Byrjunarliðið var svona:
Varamannabekkur; Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Pereira, Schneiderlin, Rooney.
Stoke City; Butland, Johnson, Shawcross, Wollscheid, Pieters, Cameron, Whelan, Shaqiri, Afelley, Arnautovic og Bojan (4-2-3-1)
Leikskýrsla dagsins verður í styttri kantinum. Leikurinn byrjaði í ágætis jafnvægi en ekki mikið um opin færi.
Svo komu hreint út sagt hörmulegar 5-6 mínútur. Fyrst ákvað Memphis að það væri góð hugmynd að skalls boltann 15-20 metra aftur til David De Gea, það heppnaðist ekki betur en Glen Johnson lagði boltann á Bojan sem potaði honum í netið framhjá Phil Jones og Chris Smalling.
Even Van Gaal is Van Gaal out now. pic.twitter.com/cFQVskWnRL
— The Peoples Person (@PeoplesPerson_) December 26, 2015
Stuttu síðar fékk Ashley Young á sig aukaspyrnu fyrir hendi. Bojan skaut í vegginn en Marko Arnautovic náði boltanum og flengdi honum í netið. Staðan orðin 2-0 og leikurinn svo gott sem búinn enda United lið Van Gaal’s aldrei komið til baka eftir að lenda 2-0 undir. Stoke hefði svo átt að komast í 3-0 en Arnotovic klúðraði einn gegn De Gea.
Í hálfleik kom Wayne Rooney inn á og sýndi ágætis kraft. Skapaði meðal annars Dauðafæri fyrir Marouane Fellaini sem var í rauninni eina alvöru færi United í síðari hálfleik. Anthony Martial og Juan Mata fengu fín skotfæri en ekki nóg til að ógna Stoke.
Persónulega hef ég lítið annað segja og gef ykkur því orðið. Hvað viljið þið sjá liðið gera? Á að reka Van Gaal eða hvað?
Helgi P says
við erum eftir að enda í svona 15 sæti ef þeir fara ekki að drullast til að reka LVG
Karl Garðars says
Og á hvaða hátt er þetta LVG að kenna?
viddi says
hann er að kaupa þessa leikmenn og losaði sig líka við alltof marga leikenn
Karl Garðars says
Af þessum leikmönnum keypti hann blind, Martial, og Depay. Allt ungir pjakkar sem menn hèldu ekki þvagi yfir. Herrera er sagður hafa verið á dagskránni frá því áður.
Valdi says
Vandamálið er að það er ekkert að gerast, sömu vandamál og mistök hafa verið frá því að LVG tók við liðinu. Það virðist bara eins og stjórinn viti ekki hvernig á að koma liðinu út úr þessari holu og þá er tími til að skipta um stjóra…
Karl Garðars says
Þessi brunarúst af liði sem SAF og DM skyldu eftir sig verður ekki lagfærð á 1 eða 2 árum. LVG er að gera eina rétta hlutinn með að kaupa unga efnilega leikmenn og nota akademíuna. Hann er að styrkja grunninn hjá klúbbnum sem á eftir að reynast næsta þjálfara vel. Við erum með fína squad leikmenn en að þurfa að byrja leik með blind, carrick, Fellaini, Young og tæknilega engan framherja þá er bara ekki von á góðu. Þetta kemur ekki á þessu ári og ekki heldur því næsta en eftir þessi 3 tímabil sem hann gaf sér þá held ég að við komum til með að eiga breik.
Auðunn says
Ég sé hvorki nennu, áhuga né vilja hjá sumum leikmönnum að leggja nokkur % á sig fyrir liðið.
Leikmenn eins og Depay, Martial, Fellaini ofl eiga ekki að fá að klæðast United treyjunni eins og hugarfar þeirra er í dag.
Ok Fellaini er ekkert betri en þetta og því getur hann ekkert að þessu gert en hinir virka algjörlega áhugalausir með öllu.
Ofan á þetta bætist svo að það er verið að spila leikmönnum úr stöðu og gæði liðsins eru ekki til staðar.
Ég veit ekki hvar á að byrja á tiltektinni en hún þarf að fara í gang núna.
Lurgurinn says
Máliđ er Karl ađ þetta snýst ekki lengur um hvort þetta sé Van Gaal ađ kenna eđa ekki. Máliđ er ađ einhverra hluta vegna eru leikmenn ekki ađ ná ađ mótívera sig undir hans stjórn. Þađ vantar allt hugarfar, alla baráttu og allan karakter. Því miđur er auđveldara og hagkvæmara ađ reka stjórann heldur en allt liđiđ. Þađ ađ Van Gaal hafi eitthvađ notađ akademíuna eđa ungu leikmennina er bara bull, hann er einungis ađ gera þađ af nauđsyn. Búiđ ađ valda mér miklum vonbrigđum hvađ akademían er búin ađ vera afskipt og sorgleg stađan sem blasir þar viđ.
Cantona no 7 says
LVG rekinn i kvold og eg verd gladur.
Mori inn i kvold.
G G M U
Helgi P says
það þarf að gera breitingu og það strax ef við ætlum að spila í ,meistara deildinni á næsta ári
Bjarni Ellerts says
Skrapp vestur á Snæfellsnes til að horfa á leikinn með hörðum United aðdáendum, það var hrikaleg hálka á Mýrunum og ekki tók betra við á Vatnaleiðinni, en lognið og veðurblíðan gerði ferðina ógleymanlega. Það spáir svipuðu vestan og sunnanlands á morgun. Endilega passið ykkur á hálkunni á þjóðvegum landsins næstu daga.
Siggi P says
Úrslitin komu ekki á óvart og uppsögnin/afsögnin mun heldur ekki koma á óvart. En þetta er ekki bara afleiðing af leikunum í dag eða síðustu 4 tapleikjum. Snemma tímabils þegar við spiluðum hvern 0-0 leikinn á fætur öðrum þá voru skilaboð LvG þau að hann setti upp leikinn þannig að fá ekki á sig mörk vitandi að það myndu koma færi. Það var hins vegar ekki hans vandi heldur leikmannann að taka ekki þau færi. Einhvern veginn tókst honum með þessu að koma leikmönnum upp á móti sér og þá er ekki að sökum að spyrja. Veit ekki hvað þarf til að koma þessu á rétta braut. Held að það sé dauf tíð framundan (því eini maðurinn sem ég sé hafa agann og áruna til að snúa hlutunum við er 98% líklega á leið til City)
Karl Garðars says
Ókei… Þetta er fullmikil einföldun í skásta falli. Ódýrara að reka þjálfarann og hvað svo?? Hver segir að næsti þjálfari nái að mótivera þennan sama mannskap ef síðustu ekki 1 heldur 2 þjálfarar gátu það ekki??
Það sem skiptir máli er að ef stjórn mufc (sem er btw með allar þær forsendur og upplýsingar sem þarf til að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið annað en misvitrir sparkspekingar sem telja sig vita allt og kunna) telja að komið sé nóg hjá LVG, þá verður hann látinn taka pokann sinn.
Já við töpum leikjum, já boltinn mætti vera skemmtilegri á köflum og já við erum ekki að skora. En ef við lítum á björtu hliðarnar þá er vörnin búin að vera alveg ágæt fram að þessari meiðslahrinu og liðið er búið að vera að skapa færi en því miður höfum við alls ekki nýtt þau sem skyldi. Hópurinn er þunnskipaður en það stendur til bóta og ég hygg að flestir hafi verið á því að botninum hafi verið náð með DM eða alla vega í seinni tíð. Það var því öllum heilvita mönnum morgunljóst að verkefnið yrði erfitt og að á brattan yrði að sækja næstu árin. Í.þ.m var hljóðið þannig í mönnum þegar LVG var ráðinn hvort sem það hentar að muna það núna eða ekki.
Það sem svo klikkar að mínu mati er helst tvennt 1. Leikmenn missa trúnna á sjálfum sér, liðinu og verkefninu og þar bera reynsluboltar liðsins stærsta ábyrgð. Athugið að leikmenn hafa EKKI misst trúnna á stjóranum samkvæmt fyrirliðanum sem hefur aldrei átt erfitt með að segja það sem honum finnst og öðrum reynsluboltum liðsins. 2. Þegar illa gengur og sjálfsálit leikmanna, liðs og þjálfara er í skítnum þá er það skylda alvöru stuðningsmanna að standa við bakið á sínum mönnum í blíðu og stríðu. En hvað gerum við þá, sem fyrir einu og hálfu ári töluðum um að verkefnið væri verðugt og kæmi til með að taka tíma…?? Við verðum vitlaus og heimtum hausa.
Ég man að ég lét svona eina leiktíð hjá SAF. Hann snéri þessu við og tók þrennuna stuttu síðar, restina þekkið þið og ég persónulega ákvað þá að láta mér þetta að kenningu verða. Róm verður aldrei byggð á einum degi og stórveldi rísa og falla. Hvers eiga púllarar að gjalda sem eru heilt yfir grjótharðir stuðningsmenn… Eða nallarnir?
Í dag eru fleiri lið fær um að fjárfesta í hæfileikum og deildin mun jafnari og skemmtilegri. Í dag er ekkert sem heitir skyldusigur og orðið sem slíkt felur hreint út sagt í sér vanmat og hroka. Í dag er þetta liðið okkar og stjóri þess og í dag ættum við að standa sérstaklega vel við bakið á þeim því þeim vantar sanna stuðningsmenn en ekki fleiri haters. Mögulega kemur sá tími að maður gefist upp á þessu en einni og hálfri leiktíð eftir algjört hrun finnst mér óverjandi óþolinmæði og óvirðing við klúbbinn, stjórnina og reyndan þjálfara.
Sorrý hvað þetta varð allt of langt :)
DMS says
Við þurfum breytingu. Ég er ekkert endilega hrifinn af Mourinho sem fyrsta kosti en hann myndi allavega breyta einhverju. Uppleggið hjá Van Gaal er alltaf það sama og búið að vera það sama í langan tíma. Ég er bara ekki að sjá hann snúa þessu sér í vil. Vona að menn sjái það án þess að fara í gegnum næsta leik enn með Van Gaal við stjórnvölin. Rífum Van Gaal plásturinn af sem fyrst og Giggs tekur við tímabundið í næstu leikjum ef það tekur einhvern tíma að semja við Móra eða einhvern annan. Það eru svo sem ekki margir sem geta valdið þessu starfi held ég. Bara Móri eða Guardiola sem eru lausir á næstu mánuðum, og það virðist vera nokkuð sennilega að Guardiola sé á leið til City í sumar.
Mér finnst meira að segja Van Gaal vera farinn að tala sig út úr starfinu. Talar um að það gæti jafnvel ekki þurft að reka hann, hann geti líka hætt sjálfur og hafi gert það áður. Þegar menn fara að tala um að þeir hafi stuðning stjórnar og leikmanna reglulega þá hlýtur eitthvað að krauma undir niðri.
Tóku fleiri eftir því að Rooney fékk ekki fyrirliðabandið þegar hann kom inn á í hálfleik? Menn voru eitthvað að velta þessu fyrir sér sá ég á erlendum United bloggsíðum.
MÍ says
Ég bara spyr hafa Guardiola eða Mourinho tekið við liðum þar sem þeir hafa þurft að byggja upp ný lið sem hafa verið í svipuðum vandamálum eins og Man Utd?
Ég mann ekki eftir því og ég stórlega efast að það sé lausn á þessu stóra vandamáli sem hrjáir klúbbinn núna, því segji ég að Giggs átti að reyna þetta út tímabilið því hann þekkir klúbbinn og fyrir hvað hann stendur fyrir
Runólfur Trausti says
Gaman að sjá góða umræðu eftir leiki sem byggist á almennilegri greiningu.
Upp að vissu marki er ég sammála Karli, það er ekki alltaf hægt að kenna þjálfaranum um og margt mætti betur fara en einhverstaðar verður að draga mörkin. Í stað þess að lista hér upp allt sem ég tel betur mega fara þá mun ég birta það í Mánudagspælingum á mánudaginn (fínt að hafa svona gott platform til að birta ruglið manns) en ég er því miður kominn á þá niðurstöðu að Van Gaal sé á endastöð – helsta ástæðan er einmitt sú að lykilleikmenn + leikmennirnir „hans“ (sem hann keypti) virðast alls ekki vilja leggja sig fram fyrir hann. Það ásamt því að hann virðist alveg hafa misst trúnna á sjálfum sér og virðast flest viðtöl við manninn í dag vera „Full Moyes“ – algjör uppgjafartónn.
Runólfur Trausti says
Ps. Hvað varðar Pep Guardiola þá gleymist oft að hann tók við Barcelona eftir tímabil þar sem liðið endaði í 3.sæti deildarinnar með 67 stig, 10 stigum á eftir Villareal og 18 stigum á eftir Real Madrid.
Á sínu fyrsta ári sínu með liðið vann hann svo þrennuna með einhverju besta liði sem knattspyrnuheimurinn hefur séð, liðið endaði með 87 stig í deildinni – skoraði 105 og fékk á sig 35. Ágætis umbreyting á einu ári það – svo muna eflaust allir eftir því þegar Barcelona pakkaði okkar mönnum saman í úrslitaleiknum. United gat ekki skorað gegn varnarlínu sem innihélt Yaya Toure í hafsent, Carlos Puyol í hægri bakverði og Sylvinho í vinstri bakverði. Reyndar er hálf ótrúlegt að skoða byrjunarlið United í leiknum …
Þannig að jú Pep getur umturnað liði eins og hann sýndi strax á fyrsta tímabili sínu með Barca – vissulega var efniviðurinn til staðar en það þarf að vinna rétt úr honum.
Kjartan says
Að taka við Man Utd á þeim tímapunkti sem LvG gerði var erfiðara verkefni en margir átta sig á. Tímabilið í fyrra var ekkert glæsilegt en samt sem áður ásættanlegt í ljósi aðstæðna. Fyrir þetta tímabil þá gerðu menn ráð fyrir framförum, sem er ekki óeðlileg krafa. Moyes (Ginger Goblin) fékk lítin sem engan stuðning frá klúbbnum en LvG hefur fengið töluvert svigrúm á leikmannamarkaðnum og eytt um 181 milljónum meira heldur en the Ginger Goblin. Í dag er Man Utd með þriðja dýrasta leikmannahópinn í heiminum en liðið er ekki einu sinni eitt af topp 16 liðum í Evrópu. Ef við berum saman stuðninginn sem the Ginger Goblin fékk og LvG hefur fengið þá má færa rök fyrir því að sá Hollenski hafi staðið sig í raun verr.
Sama hvað hver segir þá er þetta engan veginn nógu gott. Ef þetta fer ekki að snarbatna þá er ekkert annað að gera en að reka LvG og einnig Giggs. Það er erfitt að segja það en Giggs ber einnig stóran hlut af ábyrgðinni, hann er núna búinn að vera nr.2 hjá tveim stjórum sem eru engan veginn að standa sig.
Karl Garðars says
Maður myndi glaður fagna Pep í starfið svo mikið er víst en ef maður lítur blákalt á málið þá er það mjög ólíklega að fara að gerast.
Ef vandinn er stjórnunarlegs eðlis og að liðið sé ekki tilbúið að skila 100% fyrir einn af reyndari þjálfurum boltans þá er Giggs tæplega að fara að ráða betur við þennan mannskap.
Enda segja m.a. Rooney, Mata og Young að ekkert sé að milli þjálfara og leikmanna.
Mér finnst að LVG hafi gert mistök við að yfirgefa fílósófíuna sína að kröfu aðdáenda og liðið sé þess vegna algjörlega í lausu lofti. Semsagt gert erfitt en þolanlegt ástand með leiðinlegum og markalausum bolta að skelfilegu ástandi eins og sést hefur upp á síðkastið.
Í dag vorum við óheppin og aular í senn og því fór sem fór.
Tommi says
Gòð umræða ì gangi. Sammàla þvì að vandamàlið sé ekki svo einfalt að reka stjòrann. Liðin ì deildinni eru einfaldlega betri.
Massìvur peningur kominn inn ì deildina… Leicester er en ì efsta sæti og deildin er bràtt hàlfnuð. Arsenal tapaði 4-0 ì kvöld. Allir geta unnið alla. Lið eins og Watford, Norwich og öll hin eru mun nær “toppliðunum“ ì getu en seinustu àr
Erum með ungt lið og ekki sömu sigurvegarana og oft àður.
Skemmtilegt að 442 er aftur orðið nýmòðins leikkerfi sbr. Leicester og Watford. Þannig að margt er breyttast. Kannski gefur það til kynna að Giggs sé rètti maðurinn sem stjòri þar sem hann var hluti af einu besta 442 liði allra tìma
Er ekki að segja að það eigi ekki að skipta um stjòra. Mà setja þònokkur spurningamerki við Van Gaal. Hann er samt ekki að spila ì sömu deild og Sir Alex Fergusson gerði framan af… þesdi deild er held èg mun erfiðara.
Lurgurinn says
Flott umræđa, ég ætla samt ađ halda mig viđ þađ ađ Van Gaal sé búinn.
Þađ var alveg ljóst ađ karlinn myndi ekki verđa framtíđarstjóri liđsins og kannski er þađ vandamáliđ. Eru leikmenn og starfsfòlk mögulega ekki til í ađ setja allt í hans hugmyndarfræđi, vitandi ađ hann myndi ekki stoppa lengur en 3 àr og nýr stjòri væri handann viđ horniđ. Lyktar pìnu eins og Kenny Daglish klúđriđ hjá Pùllurunum.
Þađ ađ tala um ađ uppbygging eigi ađ taka tìma er svo sem sjónarmiđ, Ròm var ekki byggđ à einum degi og allt þađ. Tilfelliđ er ađ viđ vorum Róm fyrir! Og miđađ viđ peninga austur í þetta liđ þá hefđi átt ađ vera hægt ađ halda Róm í þađ minnsta viđ. Ađ segja ađ liđiđ væri ónýtt eftir SAF er bara kjaftæđi, þarna var alveg grunnur til ađ byggja à. Rìkjandi meistarar og alveg efniviđur til: De Gea (sem enginn vill missa) Smalling (okkar besti varnarmađur) Chicarito (sem rađar þeim inn í Germanìu nùna), Welbeck (óheppinn strákur en međ Utd hjarta) og svo vel nothæfir reynsluboltar til ađ styđja viđ uppbyggingu liđsins (Rooney, Young, Valencia, Carrick). Miđađ viđ eyđslu og þađ ađ kjarninn er enn til stađar þá finnst mér alveg tilefni til ađ gagnrýna.
Finnst þađ lìka fyndiđ þegar menn tala um „vanvirđingu“ þegar upphöfđ er gagnrýni.
Ef engin opnađi munninn þá myndi keisarinn bara halda àfram ađ ganga um nakinn.
Halldór Marteinsson says
Ánægður að sjá svona líflega umræðu hérna á þessum vettvangi. Vissulega mikill pirringur í gangi, skiljanlega, en umræðan er samt á góðu plani.
Annars fer þetta nú að vera spurning um CL-sæti eða ekki. Tap gegn Chelsea þýðir að United gæti byrjað nýja árið í 10. sæti.
Ingi says
Ég er búinn að missa trúnna á LVG. Þetta er bara búið, komið gott. Hann mun aldrei snúa þessu við úr þessu. Ég vil Mourinho inn strax, vildi fá hann inn þegar SAF hætti en það þurfti að ráða trúð í staðinn sem ég mun aldrei skilja.
Þessi leikmannahópur er sterkur og með rétta manninn og rétt skipulag er ennþá margir möguleikar í stöðunni, nóg eftir. Kaupa varnartröll í janúar, þar liggur stór hluti vandans. Held að mörkin komi með brottför VG.
Siggi says
Menn alltaf að tala um DM og hans slaka árangur. LVG er að gera verri hluti hann fékk að fjárfesta mikið í liðinu eða c.a 250 m punda sem er auðvita rugl á svona stuttu tíma. Fyrir þessa upphæð ætti að vera hægt að gera kröfur um framfarir inná vellinum.
A.Herrare 29 m punda. Maður sem var svona dýr og spilar oftast vel en fær ekki tækifæri(stór skrítið).
L.Shaw 27 m punda . Fyrst baráttan við kílóinn og svo þegar hann var að komast í gang þá var það stór meiðsli.
Rojo 16 m punda – ekki þess virði
Di Maria 57m pund – frábær kaup en svo náði hann engu úr honum og seldi hann árið eftir. Lét hann spila mikið úr stöðu.
D.Blind 13 m punda – ekki frábær en solid.
Valdes – frír en fær ekki að æfa með liðinu.
Depay 25m punda – byrjaði ágætlega en svo hefur hann ekki litið vel út.
p.s Hann fékk Mata heilt tímabil sem DM fékk ekki.
Jæja núna fékk LVG annað tímabil til þess að styrkja liðið.
Darmian 13 m punda – fór vel af stað en síðan þá hefur ekki litið of vel út.
Bastian 14 m punda – flott að fá þennan reynslubolta en hann er rosalega hægur og hefur ekki náð að eigna sér miðsvæðið í leikjum.
Schneiderlin 25m punda – flott kaup
Martial 36 – 50 m punda fer eftir ýmsu – efnilegur strákur sem eins og ungir leikmenn eru líta stundum vel út og stundum illa. Vantar stöðuleika og ætti að spila sem 9 en ekki út á kannt.
LVG er einfaldlega ekki að gera neitt fyrir þetta lið fyrir utan að það spilar leiðininlegan fótbolta og efast ég um að DM hefði verið að gera verri hluti með þetta lið.
DM tók einn panic buy rétt fyrir lok gluggans í Fellaini á 27m punda og svo fékk hann Mata rétt áður en hann var rekinn. Ef hann fær 250m punda til þess að eyða í leikmenn þá hefði hann náð ekki verri árangri en þetta(þótt að ég tel að hann hefði aldrei verið langtíma svarið sem stjóri þá finnst mér gagnrínin á hann oft óvægin, DM var að taka við af Alex á meðan að LVG var að taka við af DM – hvor er meiri pressa?)
Sigurjón Arthúr Friðjónsson says
Hroðaleg staða sem við erum komnir í og ENGUM um að kenna nema LVG ! Eins og sést á upptalningunni hjá Sigga hér að ofan þá liggur þetta algjörlega ljóst fyrir. LVG hafði úr 250 millum af spila og ALLIR sparkspekingar heimsins voru sammála um að okkur vantaði fyrst og fremst leikmenn í þrjár stöður…heimklassa leikmenn ef við ættum að eiga séns í PL+CL !
1. Heimsklassa miðvörð (nei, LVG seldi og lánaði miðverði og ætlaði að stóla á Smalling og Jones sem voru meiddir meira eða minna allt síðasta tímabil…sorrý hann keypti jú son vinar síns frá Hollandi, þvílik foráttuheimska að kaupa hægasta varnarmann sem var á lausu til að spila í hröðustu deild í heiminum ?? )
2. Heimsklassa box to box miðjumann, kannski vildi bara engin heimsklassa miðjumaður spila eftir heimspeki formúlunni hans LVG eða þeir voru búnir að horfa uppá hvernig farið var með heimsklassa leikmann eins og Di María undir stjórn hollenska hrokatröllsins og ákveðið að vera bara heima eða fara eitthvað allt annað en til ManUtd ??
3. Heimsklassa sóknarmann, allan sumargluggann var verið að orða bestu sóknarmenn fótboltans við okkur en ENGIN kom, af hverju ekki ?? Voru menn kannski búnir að sjá að þeir yrðu ALLTAF á eftir Rooney í röðinni, hollenski snillingurinn var jú búin að gefa það út að Rooney (fyrirliði) myndi alltaf byrja inná !! eða þeir myndu í besta falli spila á kantinum ? og hvað gerði hollenska undrið, jú hann annað hvort seldi eða lánaði þá sóknarmenn sem fyrir voru og á síðustu mínútum gluggans var 19 ára stórefnilegur gutti keyptur sem núna á að bera uppi sóknarleikinn….ALEINN ??
Ég tek 100 % undir orð sparkspekings hjá sænska sjónvarpinu sem sagði þetta eftir leikin á móti Bournemouth, „LVG á að sjá sóma sinn í að taka pennann sinn og möppuna sína og koma sér sem lengst í burtu frá OT og það sem allra fyrst ! “
Áfram Manchester United alltaf !
Arnar says
Það er hægt að fyrirgefa drepleiðinlegan fótbolta ef að hann skilar úrslitum en það er bara nákvæmlega ekkert að gerast hjá United. Van Gaal harkaði 4 sætið í fyrra (m.a. vegna þess að Liverpool gerði hver mistökin á fætur annarri) og hefur núna fengið næstum 1,5 tímabil til þess að móta liðið að sínum stíl. Hlutirnir fara bara versnandi, hann datt öruggt úr lakasta riðlinum í CL og hefur haldist í ,,toppbaráttu“ í deildinni einungis vegna þess hvernig deildin hefur spilast. Það virðist allt stefna í það að Van Gaal fái Chelsea leikinn á morgun og er það að mínu mati gjörsamlega óskiljanlegt. Er Ed Woodward fastur í jólaboði einhver staðar?
Helgi says
Flott umræða hérna. Sumir vilja breytingar og það strax, á meðan aðrir vilja bíða og sjá.
Ég er hins vegar ekki einn af þeim sem trúir á skammtímalausnir; Reka LVG og fá Mourinho inn, mann sem spilar oftar en ekki leiðinlegan fótbolta með það eina að leiðarljósi að ná árangri. Gleymum því ekki að hann hefur aldrei verið lengur en 2-3 ár hjá sama klúbbnum, og ekki virðist vera neinn grunnur eftir handa eftirmanni sínum. Hægt er að líta á ráðningu Mourinho á marga vegu, hefur jú sína kosti og galla, en með varnasinnaða fótboltanum hans Mourinho þá getum við vart lengur kallað heimavöllinn okkar „Leikhús draumanna.“
Langtímalausn er eitthvað sem þessi klúbbur ætti að leitast eftir. LVG átti jú að vera með 3ja ára plan sem skilaði titli á síðasta tímabilinu. Nú er eitt og hálft tímabil liðið inn í það plan, og ekki virðist sjón að sjá liðið. Það er eitt að vera með gott spil á vellinum og léleg gæði, en annað að vera með góð gæði á vellinum og lélegt spil. Það síðarnefnda virðist vera það sem um er að ræða og skiljanlega er þá efast um stjórann.
Að mínu mati hefur hins vegar alltof mikið verið um breytingar hjá LVG. Meistaraliðin sem vinna titlana og spila hvað besta fótboltann eru oftar en ekki lið skipað leikmönnum sem spilað hafa lengi saman. Alltof miklar breytingar á leikmannahópnum á skömmum tíma hafa orðið á tíma LVG. En fyrst að það þurfti að taka svo rækilega til í hópnum og búa til eitt dýrasta lið sögunnar þá má ekki gleyma að það þarf tíma til að fá menn til að smella saman. Þrátt fyrir að þetta eru atvinnumenn í fótbolta og partur af vinnunni þeirra er að vinna með nýjum kollegum þá þarf alltaf ákveðna þolinmæði til að fá það besta út úr þeim svo að liðið vinni sem best saman. Því þetta er jú, liðsíþrótt.
Þess vegna hef ég trú á þeirri langtímalausn að gefa LVG þann uppsetta tíma sem honum var gefinn í byrjun. Þegar þetta 3ja ára plan er lokið þá geta menn loksins komið sér saman við borðið og farið yfir niðurstöðunar. Bíðum og sjáum. Gleymum ekki tímabilinum 2003-2006 þar sem árangurinn á vellinum var ekkert til að hrópa húrra fyrir en ákveðin uppbygging átti eftir að skila sér gulltímabilunum 2007-2013.
Hættum að neyðast til að grípa til örvæntingafullra skammtímalausna. Gefum mönnum þann tíma sem þeim var lofað í byrjun. Þetta mun vera bylgjukennt en ég trúi að bjartari tímar eru rétt handan við hornið.
Áfram Manchester United.