Þessi nýliðni desember mánuður var sá versti í sögu Manchester United frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. En nú er komið nýtt ár og nýju ári fylgja ný tækifæri. Sem betur fer meiðslalistinn búinn að styttast töluvert. Nú eru fjórir leikmenn á honum en það eru þeir Marcus Rojo, Jesse Lingard, Luke Shaw og Antonio Valencia og þar af bara Valencia og Shaw sem eiga við langtímameiðsli að stríða.
United hefur núna fengið nokkra daga til að hlaða batteríin eftir svekkjandi markalaust jafntefli gegn Chelsea á öðrum degi jóla. Það var greinilegt að leikmenn voru orðnir ansi orkulitlir um miðjan seinni hálfleikinn og hvíldin því dýrmæt.
Swansea eru búnir að eiga ansi dapurt tímabil sjálfir en Garry Monk sem var orðinn hálfgerð vonarstjarna enskra þjálfara var látinn taka pokann sinn og á reyndar ennþá eftir að ráða eftirmann. Franck Tabanou verður ekki með vegna meiðsla og tvísýnt með þá Wayne Routledge og Federico Fernández.
Ég er 200% viss um að Van Gaal muni halda áfram með 4-2-3-1 í þessum leik enda maðurinn ekki alveg sá sveigjanlegasti í boltanum. Hugsa að liðið gæti litið nokkurn veginn svona út:
Ingi Utd says
4-0, Rooney 2 í fyrri hálfleik og Marcial 2 í seinni.
Karl Garðars says
En Gylfi??