Við höfum öll hugsað nóg um Þýskalandsför United í vikunn og best að gleyma henni og snúa sér að deildinni. Á morgun verða United piltarnir mættir á Dean Court í Bournemouth, þeim ágæta suðurstrandarbæ, og takast þá á við Öskubuskulið síðustu ára
AFC Bournemouth
Fyrir sjö árum lenti AFC Bournemouth í 21. sæti í League Two. Þeir höfðu fallið árið áður m.a. vegna stigafrádráttar vegna fjárhagsvandræða, og frekari frádráttur skilaði þeim í þetta 21. sæti. Liðið slapp þó við fall í næstsíðasta leik og nýr eigandi tók við um sumarið. Eddie Howe hafði tekið við liðinu í botnsæti um miðjan vetur, þá 32 ára, og bjargað þeim svo snarlega frá fallega og nú kom hann því í 2. sæti og upp um deild. Howe skrapp síðan til Burnley en kom aftur innan við tveim árum síðar og leiddi liðið upp í Championship deildina, staldraði við eitt ár þar og síðasta vetur unnu þeir Championship deildina og eru því mótherjar okkar á morgun.
Liðið hefur verið styrkt nokkuð á þessu ferðalagi og má þar nefna markvörðinn Arthur Boruc, en vörnin er nær einungis skipuð leikmönnum sem léku í League One með liðinu. Bournemouth er reyndar með fleiri menn meidda en United, nú eru 10 menn á meiðslalista þeirra, þ.m.t varnarmaðurinn Tyrone Mings, metkaup þeirra Bournemouthmanna, sem meiddist eftir 16 mínútna leik í fyrsta leik sínum. Callum Wilson var helsta markamaskína þeirra í Championship og var kominn með 5 mörk í 6 leikjum þegar hann varð fyrir hnjámeiðslum í september og er enn frá.
Gengi liðsins hefur enda versnað eftir því sem á líður tímabilið, allt þar til í síðasta leik þegar þeir fóru á Stamford Bridge og hirti 1-0 sigur með marki Glenn Murray síðla leiks. Þetta þykir stærsti sigur í sögu AFC Bournemouth, en það var leikur árið 1984 sem áður var mestur, enda sá Harry Redknapp ástæðu til að tísta
Had a few asking me this – for me Bournemouth's result at Chelsea was definitely better than our FA Cup win vs United in 84. Fantastic stuff
— Harry Redknapp (@Redknapp) December 7, 2015
Já, Harry Redknapp var stjóri Bournemouth þegar bikarmeistarar United fóru á Dean Court í 3. umferð bikarsins og töpuðu 2-0 fyrir Bournemouth sem þá var í gömlu þriðju deildinni. Ekki besti dagur United.
United hefur slegið Bournemouth tvisvar út úr bikarnum síðan þá en nú er komið að alvöru leik. Bournemouth verður sýnd veiði en ekki gefin á morgun
Meitt og sært United lið
Það er meitt og sært United lið sem ferðast suður á bóginn í dag.
Nei, þetta er ekki liðið á morgun, þetta eru þeir átta leikmenn sem eru meiddir, auk Schweinsteiger sem tekur út sinn fyrsta leik í þriggja leikja banni vegna olnbogaskots á Winston Reid í West Ham leiknum.
Ef Bournemouth hlakkar ekki til að takast á við þessa vörn þá veit ég ekki hvað. Annars má telja góðar líkur á að Michael Carrick fari í miðvörðinn og Fellaini komi inn á miðjuna
En skítt með það. Bournemouth er ekkert Wolfsburg og Dean Court ekkert vígi, Bournemouth hefur unnið einn leik á heimavelli og þetta er leikur sem á að vinnast og þar sem á að vera hægt að skora mörk.
Ég ætla því að spá sigri á morgun og að það léttist aðeins brúnin á okkur fyrir jólin.
Leikurinn er síðdegisleikur og byrjar kl 17:30
Mikael Tamar says
United grísar inn marki og stelur jafntefli! Ég er komin með óþol gagnvart Van Gaal. Ég veit við erum með dúndur menn meidda en Van Gaal er ekki til í að aðlagast nútíma bolta því miður
Sveinbjörn says
Maður bíður alltaf og vonar að næsti leikur verði sá sem allt smellur saman í. En það hefur ekki gerst hingað til. Meðan meiðslalistinn okkar er eins og hann er, munum við vera að ströggla. Við erum því miður ekki með nógu breiðan hóp.
Hef ennþá trú á LVG og finnst hann vera búinn að byggja upp fínt structure fyrir liðið, auk þess sem ég sé ekki hvernig það er betra að Ancelotti taki við núna á miðju tímabili með aðrar áherslur.
Spái leiðinda 0-0 leik, eða 1-0 fyrir Bournemouth.