Á morgun, klukkan 17:30 kemur Sheffield United í heimsókn á Old Trafford.
Mótherjinn
Sheffield United situr í 8. sæti af 24 liðum í League 1 með 36 stig. League 1 er þriðja efsta deild Englands. Þeir töpuðu síðasta deildarleik sínum, 3-2 á heimavelli gegn Peterborough United. Á leið sinni til Old Trafford hefur hefur Sheffield United unnið Worchester og Oldham Athletic.
Það eru ekki margir leikmenn í Sheffield United sem hinir hefðbundnu áhorfendur enska boltans þekkja en fyrrum Derby mennirnir James McEveley og Conor Sammon spiluðu einu sinni ef ekki tvisvar gegn United á sínum tíma. Svo eru leikmenn á borð við Billy Sharp, David Edgar, Chris Basham og Jose Baxter sem menn gætu kannast við. Annars er þetta lið mest byggt á klassískum breskum kjarna sem einkennir flest neðri deildar lið Englands.
Líklegast er að þeir spili 4-4-2 en gæti þó verið sökum þess að þeir eru að spila við efri deildar lið að þeir færi sig yfir í 4-5-1 leikkerfi. Við verðum að bíða og sjá. Það er þó nokkuð ljóst að það mun heyrast í stuðningsmönnum gestanna en það munu 8543 manns fylgja liðinu á Old Trafford.
Fyrri viðureignir
Það þarf að fara allt aftur til 2006/2007 tímabilsins til að finna síðustu viðureignir þessara liða en þar vann Manchester United báða leikina, 2-0 og 2-1. Ótrúlegt en satt þá eru Wayne Rooney og Michael Carrick báðir ennþá í leikmannahóp heimamanna og Ryan Giggs auðvitað aðstoðar þjálfari. Í liði Sheffield var hinn kostulegi Paddy Kenny í markinu, varnartröllið Phil Jagielka í hafsentnum og svo fyrrum Manchester drengirnir Keith Gillespie og Danny Webber. Danny Webber er einmitt aðalmaðurinn í Salford City, sem þeir ’92 kynslóðar drengir, Gary Neville, Ryan Giggs, Nicky Butt og Phil Neville, eiga og reka.
Okkar Menn
Eftir hörmulegt gengi í Deildarbikarnum og FA bikarnum í fyrra þá hlýtur Louis Van Gaal vilja sjá árangur. Það kæmi því ekki á óvart að hann myndi stilla upp sterku liði gegn Sheffield. Eflaust fá einhverjir leikmenn hvíld en leikmannahópurinn er hreinlega ekki nægilega stór til að hægt sé að hvíla 8-9 leikmenn með góðu móti.
Adnan Januzaj sem snéri heim eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Dortmund í Þýskalandi byrjar ekki leikinn skv. Van Gaal, en hann hefur gefið út að hann byrji U21 leikinn gegn Reading á mánudaginn. Hann verður því í besta falli á bekknum á laugardaginn. Will Keane sem kom úr láni frá Preston North End gæti hins vegar byrjað leikinn sem fremsti maður sökum þess hversu þunn framlínan er.
Samkvæmt fréttamannafundi Van Gaal þá er Jesse Lingard klár en Phil Jones mun ekki ná leiknum, að sama skapi virðist sem Nick Powell sé meiddur ásamt langtíma pésunum Marcos Rojo, Antonio Valencia og Luke Shaw.
Ef ég ætti að skjóta á byrjunarlið þá myndi ég giska á að það væri eitthvað á þessa leið, ef til vill full bjartsýnt enda mikið af óreyndum leikmönnum en samt, þetta er mín ágiskun;
Bjarni Ellertsson says
Þetta verður pottþétt fróðlegur leikur og mikið drama í gangi. En við munum landa öruggum sigri í lokin. Ef þetta verður liðið þá skal ég hundur heita :)
Keane says
Ekki Fellaini takk..alla aðra en hann. Það er einfaldlega hundleiðinlegt að horfa á hann.