Mourinho og stjóraleit
Mourinho hefur fulla trú á því að United-starfið verði sitt samkvæmt heimildarmönnum ESPN. Það sama segir Telegraph, Independent og BBC.
Sport Witness segir okkur frá fréttum á Spáni um að Jorge Mendes sé við það að ganga frá því að Mourinho verði næsti stjóri United.
Manchester Evening News segir hinsvegar að ráðning Mourinho sé háð því að United komist ekki í Meistaradeildina á næsta ári.
Manchester United er fyrsti kostur Mourinho samkvæmt Guardian.
United neitar hinsvegar að tjá sig um alla þessa Mourinho-orðróma.
Miguel Delaney segir að United neyðist hreinlega til að ráða Mourinho ætli félagið sér aftur á toppinn.
En hann segir jafnframt að Mauricio Pochettino myndi henta United betur.
Captain Fantastic vill hinsvegar að Giggs taki við.
Blaðamaður Telegraph virðist ekkert vera sérstaklega hrifinn af hugmyndinni um að Mourinho fari til United.
Louis van Gaal er löngu hættur að nenna að svara fyrir það að starf hans sé í hættu og hraunaði yfir blaðamenn.
Hann segir líka að sögusagnir um að United sé að fara að ráða Mourinho séu algjört kjaftæði.
Að velja nýjan knattspyrnustjóra er vandasamasta verk knattspyrnuheimsins. Er Manchester United með eitthvað plan spyr Ben Lyttleton sig.
Leikmenn
David de Gea átti að fá rosalegar upphæðir í laun hefði hann farið til Real Madrid.
Fyrrum United-stjarnan Danny Higginbotham segir það eins og er varðandi unga leikmenn í dag.
Margt bendir til þess að Luke Shaw muni spila á nýjan leik á þessu tímabili.
Enda var hann valinn í hópinn fyrir Evrópudeildina.
Tomas Tuchel, þjálfari Dortmund útskýrir af hverju lánið hjá Januzaj gekk ekki upp.
United
Hlutabréf í United hafa fallið mikið í verði undanfarið
Ed Woodward verður líklega grillaður af fjárfestum síðar í dag.
Það er lítil eftirspurn eftir miðum á Evrópudeildarleiki United.
Stuðningsmenn United voru hreint út sagt stórkostlegir í bikarleiknum gegn Derby fyrir skömmu.
Hitt og þetta
United-legendið Ruud van Nistelrooy ætlar að hjálpa til við að ala upp næstu kynslóð hollenskra knattspyrnumanna hjá PSV og auðvitað okkar mann, Albert Guðmundsson aka Gummi Ben jr.
Hvar voru leikmenn Leicester fyrir 5 árum? Áhugavert að sjá hversu langt flestir leikmenn liðsins hafa komið á stuttum tíma.
Úrvalsdeildin er eitthvað að reyna að re-branda sig
Tíst vikunnar
MANU share price over the last 12 months – it's absolutely fallen off a cliff in the last month or so pic.twitter.com/uudafxm8Ku
— Eugene Wong (@EWHK70) February 8, 2016
Window shut. Watford alone in 2015-16 spent more, net, than Arsenal, Spurs, Villa, Saints, Swans, Norwich COMBINED. pic.twitter.com/6JxwCG46Hm
— sportingintelligence (@sportingintel) February 1, 2016
Myndband vikunnar
Auðunn Atli says
Tek ekki mikið mark á þessu Móra slúðri fyrr en það kemur eitthvað bitastætt um það frá honum sjálfum eða Man.Utd.