Lesefni
Aðalfrétt vikunnar er að Jose Mourinho hefur skrifað sex blaðsíðna bréf til stjórnar United þar sem hann lýsir því hann myndi gera sem stjóri United
Skyldulesning vikunnar. Rob Smyth les stuðningsmönnum nútímans pistilinn. Ansi margt til í þessu
Andy Mitten segir að leikmenn United hafi krafist þess að LvG gerði ýmsar breytingar, sem hann og gerði.
United mun endurheimta sæti sitt sem ríkasta félagslið heims á næsta ári.
Alistair Campbell, einn nánasti samstarfsmaður Tony Blair, ber saman breska Verkamannaflokkinn og Manchester United og sér líkindi í því hvernig báðum mistókst að skipta um leiðtoga á farsælan hátt.
Telegraph heldur því fram að David de Gea ætli sér að vera lengi lengi hjá United.
Og ESPN segir að De Gea sé til í að vera áfram hjá United svo lengi sem hann tryggi sér markmannstöðuna hjá spænska landsliðinu.
Stuðningsmenn United eru afar pirraðir yfir því að leikurinn gegn Derby í FA-bikarnum muni fara fram á föstudagskvöldi.
Æðstu menn hjá United styðja Louis van Gaal að mati Bryan Robson.
Wayne Rooney hefur sannað að undanförnu að hann er enn beittasta vopn Manchester United og enska landsliðsins.
Mirror segir að Van Gaal fái ekki að kaupa í janúar vegna óvissu um hvort hann haldi áfram með liðið.
Scott hjá Republik of Mancunia segir að það sé ekki innistæða fyrir ummælum Louis van Gaal um að United sé komið aftur í titilbaráttuna
Hollenskur fitness-þjálfari hraunar yfir United og segir að þjálfarar liðsins hafi farið illa með Memphis. Engin verðlaun fyrir að giska hvaða Hollendingur þetta er.
Andy Mitten veltir vöngum yfir því hver verði við stjórnvölinn á næsta tímabili.
Anthony Martial gæti þegar allt er talið saman kostað United 61.5 milljón punda en kaupsamningnum á milli Monaco og United hefur verið lekið.
Cavani til United? Heimildarmenn ESPN segja góða möguleika á því.
Nemanja Vidic er hættur hjá Inter og er að leita sér að nýjum klúbbi.
Eru breytingar í vændum hjá U18?
Paul McGuinnes þjálfari u-18 liðsins segir að spennandi hlutir séu að gerast hjá akademíunni þrátt fyrir að u-18 liðið hafi tapað 10 leikjum í röð.
En blaðamaður Mirror er ekki alveg sammála og segir að akademía United sé í molum og það sé Glazerunum að kenna.
Mirror greinir frá því að ef Van Gaal yrði látinn taka pokann og Giggs tæki við, þá myndi Ferguson gjarnan vilja hjálpa.
Chris Smalling segir að hinn 18 ára gamli Cameron Borthwick Jackson eigi framtíðina fyrir sér hjá United
Myndband vikunnar
Lag vikunnar
Puschifer – „The Remedy“
Skildu eftir svar