Fyrri hálfleikur
Það var góð stemmning á Pride Park í kvöld og stuðningsfólk beggja liða var í góðu stuði. United byrjaði hálfleikinn töluvert betur en heimamenn en greinilegt var að Derby ætlaði að sitja til baka í leiknum og leyfa United að stjórna leiknum. Gestirnir frá Manchester voru frekar sprækir og langbesta liðið á vellinum fyrstu 35 mínútur leiksins og áttu nokkrar skemmtilega sóknir.
Wayne Rooney skoraði glæsilegt mark þegar hann setti boltann óverjandi ofarlega í fjærhornið. Staðan orðin 0:1. Eftir markið bjóst fólk við að United ætlaði sér að klára leikinn með öðru marki og koma sér í þægilega stöðu.
Heimaliðið var ekki á því og skoraði í sinni fyrstu alvöru sókn í rauninni en djúpi miðjumaðurinn George Thorne átti gott hlaup inn í teig og setti boltann snyrtilega framhjá David de Gea eftir sendingu frá samherja. Staðan var orðin jöfn 1:1.
Það verður að segjast að maður varð varla pirraður né hissa því þetta var eitthvað svo týpískt. Eftir markið fengu Derby meira sjálfstraust og voru betra liðið það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan þegar flautað var til leikhlés var 1:1.
Seinni hálfleikur
Það hefði alls ekki komið á óvart ef þessi leikur hefði endað 1:1 eða jafnvel 2:1. En United ætlaði sér ekki að detta út eða þurfa að spila aftur við Derby. Van Gaal gerði engar breytingar í hálfleik. Eini munurinn var að það átti að sækja á Derby liðið.
Fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks voru frekar opnar að mínu mati og Derby ætlaði ekki gefast auðveldlega upp. Um miðjan hálfleikinn átti Daley Blind hlaup upp völlin og hafði ætlað sér léttan þríhyrning við Juan Mata en sá senti boltann út á Jesse Lingard sem renndi boltanum á nærstöng og þar var Blind mættur og renndi boltanum framhjá Scott Carson og kom United í 1:2.
Áfram hélt United að sækja og nokkrum mínútum fyrir leikslok fékk Anthony Martial boltann úti á vinstri kantinum og tók bakvörð heimamanna á og renndi boltanum á Juan Mata sem skoraði af mikilli yfirvegun í fjærhornið og staðan orðin 1:3.
Fleiri urðu mörkin ekki og Manchester United því komið í 5.umferð ensku bikarkeppninnar.
Maður leiksins
Ungir bakverðir liðsins heilluðu mig mjög mikið í kvöld og Wayne Rooney átti góðan leik ásamt Juan Mata. En maður leiksins hlýtur að vera Anthony Martial.
Liðin sem byrjuðu leikinn
Manchester United
Bekkur: Romero, McNair, Carrick (Schneiderlin), Herrera (Mata), Januzaj, Pereira, Memphis
Derby County
Carson, Christie, Keogh, Martin, Shackell, Johnson, Butterfield, Blackman, Ince, Thorne, Warnock
Bekkur: Grant, Bryson, Hendrick, Russell, Baird, Camara, Olsson
Dogsdieinhotcars says
Djöfull er Anthony Martial ógeðslega góður. Og ef hann lagar aðeins fyrsta tötsið, sem kemur pottþétt með árunum, þá verður hann rosalegur! Hann er ástæðan fyrir því að ég nenni að horfa á leikina þessa dagana.
SHS says
Getur einhver sagt mér afhverju í veröldinni þverhausinn gefur aldrei Pereira séns!?
#lvgoutísumar #égersvopepaður
SHS says
#ekkilengurpepaður :(