Leikmenn og þjálfari United fá ekki langan tíma til að sleikja sárin og reyna að stoppa í götin eftir tapið sæma í gær. Englandsmeistarar Chelsea koma í heimsókn á Old Trafford á morgun og hugsa sér gott til góðarinnar að bæta við í verstu tapgöngu United í áratugi.
En það er ekki liðið í efsta sæti sem er að koma á morgun, það er liðið í 15. sæti. Eftir góðan sigur gegn Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Mourinho tók Guus Hiddink við og fór með Chelsea til Watford í gær og þurfti að hafa mikið fyrir 2-2 jafntefli þó að Oscar hefði svo sóað víti að hætti John Terry sem hefði tryggt þeim sigur.
Chelsea er því ekki í mikið betri stöðu en United, en ólíkt United eru þeir þó að skora mörkin.
Diego Costa verður fjarverandi á morgun vegna fimmta gula spjaldsins vetrarins, sem hann fékk í gær. Eden Hazard kom hins vegar inn á og er líklegt að hann sé klár. Eini maður Chelsea sem er þá á meiðslalistanum er Radamel Falcao. Líklegt Chelsea lið er þá
Það er eiginlega að bera í bakkafullan lækinn að fjalla eitthvað meira um frammistöðu okkar manna undanfarið, ég smelli mér því beint í liðið sem ég býst við að sjá á morgun.
Rooney var frískari þegar hann kom inná en hann hefur verið í margar vikur ef ekki mánuði, og Schweinsteiger kemur til baka úr banni. Ef Schneiderlin kemur ekki inn í liðið þá hlýtur eitthvað mikið að vera að í leik hans á æfingum. Matteo Darmian er að öllum líkindum tilbúinn eftir meiðsli, en óvíst hvort honum verður treyst fyrir byrjunarliðssæti í fyrsta leik
Síðan hafa menn verið að gera því skóna að Jesse Lingard sé líka tilbúinn að snúa tilbaka en hann fer ekki lengra en á bekkinn.
En það er þegar þetta er skrifað, um 24 tímum fyrir leik, enn allsendis óvíst hvort Louis van Gaal stjórni liðinu á morgun. Fréttir í morgun hermdu að hann hefði ekki sést koma á Carrington og að Giggs hefði stjórnað æfingunni.Nú síðdegis bárust þó fréttir að hann væri kominn á Lowry hótelið með leikmönnum eins og venja er daginn fyrir leik
Forget the rumours. Van Gaal will be managing United tomorrow. He's at The Lowry. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) December 27, 2015
Allt annað en sigur á morgun hlýtur samt að þýða endalok hans sem stjóra Manchester United og jafnvel sigur gæti ekki verið nóg. Þessi leikur fer því fram í andrúmslofti mikillar óvissu, eitthvað sem enginn vildi sjá þegar Chelsea er á leiðinni.
Leikurinn er á morgun, mánudag, kl 17:30
Karl Garðars says
Jæja, núna kemur í ljós hvort leikmennirnir trúi á LVG og verkefnið eða ekki.
Þó allt væri með feldu hjá okkar mönnum yrði ég fyrir leik alveg sáttur með stórmeistara jafnteflið.
Eeeen…. Ég sé tvennt í stöðunni:
1. Leikmenn mæta algjörlega andlausir og skít tapa þessum leik sem verður til þess að LVG segir af sér í samráði við stjórnina.
2. Leikmenn mæta dýrvitlausir í þennan leik og gefa sitt allra besta sem sýnir að mér finnst traust þeirra á stjóranum. Hvort það dugi okkar meiðslahrjáða liði, á móti ómeiddu feikna fínu Chelsea liði sem er komið alveg út í horn frammistöðulega séð, veit ég ekki.
Þetta verður skemmtilegur leikur svo mikið er víst! :)
gudmundurhelgi says
Ég spái öruggum sigri.
Lurgurinn says
Ég ætla rétt ađ vona ađ strákarnir mæti brjálađir til leiks og trođi sokk uppì mig. Þó ég sé búinn ađ gefa þađ út ađ ég vilji sjá breytingar þá leggst ég aldrei svo lágt ađ óska liđinu mínu tapi.
Ætla ekkert ađ jinxa þetta međ neinni „sigur spá“ en ætla ađ spá samt skemmtilegum leik.
GG MAN UTD!!
Hilmar says
Þess ber að geta að Fabregas ferðaðist ekki með liðinu til Manchester.
Spurningin er bara hvort það er gott eða slæmt.
Núna förum við í gang, 3-1 rooney*2 og Smalling
Síðan væri gaman ef þið ritstjórarnir mynduð henda í lista yfir líkleg janúarkaup, ja eða ræða það í áramótapodcasti :)
Bjarni Ellertsson says
Ef leikurinn á móti Stoke var erfiður líkamlega, það sást langar leiðir, þá verður leikurinn í dag jafn erfiður ef ekki erfiðari, verðum undir í líkamlegum styrk og þá er það sem er eftir, andlegi þátturinn. Því miður hefur sá þáttur ekki verið til staðar í vetur eða síðustu mánuði hjá hvorugu liðinu og spái því stórmeistara jafntefli. Vonast eftir sigri að sjálfsögðu en sé það ekki í kortunum. En það styttist alltaf í sigurleik með hverjum leiknum, getum huggað okkur við það.
Runar says
Ég ætla mér bara ekki að horfa á þennan blessaða leik og fara bara þess í stað á völlinn og horfa á Arsenal taka á móti Bournemouth, fæ allavega að sjá nokkur mörk skoruð ;)