Manchester United er dottið úr Meistaradeildinni í ár. Vonbrigðin eru sár.
Svona var liðið sem mætti Wolfsburg í kvöld:
Bekkur: Romero, Borthwick-Jackson (Darmian), McNair, Carrick (Bastian), Pereira, Young, Powell. (Mata) [footnote]Þetta er ekki grín. Nick Powell kom í alvöru inná fyrir Juan Mata.[/footnote]
Guillermo Valera í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan hann gekk til liðs við United. Nick Powell á bekkum ásamt Cameron Borthwick-Jackson. Nokkuð þunnskipaður hópur enda mikið um meiðsli.
Ég ætla að renna örlítið yfir leikinn áður en ég helli aðeins úr skálum reiði minnar. Þeir sem nenna ekki að lesa um leikinn geta rennt framhjá því. Ég mæli samt með því að þið lesið þetta allt enda tengist þetta allt saman.
Leikurinn byrjaði fjörlega. André Schürrle fékk algjört dauðafæri strax á þriðju mínútu þegar Varela var aðeins of æstur í að dekka einhvern annan en hann átti að gera. Blessunarlega dúndraði hann yfir en við það kláraði United líklega úr lukkupottinum sínum.
Fyrir utan þetta byrjaði United reyndar ágætlega, það var þokkalegt flæði í sóknarleiknum og persónulega þótti mér mikil breyting á leikstíl liðsins miðað við undanfarnar vikur. Ég held að það hafi aðallega helgast af því að miðjumennirnir tveir, Schweinsteiger og Fellaini, voru varla með í leiknum framan af.
Spilið fór alveg framhjá þeim og þannig kom fyrsta mark United í leiknum sem var afar kærkomið og reyndar sjaldgæf sjón. Einhverstaðar sá ég þá tölfræði að á bak við hvert færi sem United skapar eru flestar sendingar allra liða í ensku deildinni.
Fyrsta mark United á ekkert skylt við það. Það var í rauninni eins einfalt og hægt verður og eitthvað sem maður vill sjá svo miklu miklu miklu meira af.
Við sjáum mynd:
Daley Blind fékk boltann eins og svo oft áður í vörninni og er þarna nýbúinn að losa sig við boltann. Í staðinn fyrir að gefa hann á einn af passíva miðjumanninn okkar til þess eins að fá hann aftur ákveður hann að taka smá séns [footnote]Það má![/footnote]
Hann sleppir því alfarið að láta miðjulínu okkar fá boltann og rennir honum til Juan Mata sem er í hættulegri stöðu. Með einni sendingu er Blind búinn að losa sóknaruppbyggingu United undan því að komast í gegnum fyrstu varnarlínuna sem oft reynist svo erfitt.
Juan Mata fær boltann í þeirri stöðu sem hann elskar. Hann er alveg laus, á miðjum sóknarhelmingnum, getur snúið óáreittur og hefur valkosti. Hann getur gefið á Memphis, hann gæti stungið honum á Fellaini eða jafnvel skipt á Lingard alveg hinu megin. Hann hefði meira að segja getað snúið við og gefið á miðjumanninn.
En, þar sem Juan Mata er gæðaleikmaður velur hann besta kostinn. Hann splúndrar seinni varnarlínunni með frábærri sendingu á Martial sem gerir allt rétt. 0-1.
Hvað er langt síðan þið sáuð Rooney gera eitthvað svona, hvort sem hann er frammi eða í stöðunni hans Mata? Hvað er langt síðan þið sáuð liðið skora svona mark?
Þetta er svo einfalt, tvær sendingar: MARK. HALLELÚJA! Það þarf ekki að gefa boltann 100 sinnum á milli sín til þess að skora mark. Nema þú sért með Xavi, Messi, Iniesta og Busquets gerir það bara andstæðingunum auðveldara fyrir að verjast og þetta er eitthvað sem öll liðin, að minnsta kosti í enska boltanum eru búin að lesa, fyrir svo lifandis löngu.
Skoðið seinni myndina aftur og pælið aðeins í því hvar varnarlína andstæðingsins hefði verið leikurinn verið í enska boltanum.
Ef þú giskaðir á valmöguleikann: Með tíu menn alveg við helvítis vítateiginn færðu tíu stig
Allavega, aftur að leiknum.
Wolfsburg refsaði okkur grimmilega og aldrei þessu vant var vörnin ekki að standa sig. Chris Smalling missti af Naldo sem skoraði laglegt mark viðstöðulaust eftir aukaspyrnu í teiginn. Vierinha kom Wolfsburg svo yfir eftir frábæra sókn þar sem vörn United var tætt í algjörar ræmur.
Brekkan var brött en United svaraði þokkalega og sótti. Að vísu varð liðið fyrir enn einu meiðslaáfallinu þegar Darmian fór meiddur út af rétt fyrir hálfleik. Eitt af því sem ég elska við Louis van Gaal er hvað hann er óhræddur við að demba unglinginum í djúpu laugina og hann ýtti duglega á bakið hinum 18 ára gamla Cameron Borthwick-Jackson sem fór í vinstri bakvörðinn.
Hann plumaði sig reyndar nokkuð vel og vann boltann þegar aftur þegar United skoraði umdeilt jöfnunarmark sem var dæmt af. Ég nenni ekki að tuða yfir markinu sjálfu enda var þetta líklegast réttur dómur þó að menn hafi verið full lengi að komast að þeirri niðurstöðu.
Það sem fór óstjórnlega í taugarnar á mér var það að menn skyldu ekki hrúgast að dómaranum til þess að mótmæla herlegheitunum [footnote]Bastian var sá eini sem maldaði í móinn fyrir utan Giggs á hliðarlínuninni. Louis van Gaal sat sem fastast[/footnote]. Þessi dómgæsla leit út fyrir að vera mjög vafasöm við fyrstu sýn og þó að maður eigi opinberlega ekki að vilja það að leikmenn veitist að dómurum er þetta merki um algjört ástríðuleysi leikmanna undir stjórn Louis van Gaal. Þeir voru bara sáttir við þetta, alveg sama.
Menn gengu svo bara til hálfleiks eins og ekkert hefði í skorist. Nú er ég ekkert sérstaklega hrifinn af því þegar menn grípa til þess að bera saman nútímann við stjóratíð Sir Alex Ferguson en getið þið ímyndað ykkur leikmenn á borð við Rio, Keane, Neville, Butt, O’Shea, Fletcher, Vidic, Van der Saar og fleiri ásamt Sir Alex bara labba til hálfleiks eins og ekkert hafi í skorist?
Nei, þeir hefðu gætt þess að dómarinn fengi nákvæmlega að vita það sem þeir voru að hugsa. Þetta er kannski ekki fallegt og þú, lesandi góður, mátt alveg fussa og sveia yfir þessu en þetta andleysi ber bara þess merki að ástríðan sé farin úr hópnum. Þetta telur, þetta skiptir máli. Menn verða að berjast fyrir þessu á öllum vígstöðvum.
Og þetta smitar út frá sér. Ég hugsaði með mér eftir svona fimmtíu mínútna leik að United ætti aldrei eftir að ná þessu. Maður hefur einfaldlega ekki trú á því lengur að United geti snúið svona stöðu sér í hag og ég efast stórlega um að leikmennirnir hafi trú á því að þeir geti það. Ætli það sé ekki stærsta breytingin á liðinu undir stjórn Ferguson og liðinu eftir að hann hætti?
Því fór sem fór. United fékk alveg sín færi en heppnin, trúin og krafturinn var ekki með okkur í liði. United jafnaði með skítamarki og Wolfsburg komst yfir með skítamarki. Verðskuldaður sigur Wolfsburg og liðið þarf að fara í hina glötuðu Evrópudeild.
Já, og svo rúsínan í pylsuendanum. Chris Smalling meiddi sig í leiknum.
Þessi niðurstaða er ekkert annað en risastór áfellisdómur yfir Louis van Gaal
Stjóri með þessa reynslu, af þessu kaliberi, með þetta lið og þennan hóp á alltaf, undantekningarlaust, að stýra liðinu upp úr Meistaradeildariðlinum. Það flokkast varla undir lágmarkskröfu. Það á bara að vera fasti, allt að því jafn sjálfsagt og að United skrái sig til leiks í ensku úrvalsdeildinni á hverju ári.
Í þessu felst starfið hans og í augnablikinu er hann bara ekki að vinna vinnuna sína nógu vel. Auðvitað má horfa til þess að hann tók við liðinu í molum en hann hefur haft mikinn tíma og þrjá félagsskiptaglugga og nánast ótakmörkið fjárráð til þess að móta liðið eftir sínu höfði. [footnote]Svo má ekki gleyma því að hann kom miðlungsliði Hollands í undanúrslit, hvar er sú herkænska núna?[/footnote]
Auðvitað má horfa til þess að margir eru meiddir, leikmenn virðast þreyttir enda álagið mikið en á móti má spyrja Louis van Gaal af hverju hópurinn var skorinn niður jafn mikið og raun ber vitni í sumar án þess að nýir leikmenn kæmu inn?
Það er hreinlega ekki í lagi að á 70. mínútu sé eini sénsinn til þess að skipta þreyttum Juan Mata út að setja Nick Powell inn á, manninum sem hefur varla spilað mínútu í keppnisleik undanfarin ár. Manninum sem hefur verið svo mikið meiddur að menn héldu að hann væri hreinlega týndur.
Það er ekki í lagi að setja tvo unglinga í liðið í svo mikilvægum leik sem varla hafa spilað leik fyrir United áður. Nei, þetta er ekki í lagi og hvaða afsakanir sem menn geta bent á, alveg sama hversu gildar þær geta verið er staðan ósköp einföld: Louis van Gaal er ekki að vinna vinnuna sína nógu vel.
Hans helsta haldreipi er staðan í deildinni þar sem liðið er á ágæti róli þrátt fyrir ekkert svo frábærar frammistöður undanfarnar vikur. Á meðan liðið er í séns á því að vinna titilinn er staða hans sem knattspyrnustjóri Manchester United þokkalega örugg.
En, úrslitin í kvöld þýða bara eitt: Starfið verður mun erfiðara fyrir hann.
Á undanförnum vikum hefur verið að byggjast upp mikill pirringur í stuðningsmönnum United og hann á bara eftir að springa út núna. Það hlakkar í fyrrverandi leikmönnum United sem geta ekki beðið eftir á að benda á hvað þetta var nú miklu betra þegar þeir spiluðu fyrir United, og svo auðvitað allir hinir sem hata United.
Ég man eftir ákveðnum tímapunkti undir stjórn David Moyes. Það var í svona janúar/febrúar þegar fór að halla undan fæti. Þetta var eitthvað á þessa leið:
Þegar United vann leik fannst manni það ekki teljast Moyes til hróss enda eðlilegt að United skyldi vinna leiki. En, þegar United nældi sér í slæm úrslit fannst manni það vera merki um það hvað Moyes var að standa sig illa. Hvert tap var risastór áfellisdómur um að hann réði ekkert við starfið. Þetta var ekki svona fyrstu mánuði hans í starfi enda var maður tilbúinn til þess að gefa honum séns.
Það sama má segja um Louis van Gaal nema hann hefur fengið mun meiri aðlögunartíma. Hann var jú ekki að taka við af Sir Alex og það sem meira er, þangað til í kvöld, hefur hann náð þeim markmiðum sem honum hafa verið sett. Það að hann hafi komist áfram í Meistaradeildinni + frekar andlausar frammistöður undanfarnar vikur þýða í mínum huga að hann nálgast óðum þennan tímapunkt sem kostaði Moyes að lokum starfið.
Það er ekki í langt í það, kannski 1-2 mánuðir af sömu spilamennsku og undanfarnar vikur. Þá mun hver sigur ekki lengur teljast honum til hróss og hver slæm úrslit vera áfellisdómur yfir Louis van Gaal. Gerist það er ekki langt í að hann fari.
Svo því sé haldið til haga tel ég engar líkur á því að United reki Louis van Gaal á næstunni og auðvitað hefur hann góðan tíma til að snúa þessu á rétta braut. Framundan er janúargluggi þar sem United mun án efa bæta við gæðaleikmönnum og hver veit, þá finnst kannski púslið sem vantaði.
Að mínu mati er brottfallið úr Meistaradeildinni þó það alvarlegt og framfarir United undir stjórn Louis van Gaal það hægar að án mikilla framfara á næstu mánuðum ættu forráðamenn United alvarlega að íhuga það að fá nýjan stjóra inn næsta sumar.
Ég hef nefnilega heyrt að það séu 1-2 hæfileikaríkir stjórar á lausu.
Bjarni Ellertsson says
Já einmitt, hraði frammi og vonandi gredda uppvið markið og þá erum við í góðum málum. Fínt að hafa Fellaini á miðjunni, hann er naut og flestir leggja ekki í atlögu að nauti.
Koma svo United.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Mjög spennandi lið og skemmtileg sókn. Var búin að gleyma að Powell væri ennþá United maður
Kjartan says
Loksins fær Mata að spila sína stöðu, hef það á tilfinningunni þetta verður ekki enn einn 0-0 leikur.
Ingvar says
Hæfilega bjartsýnn fyrir seinni. LVG hefur EINU sinni snúið við tapaðri stöðu í sigur í 68 leikjum. Sýnir hvað hann er gríðarlega sterkur manager.
Siggi P says
Nú sést af hverju liðið var svona varnarsinnað. Það getur ekki bæði sótt og varist. Bjánaleg vörn í kvöld.
Tony D says
Ég á ekki til aukatekið orð…. **** hvað þetta er pirrandi og svekkjandi tap. En þetta var frábær fótboltaleikur og ég get ekki trúað hversu litlu munaði í leiknum. Riðilinn klúðraðist algjörlega í leikjunum á móti PSV og það er mest svekkjandi. Einnig að nú eru bæði Smalling og Darmian komnir á meiðslalistann sem er bara algjört salt í sárin.
En flott frammistaða hjá bakvörðunum ungu og Depay er að finna formið sitt aftur. Fellaini var fínn og skilaði sér ágætlega. Hefði helst viljað sjá Pereira koma inn í stað Powell en Mata fannst mér ekkert sérstakur. Loksins flottur sóknarleikur en þá missa menn alveg hausinn í föstum leikatriðum. Það var augljóslega stressið sem tapaði leiknum, menn voru svolítið á taugum og þar liggur herslumunurinn.
En ég verð að minnast á eitt með dómarana… hvaða sirkus var þetta með að taka svona langan tíma að dæma a) markið af í fyrri hálfleik b) aukaspyrnuna á Depay í þeim seinni. Það lítur allavega út eins og þeir hafi dæmt þegar Wolfsburg byrjaði að hlaupa að þeim en dómurinn sennilega réttur. En þetta lítur mögulega illa út fyrir þá og virkar ekki fagmannlega, leikurinn hefði verið allt annar 2-2 í hálfleik. Þetta féll bara engan vegin með okkur í dag.
Kjartan says
Algjörlega óásættanleg niðurstaða, hefðum ekki getað verið heppnari með dráttinn og áttum auðveldlega vinna riðilinn. LvG er búinn að eyða rúmlega 4 sinnum meira en Moyes og Man Utd er ef ég man rétt með þriðja dýrasta leikmannahópinn í evrópu. Þriðji dýrasti leikmannahópur evrópu hefur ekkert gert til heilla mig, hvorki út frá árangri og alls ekki út frá skemmtanagildi.
Ási says
Ef að menn vilja komast á hæsta level aftur þá er LVG ekki maðurinn í að koma okkur þangað. Væri gaman að fá rök fyrir því af hverju það ætti EKKI að reka van Gaal, endilega hendið þeim rökum hingað fram, því ég finn engin. Karlinn er búinn að eyða 250m og við spilum skelfilegan fótbolta. Ég meina, common, við hljótum að vera með aðeins hærri standard en þetta? Mér finnst sorglegt að okkar uppáhaldslið sé orðið ósamkeppnishæft um alla bikara (enda þarftu að skora mörk til að vinna leiki, sem er ekki að gerast oft hjá okkur). En ef einhver er á þeirri skoðun að hann vilji halda þessu manni sem þjálfara, endilega segið þá af hverju.
viddi says
það verður sturlun að látta þennan mann fá meiri penning til að kaup leikmen reka hann strax á morgum
_einar_ says
Við vorum heppin að þetta var 3-2 en ekki 6-2. Wolfsburg spiluðu glimrandi sóknarbolta og voru hreinlega klaufar að skora ekki 3-4 fleiri mörk. De Gea átti einnig nokkrar stórkostlega vörslur. Hvað átti markvörður Wolfsburg margar vörslur á heimsmælikvarða?
Ég er dauðsvekktur yfir að detta úr meistaradeildinni en er eiginlega brjálaður að það sé ekki nægjanleg refsins eitt og sér. Jú því stærsta refsinginn er evrópudeildin á fimmtudögum. Það verður _bara_ dragbítur á möguleika okkar í deildinni.
Það er lítið vit í að reka LVG núna, hann fær að klára leiktímabilið og þá loks verður hann dæmdur. En það eru mörg spurningamerki í kollinum mínum eftir síðustu leiki liðsins, hvað þá þennan. Af hverju tekur maður Mata út og setur Powell inn þegar Perreira er þarna?!
Nenni ekki meiru, nenni ekki LVG og nenni ekki þessu liði, allavega þangað til á laugardaginn.
Steinar says
ég ákvað að kæla mig niður áður en ég myndi klikkast.
Eftir þessa kælingu er ég enn afskaplega langt frá því að átta mig á þessari skiptingu. Að taka út mata, setja inn powell, með wilson & januzaj á láni, chicarito raðandi inn. Ég varð bara brjálaður. Þvílík vanvirðing við treyjuna að setja powell þarna inn.
Sigurjón Arthur Friðjónsson (SAF) says
Hef enga tölu á hversu oft ég er búin að skrifa inn á þessu síðu að okkur vanti heimsklassa miðvörð og nú er það svo sannarlega að koma okkur í koll….nú erum við aftur að fara að stilla upp vörn í PL með börnum,unglingum og hollendingi sem gæti ekki stungið af sprækan ísl. strák í þriðja flokki !
Búin að vera með öndina í hálsinum frá því í ágúst og veltandi upp spurningunni í hljóði…hvað gerist ef Smalling meiðist ??
Smá pæling fyrir þá sem eru að hugsa….vörnin hefur varla verið að fá á sig mörk í allan vetur….hvað er maðurinn að rugla ? svar : við skorum ekki mörk vegna þess að við erum EINA liðið í PL sem spilar með 6 manna vörn !!
Ási says
Það verður að koma inn nýr þjálfari í janúar sem fær að kaupa þá leikmenn sem hann vill.
Ingvar says
Ætla taka mjög erfiða ákvörðun og taka pásu frá því að horfa á leiki United. Eftir þessa 24 leiki sem búnir eru get ég í sannleika sagt að ég hef staðið upp pirraður eftir að hafa horft á nærri 20 af þeim. Það er alveg stórmerkilegt að við skulum ekki vera nema 3 stigum frá 1 sæti. Skrítnasta season sem ég man eftir. En reikna með að ég verði búinn að gleyma þessu fyrir næsta laugardag og horfi alveg sperrtur.
Runólfur Trausti says
Jæja. Van Gaal Out er auðveldasta niðurstaðan eftir þennan leik.
Þunnur leikmannahópur, undarlegar skiptingar og ofspilun tiltekinna leikmanna er augljós ástæða þess að United er á leiðinni út úr Meistaradeildinni í ár – og því er ég sammála! Leikmannahópurinn er of þunnur, að spila sterku liði í Deildarbikar er fásinna og að United hafi leyft vissum leikmönnum að fara án þess að vera með nýja leikmenn klára til að koma inn er bilun.
Það breytir því ekki að frammistaðan í kvöld var óásættanleg. Smalling og Bastian voru t.d. langt undir pari. Sóknarleikurinn var hins vegar loksins áhorfanlegur – en að sama skapi var varnarleikurinn eitthvað sem myndi varla sæma 4.flokki hérna heima.
Eins mikið og mig persónulega langar að sjá Van Gaal taka pokann sinn … þá spyr ég bara; Hver ætti að taka við? Anceotti sem hefur unnið tvo deildartitla á 20 árum í þjálfun? (Og annar þeirra með PSG). Eins og staðan er í dag er LvG líklega besti kosturinn (fyrst við leyfðum Klopp að fara til Liverpool). Við þurfum bara að vona að hann nái CL sæti í vor og svo þarf að endurskoða hlutina í sumar.
Það er allavega nokkuð ljóst að við fáum spennandi leiki á næstunni en það stefnir í að meðal aldurinn í þessu byrjunarliði verði í lægri kantinum yfir jólin.
Sveinn says
Runólfur, á síðustu 12 árum hefur Carlo Ancelotti unnið þrjá deildartitla (Milan, Chelsea og PSG) og þrjá meistaradeildartitla (Milan x2 og Real Madrid).
Á sömu 12 árum hefur LVG unnið tvo deildartitla (Alkmar og FC Bayern) og engan meistaradeildartitil. #rúst #fact #lvgout
Rauðhaus says
hahaha, það er bara fyndið að lesa þetta hér að ofan… og þá á ég bæði við það sem skrifað var fyrir leik og eftir.
Höfum eftirfarandi í huga:
Menn hafa kallað ENDALAUST eftir því að liðið taki áhættu. Fari ekki svona rosalega varlega. Það er nefninlega svo leiðinlegt.
Jæja ókei, gerum það.
En úps, við fáum á okkur 3 mörk… (og getum þakkað besta markmanni í heimi að þau voru ekki fleiri!)
Og þá man maður, það er fáránlega leiðinlegt að fá á sig mark. Hvað þá mörk! Og þá hugsar maður (auðvitað!): Djöfull getur LvG verið mikill fáviti, stillir upp liði sem getur ekki varist!!! Þvílíkur þverhaus, sérvitringur og bara fáviti!!!
Það eru ansi margir sem eru sekir um ofangreint. Sjálfur er ég ekki alsaklaus.
Margir kalla svona lagað „hræsni“. Er þetta e-h annað?
Við stuðningsmenn þurfum í alvörunni að fara að staðsetja okkur á jörðinni. Ekki firra okkur veruleika.
Staðreyndin er sú að meðan við sóttum til sigurs vorum við með Borthwick-Jackson, Varela, Lingard og Nick Powell inná vellinum… Þeir áttu að koma okkur áfram í Chempions league..!
Þeir hljóta reyndar að vera mjög ánægðir sem vilja að við spilum bara á uppöldum…
Hins vegar þeir sem eru óánægðir segja flestir: „en kommon, hann er búinn að eyða 250 milljónum í nýja menn…, eru þetta einu gæjarnir sem er hægt að kalla til?“
Vissulega réttmæt spurning að mörgu leyti.., en fáir taka fram að á sama tímabili hafa ótrúlega margir horfið á braut; svo sem van Persie, Falcao, Januzaj, Rio, Vidic, Evra.
En þá er líka hægt að spyrja á móti… Hvar voru: Ander Herrera, Luke Shaw (sem er btw miklu, MIKLU meiri missir en af er látið), Jones, Rojo, Valencia, Wayne Rooney (ég persónulega hefði alveg viljað sjá hann þarna frekar en Fellaini)????
Einhverjir segja þá líka: „en hvar voru chicarito, Wellbeck, Kagawa, Di Maria… Staðreyndin er bara sú að þeir vildu fara, nenntu ekki að berjast fyrir sætinu… var alveg sama hvort þeir væru hjá Man.Utd, hugsuðu bara um sjálfa sig og fóru (og í sjálfu sér ekkert að því, þeir hefðu sennilega aldrei meikað það þar sem hæfileikana skorti (þá undanskil ég Di Maria).
—-
Ég er enn á LvG vagninum. Mér finnst erfitt að kenna honum um þetta.
Það þýðir þó ekki að ég sé sáttur við allt sem hann gerir…, síður en svo. En ég var heldur ekkert alltaf sammála gamla rauðnefnum, Alex Ferguson… Sá kom stundum með furðulegustu ákvarðanir – þó svo sumir stuðningsmenn vilji ekki kannast við það í dag.
En þó Fergie hafi gert margt skrítð þá var hann samt alltaf magnaður í mannlegum samskiptum. Þar er mikill munur á núna. Fergie var t.d. alltaf mættur til að láta dómarann vita ef hann var ósáttur (og það hafði áhrif!!!). Ég hefði viljað sjá svoleiðis reaction hjá LvG í kvöld þegar markið var dæmt af… að því er virtist eftir pöntun (og mér er drullusama hvort dómurinn hafi á endanum verið réttur eða rangur, bara það að Wolfsburg hafi náð að influensera dómarann átti að kalla á slík viðbrögð hjá LvG og leikmönnum).
En þegar allt er á botninn hvolft þá vantar okkur bara ennþá betri leikmenn.
Nettóeyðsla síðasta sumars var ekki nema ca 20-30 mills. Á sama tíma var hreinsað upp ca 1 milljón punda Á VIKU af launareikningnum. Þetta er ekket annað en fáránleiki hjá peningamaskínu eins og Man. Utd.
Það segir því mjög lítinn hluta sögunnar þegar menn nefna „eyðslu upp á 250 milljónir punda“ þegar nettó eyðsla er miklu minni. Þar að auki hafa margir útjálkaðir hætt á þessum tíma, eins og Vidic, Rio, o.s.frv.
Við erum Manchester United. Og þó svo við viljum sjá Jesse Lingard og Valera fá séns til að brjótast fram, þá viljum við líka sjá menn eins og Ronaldo, Neymar eða Bale eiga aðal-sviðsljósið. Vonandi verða Martial eða Memphis það einhvern tímann.
En við eigum samt ekki að þurfa að bíða í mörg ár til þess…
Birkir says
Mér finnst alltaf jafn fáránlegt að heyra „hann er búinn að eyða 250 milljónum punda“. Menn hljóta að átta sig á því að leikmannahópurinn sem hann var með í höndunum þegar að hann tók við var algjört djók fyrir klúbb eins og Man utd. Mjög margir af þessum leikmönnum voru komnir yfir sitt besta og svo enn fleiri sem enginn nema Sir alex gat unnið með og náð svo miklu úr. Van gaal þurfti að byggja upp stærsta klúbb í heimi nánast frá grunni og 250 milljón pund er ekki mikið fyrir það, auk þess að þá eru menn þarna sem er stór partur af þessari upphæð sem fóru strax í burtu eins og di maria. Van gaal hefur gert margt skrýtið og ég er alls ekki sammála öllu sem hann hefur gert en hann var ráðinn til að koma okkur aftur þangað sem united á að vera og eins og staðan er núna erum við 3 stigum frá því.
Varðandi leikinn í kvöld þá var þetta alltaf að fara vera erfitt. Persónulega hefði ég frekar viljað leik eins og menn eru búnir að vera væla yfir, spila öruggan bolta og vonast til að skora mark því eins og hann stillti þessu upp í dag var þetta of tilviljunarkennt. Með svona reynslu lítiinn hóp þá þarf fyrst og fremst agaðan varnarleik á erfiðum útivöllum eins og þessum.
Ps. Mikið ofboðslega er Varela búinn að heilla mig. Átti nokkra góða spretti upp vænginn og nokkrar frábærar tæklingar og það á móti schurrle!
Tryggvi Páll says
Leikskýrslan plús smá hugleiðingar loksins komnar inn. Ég var lengi að skrifa þessa skýrslu og hún er löng í takt við það en vonandi þess virði að lesa. Hingað til hef ég verið temmilega sáttur við Louis van Gaal þrátt fyrir að maður sé auðvitað pínu pirraður yfir spilamennsku liðsins undanfarnar vikur.
Almennt séð átta ég mig á því hvað hann er að gera, hann er að byggja upp liðið og auðvitað tekur það sinn tíma. Hinsvegar er ekki hægt að líta framhjá því, og það er eiginlega alveg sama hvaða afsakanir menn koma með, hann átti alltaf að fara með liðið upp úr þessum riðli og það að honum hafi ekki tekist það er risastór áfellisdómur yfir honum.
óli says
Birkir, hann hefur jú eytt óheyrilegum fjárhæðum og fengið lausar hendur, eitthvað sem forveri hans fékk til dæmis ekki.
Annars snýst þetta ekki um hvað hann hefur eytt miklu. Menn horfast mismikið í augu við það, en ég held að allir hafi þessa tilfinningu – Van Gaal er ekki rétti maðurinn til að stjórna félaginu. Langt frá því.
Verst finnst mér að Ryan Giggs þurfi að vera honum við hlið og taka þátt í þessu (þó ég haldi reyndar að Giggs sé langt í frá hæfur til að stjórna sjálfur, frábær leikmaður en virkar alls ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni). Ætli maður verði ekki bara að bíða eftir að Gary Neville taki út sína reynslu á Spáni og komi aftur heim.
Auðunn Atli says
Ég sagði Það í upphafi tímabils og stend við þau ummæli ennþá.
Það heimskulegasta sem United hefur gert á undanförnum 20 árum fyrir utan að ráða helv hann Moyes var að selja Di Maria.
Þótt Di Maria hafi ekki verið upp á sitt besta þetta eina tímabil sem hann spilaði með United þá var hann einn af bestu mönnum liðsins.
Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort þetta lið detti út á þessum tímapunkti, í 16 eða 8 liða úrslitum. Þetta lið er langt frá því að vera með nægileg gæði til þess að berjast um sigur í þessari keppni.
Það vantar heilan helling þar uppá eins og hefur komið í ljós.
Ég er alltaf talsmaður þess að gefa ungum leikmönnum séns og það verður að segjast eins og er að þessir uppöldu leikmenn sem hafa verið að fá sénsinn eru ekki mestu vonbrigði liðsins heldur allir já ALLIR leikmenn sem keyptir voru í sumar nema kannski Martial.
Darmian, Memphis og Schweinsteiger hafa ekki getað rass í bala og svo segir það allt um gæði liðsins að maður eins og Fellaini fær að hlaupa um völlinn eins og hauslaus hæna.
Þessi maður kæmist ekki sem varamaður á æfingar hjá liði eins og Bayern.
Ég hef sagt það áður og segi það enn. Gæði liðsins eru bara ekkert meiri en þetta.
Hanni says
Þú hefur ekki farið í nógu langan bíltúr Tryggvi. :)
Runólfur Trausti says
Þvílíkt rúst Sveinn, því já ég gleymdi vissulega að telja upp þennan eina deildartitil sem Ancelotti vann með AC Milan á 8 árum.
Það að halda að Ancelotti sé lausnin við öllum okkar vandamálum er barnalegt í meira lagi, góður þjálfari no doubt en það er ástæða fyrir því að heitið á ævisögu hans þýðist sem „I prefer Cups“.
Hvað varðar leikinn þá er maður pirraður, ég bjóst við United í 8 liða úrslit fyrr í vetur en raunveruleikinn er sá að frammistaða United verðskuldar ekki meira. Þetta ætti þó að gefa Van Gaal meiri tíma til að pæla í deildinni og það er bara eins gott að hann skili top3 sæti þar – og hann þarf helst að vinna FA Cup ef hann vill viðhalda einhverri virðingu.
Hvað varðar jólatörnina þá er sama spenna í mér og fyrir Deildarbikarinn – maður veit EKKERT hvernig liðið stillir upp og örugglega fullt af kjúklingum sem fá sénsinn (því það er enginn annar til staðar).
Það jákvæða sem má taka úr leiknum í gær eru mörkin tvö (þrjú semí) og öll önnur færi sem United skapaði. Ef maður ætlar á annað borð að tapa þá er eins gott að gera það með stæl.
Helgi P says
miðað við spila menskuna í vetur þá kom þetta manni ekki neitt á óvart
Bjarni Ellertsson says
„Neyðin kennir naktri konu að spinna“ en það á vel við á tímamótum sem þessum, leikurinn í gær er liðinn, liðinu tókst ekki ætlunarverkið að komast áfram í meistaradeildinni, held það hefði bara verið skammgóður vermir. Annars var leikurinn frábær skemmtun, rússibanareið þar sem hlutirnir féllu ekki alveg með okkur og því eðlilega margir sárir og gramir. En svona er lífið og ef menn ætlað að hafa United sem sitt haldreipi í lífin þá mælist ég til þess að finna sér annað lið. Það hefur alltaf tekið tilfinningalega og líkamlega á að halda með United í gegnum tíðina sama þótt blússandi velgengi eða niðursveifla er í gangi og stundum lendum við í því að vera teknir í rassgatið eða bakaríið af andstæðingum innanvallar sem utan. Þá er bara að taka því sem karlmaður og horfa fram á veginn. Hitt drepur mann á endanum.
Róm var ekki byggð á einum degi og sá sem lagði grunninn og byggði raunverulega upp félagið, sem við þekkjum í dag, með sterka framtíðarsýn að leiðarljósi var Sir Matt Busby. Síðan hafa bara verið misgóðir og gáfaðir keisarar, sem koma og fara, við stjórnvölina og náð misvel eða illa að halda United merkinu á lofti. Í dag er bara enn einn keisarinn við völd sem þarf næstu daga og vikur að kafa djúpt í fílasófíuna sína, rífa liðið í gang og gugna ekki á síðustu metrunum þó hart sé að honum sótt úr öllum áttum.
Sýnist brekkan vera brött næstu vikurnar, margir lykilmenn í meiðslum og ekki skal ætlast til að kjúklingarnir sem taka við keflinu muni allir blómstra það sást best í gær en þeir reyndu þó eftir fremsta megni og virði ég það. Nú þarf liðið aldrei sem fyrr að standa þétt saman, berja sér á bak og fara að vinna leiki ef ekki á illa að fara. 6-8 sigra run væri frábært og byrja helst á laugardaginn.
Leikjaálag er ekkert meira hjá okkur en öðrum liðum og ættu menn ekki að kvarta yfir því, erum bara ekki með nógu breiðan hóp til að takast á við það. Hins vegar eru meiðslin aðal áhyggjuefnið. Það kemur í ljós næstu vikur hvernig við munum höndla álagið.
Höfum hugfast það sem Sir Matt Busby sagði eitt sinn um okkar ástkæra félag
„I never wanted Manchester United to be second to anybody. Only the best would be good enough.“
Orri says
„Menn gengu svo bara til hálfleiks eins og ekkert hefði í skorist.“
Var ég að sjá ofsjónir eða fór Lingard ekki að tala við dómarann er þeir gengu útaf í hálfleik?
Óli says
Rooney hefur verið slakur en er einhver með tölfræði yfir úrslit með og án hans? Finnst eins og úrslitin hafi versnað með hann í meiðslum undanfarið, sem meikar auðvitað ekki mikið sens þar sem hann er búinn að vera algjör farþegi :)
Siggi P says
Ég er búinn að vera hugsi nú í tvo sólarhringa eftir þennan leik hvað mér finnist að, hvað mér finnst vanta og hvað þurfi að gera. Ég hef ekki hingað til viljað fá Van Gall út en nú er ég til í að það verði tilkynnt strax að skipt verði um stjóra í vor. Tvær greinar á soccernet hafa skerpt á þessu hjá mér.
Fyrri greinin er þessi sem rituð er strax eftir tapið gegn Wolfburg http://www.espnfc.com/blog/marcotti-musings/62/post/2748163/manchester-united-exit-from-champions-league-another-failure
Það er algjör óstjórn á þessu United liði. Ferguson hafði þá sýn að þú værir að spila fyrir stærsta og besta klúbb í heimi og kom því til skila til leikmanna. Leikmenn efldust við það og efalust voru margir að spila yfir getu. Núverandi leikmenn eru bara ekki að hugsa það sama. Það er ekki sami agi á liðinu á áður.
Moyes varð frægur fyrir að segjast ætla að reyna að vinna andstæðingana, Van Gaal heldur þessu áfram og dregur í efa orð blaðamanns um að UCL riðillinn hafi verið auðveldur (þrátt fyrir að andstæðingarnir hafi verið á bilinu 35-41 á EUFA skalanum, United numer 19), allt til að verja leikmennina. Ferguson árétti alltaf við alla leikmenn að þeir væru að spila fyrir stærsta klúbb í heimi. Nú er ekkert slíkt í gangi, það er bara stefnt á meðalmennsku og ef það tekst ekki þá er öllum sem ber sök á því hlíft.
Hin er greinin er um af hverju United má ekki láta Guardiola fram hjá sér fara http://www.espnfc.com/club/manchester-united/360/blog/post/2749963/manchester-united-need-pep-guardiola-as-manager
United hefur breyst frá því Ferguson fór. Áður þá var algjört bann við leka. Nú ertu lekar og aðrir planaðir fréttaflutningar óbeint frá stjórn eðlilegir hlutir í „væntingastjórn“. Fyrir viku þá var sagan að Meistardeildin væri ekkert merkileg, deildin væri aðal málið. Nú er sagan að sumir háttsettir sjái ekki Van Gall halda áfram næsta ár.
Það er komið mál að hætta þessu slúðri og taka af skarið. Segjið bara að Van Gall fái ekki framlengingu næsta ár og neglið niður Guardiola. Allt frekara pukur mun bara valda usla og upplausn. Spáið í það. Ef skiptin verða tilkynnt í dag, hvaða leikmaður myndi ekki leggj á sig 100% til að vekja athygli á Guardiola og fá að halda áfram næsta ár? Jú, líklega þeir sem eiga ekki heima í þessu liði hvort eð er.
En myndi þá ekki 4. sætið og CL vera í hættu? Vissulega. Við erum með 29 stig í dag í 3-4 sæti, vorum með 28 fyri ári í 2. sæti, 22 fyrir 2 árum og komumst ekki í CL. Það er enn mjótt á munum. Tvö lið eru næsta víst örugg um topp 4, þ.e. Arsenal og City. Leicester er algjör óvissa. Þá eru Liverpool og Tottemham að sækja mjög á. Það er ekkert hægt að bóka nú, sérstaklega þar sem Evrópudeildin verður spiluð eftir áramót. Það má ekkert slaka á og draumurinn um Meistaradeild á næsta ári er úti.
Vissulega ekki áhættulaust að tilkynna um það núna. En ég trúi bara ekki á annað en að liðið og leikmennirnir muni taka því sem hvatningu hvað mun gerast næst ár. Bendi á að slík skipti fór fram hjá Beyern fyrir 3 árum og liðið stóð sig samt vel. Lykillinn væri þó væntanlega sá að Van Gaal myndi sjálfur segjast ekki ætla að halda áfram næsta ár. En það er bara smá mál fyrir „væntingastjórnun“ hjá United. Það væri alla vega risastórst skref fram á við!
Látum það gerast, United!