár án þess að tapa á heimavelli. Og nú þarf United að mæta á þennan heimavöll og ná í sigur. Bakið við vegginn og allt það.
Það er mögulega hægt að hugga sig við það að Wolfsburg spilaði erfiðan leik gegn Dortmund um helgina en ég efast ekki um að leikur United við West Ham hafi líka tekið á enda er hópurinn frekar þunnskipaður.
Á ég að telja upp þá leikmenn sem flugu ekki með til Þýskalands? Ertu viss? Ok: Marcos Rojo, Ander Herrera, Morgan Schneiderlin og Phil Jones. Já og svo Wayne Rooney en fjarvera hans telst nú varla með sem ókostur lengur. Svo eru auðvitað Shaw og Valencia frá.
(1/2) #mufc squad for Wolfsburg trip: De Gea, Romero; Blind, Borthwick-Jackson, Darmian, McNair, Smalling, Varela, Carrick, Fellaini, Goss
— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2015
(2/2) Lingard, Mata, Pereira, Powell, Schweinsteiger, Young; Martial, Memphis #mufc
— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2015
Þetta er hópurinn sem ætlar að koma okkur áfram. Meira um hann á eftir, kíkjum aðeins betur á Wolfsburg.
Wolfsburg
Þetta Wolfsburg-lið er bara þrælfínt lið með marga skemmtilega leikmenn. Þarna er markaskorarinn Bas Dost, greifinn Nicklas Bendtner, Andreas Schürrle er þarna líka auk Julian Draxler sem einhverntíman var efnilegasti leikmaður Þýskalands.
Líkt og í fyrri leiknum gegn United sást að þetta lið er ágætis fótboltalið og leikurinn á morgun verður svo langt frá því að verða gefins. Liðið stillti basicly upp sínu sterkasta liðið gegn Dortmund að undanskildum Bas Dost sem er þeirra markahæsti leikmaður. Hann kom reyndar inn á. Nú horfi ég ekki mikið á þýskan bolta en mér sýnist liðið einfaldlega stila upp í 4-4-2 og ef til vill mætti búast við einhverju slíku á morgun?
Þeir eiga títtnefndan Bas Dost inni og Luiz Guztavo á miðjuna sem verið hefur meiddur. Hvað sem því líður er þetta Wolfsburg lið vel mannað í öllum stöðum
United
Ok, aftur að United.
Ég ætla reyndar ekkert að fjalla mikið um United. Ég ætla að rifja upp tímabilið 2009/2010 hjá Bayern München.
EIns og allir vita var Louis nokkur van Gaal við stjórnvölinn hjá Bayern það tímabil. Það vill svo skemmtilega til að Louis van Gaal var nánast í nákvæmlega sömu stöðu og nú eftir fimm leiki í riðlakeppninni.
Það ár var Bayern með Juventus, Bordeaux og Maccabi Haifa í riðli og það ár, líkt og nú, þurfti van Gaal að næla sér í sigur í síðasta leiknum til að komast upp úr riðlinum.
Merkilegt nokk var Bordeaux með örugga forystu á toppi riðilisins og því börðust Juventus og Bayern um 2. sæti riðilsins. Fyrir síðasta leikinn var Bayern með sjö stig í þriðja sæti og Juventus með átta stig í öðru sæti. Van Gaal þurfti því ekkert nema sigur en vandamálið var að Juventus átti heimaleik.
Bayern stóð því frammi fyrir að þurfa að fara á erfiðasta útivöll riðilsins og ná sér í sigur, sem er nákvæmlega staðan sem United er í núna. Hvað gerðist? Tjahh, það vill svo skemmtilega til að þetta var leikurinn þar sem allt small hjá Bayern eftir brösuga byrjun í upphafi tímabils. Látum góðvin okkar Jonas Giever segja frá því sem gerðist:
Louis van Gaal’s 2015/2016 CL group stage reminds me a lot of his 2009/2010 CL group stage with Bayern München. That one was worse.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) November 26, 2015
Ahead of the final game Bayern had to beat Juventus, in Torino, in order to qualify for the next round. Their group stage had been horrible. — Jonas Giæver (@CheGiaevara) November 26, 2015
Of the results in the group; Bayern lost home and away to Bordeaux, only managed a 1-0-win at home to Maccabi Haifa. Facing elimination.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) November 26, 2015
They went to Torino and they outplayed and completely blew Juventus away. Trezeguet gave Juve the lead before Bayern scored four. — Jonas Giæver (@CheGiaevara) November 26, 2015
Following that, Louis van Gaal and Bayern never looked back. Won the Bundesliga, the German cup and went to the Champions League final.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) November 26, 2015
Skemmtilegt, ekki satt?
Þetta er það sem ætlar að gerast á morgun og þetta hér er liðið sem ætlar að snúa við blaðinu og tryggja okkur úrvalsdeildartitilinn, bikarinn og sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er það sem gerist ef við vinnum leikinn í kvöld, er það ekki?
Leikurinn hefst klukkan 19.45, stundvíslega.
Bjarni Ellertsson says
Það er gömul saga og ný að United þurfi að fara í úrslitaleik til að komast upp úr riðlinum. En hafandi það í huga hvernig liðið er að spila í dag þá er alltaf von nema að við fáum á okkur mark, þá verður þetta brekka. Wolfsburg er með hörku lið þótt þeir hafi tapað síðasta heimaleik, það kemur alltaf að því fyrr en seinna og þeir munu ekki koma skjálfandi á beinunum í leikinn. Svo er nú gaman að bera þennan leik við Bayern á sínum tíma og stilla því þannig upp, en hvða ef við töpum þessum leik, föllum við þá hratt niðurí deildinni og dettum út úr bikar og Evrópudeild. Það er þunn lína þarna á milli og allt getur gerst.
Mun horfa á þennan leik til enda og taka niðurstöðunni eins og karlmaður.
Elías Kristjánsson says
Jákvæðni/neikvæðni.!
Bíð spenntur eins og svo margir aðrir eftir þessum leik. Áður en ég las ofangreinda samantekt hafði ég lesið mjög jákvæða og skemmtilega samantekt frá Halldóri Marteinssyni (stuðningsmenn ManUtd) og skilið við þann lestur glaður og bjartsýnn í lundu tilbúinn á kvöldið. Skömmu þar á eftir les ég svo hér að ofan samantekt Tryggva Páls. Það verður ekki hægt annað en að skynja að það er himin og haf á milli þessarra tveggja skrifara varðandi þessa uppákomu í kvöld. Sá fyrri reynir ávallt að vera raunsær á jákvæðum nótum á meðan sá seinni sér allt á hornum sér.
Auðvitað vildum við allir/öll að staðan væri ekki svona grafalvarleg fyrir kvöldið en því verður ekki breytt með svartsýnistali/skrifum (maður verður bara þunglyndur.) Það eru nokkrir möguleikar fyrir okkur í stöðunni neðsta liðið getur hæglega unnið liðið sem er í þriðja sætinu í dag og þar með komist í Evrópudeildina og við þar með í öðru sæti riðilsins ef svo ílla skyldi takast til að við fengjum ekki góð úrslit í okkar leik.
Verum bjartsýn/ir lifum í núinu, setjumst fyrir framan imbann í kvöld með jákvæðnina að leiðarljósi, það eru allir að gera sitt besta. Að sjálfssögðu förum við inn á leikvöllin með það í huga að skora fullt af mörkum.
Bkv.
Elías Kristjánsson
Hanni says
Þunglyndið kemur frá því að horfa á spil Utd 90-180 mín á viku. Bara það að telja litlar líkur á því að vinna í lottóinu gerir mann varla neikvæðan.
Bkv.
Jói neikvæði
Runólfur Trausti says
Sé nú ekki alveg hvernig þessi upphitunfelst sem neikvæð. Hún telur upp mögulega einu jávæðu punktana sem hægt er að skoða fyrir leikinn.
Neikvæð umfjöllun hefði verið hversu illa United gengur í leikjum sem þessum, hversu oft við höfum dottið út úr riðlakeppninni og fleira í þá átt.
Annars er lífið ekki alltaf sól og regnbogar, stundum rignir skít, hins vegar þurfa menn samt að segja frá því þegar það rignir skít en ekki bara frá sólinni og regnbogunum.
Halldór Marteinsson says
Þetta er bara no nonesense straight talk. Mjög áhugavert líka þetta frá Jonas.
United hefur oft farið erfiðu leiðina og oft spilað best þegar mest á reyndi. Liðið hans Van Gaal þarf að finna það mojo í kvöld, annars getur farið illa.
Tryggvi Páll says
Ég held að almennt sé ég einn af þeim jákvæðari í garð Louis van Gaal. Ég á hinsvegar erfitt að fela það að mér þykir það afskaplega slakt að United sé komið í þá stöðu að þurfa að fara í erfiðan útileik til þess að tryggja sig áfram í Meistaradeildinni í ekki erfiðari riðli en þetta.
Það er um að gera að vera jákvæður og mér þykir reyndar margir heldur neikvæðir í garð Louis van Gaal. Það er hinsvegar alveg tilgangslaust að vera jákvæður eingöngu til þess að vera jákvæður og ég nenni því ekki.
Ási says
Ef að menn vilja komast á hæsta level aftur þá er LVG ekki maðurinn í að koma okkur þangað. Væri gaman að fá rök fyrir því af hverju það ætti EKKI að reka van Gaal, endilega hendið þeim rökum hingað fram, því ég finn engin. Karlinn er búinn að eyða 250m og við spilum skelfilegan fótbolta. Ég meina, common, við hljótum að vera með aðeins hærri standard en þetta? Mér finnst sorglegt að okkar uppáhaldslið sé orðið ósamkeppnishæft um alla bikara (enda þarftu að skora mörk til að vinna leiki, sem er ekki að gerast oft hjá okkur). En ef einhver er á þeirri skoðun að hann vilji halda þessu manni sem þjálfara, endilega segið þá af hverju.