Þessi upphitun mun að mestu fara yfir mótherja Manchester United í enska bikarnum. Mjög ítarlegar pælingar um Manchester United og stjóramálin munu fara fram í podkastinu okkar í kvöld.
Shrewsbury Town
Shrewsbury Town er á pappírum fullkomið lið til að mæta í bikarnum. Liðið er í 3.deild (League 1) og er að daðra við fall. Það yrði frekar svekkjandi fyrir liðið þar sem það kom upp í þessa deild síðasta vor. Liðið er með verstu vörnina í deildinni fyrir utan Chesterfield sem er í 20.sæti eða einu sæti fyrir neðan Shrewsbury.
Á leið sinni í 5.umferð FA bikarsins hefur liðið slegið út Gainsborough Trinity, Grimsby Town, Cardiff og Sheffield Wednesday. Liðið hélt reyndar hreinu í öllum leikjunum nema í Sheff. Wed. leiknum en hann endaði 3-2.
Þess má til gamans geta að ástmögur United manna David Moyes lék með Shrewsbury Town á sínum tíma.
Liðið hefur aldrei orðið bikarmeistari og besti árangur liðsins er að hafa komist í 8 liða úrslitin 1979 og 1982.
Manchester United
Liðið þurfti í gær að kalla Dean Henderson tilbaka en hann var á láni hjá Stockport County. Donald Love hægri bakvörður og Joel Castro Pereira eru bikarbundnir en þeir hafa spilað í keppninni á þessu tímabili fyrir önnur lið.
Meiðslalistinn er ansi langur og er liðið í efsta sætinu hjá physioroom.com. Menn eru auðvitað mismikið meiddir en hann á listanum eru De Gea, Borthwick-Jackson, Rooney, Darmian, Fellaini, Januzaj, Varela, Jones, Young, Schweinsteiger, Rojo, Valencia og Shaw.
Ég býst við að LvG muni stilla upp í 3-4-1-2 eða eitthvað þvíumlíkt. Ég er ekki mesti aðdáandi þeirra uppstillingar en miðað við meiðsli og þá leikmenn sem eru til reiðu þá finnst mér hún rökrétt. Reyndar vona ég að þetta verði meira 3-4-3 en ég hef brennt mig á því að vera bjartsýnn og vona of mikið á þessu tímabili. Liðinu ætla ég að spá svona:
Lingard og McNair eru í vængbakvörðum þó að myndin sýni á köntunum.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessi tvö lið mætast í keppnisleik.
Sveinbjörn says
Getum komið okkur í átta liða úrslit með sigri, þar sem við myndum mæta West Ham. Fyrir nokkrum árum hefði ég hugsað „Jájá, þetta verður ísí písí. Erum nánast komnir í undanúrslit“.
Í dag hugsa ég „Djöfull vona ég að þetta C-deildar lið niðurlægi okkur ekki alveg“.
Að vera United maður í dag er eins og að hafa verið Liverpool maður síðustu 15 ár. Alveg vonlaust. Er næstum farinn að virða þá fyrir að hafa þraukað allan þennan tíma.
Ef ég á að spá fyrir um úrslit á morgun segi ég steindautt 0-0 jafntefli, þar sem ekkert gerist allan leikinn nema í lokin þegar Shrewsbury pressar okkur alla inn í vítateig. Þar fyrir utan kæmi mér ekki á óvart ef að tveir, þrír í viðbót myndu meiðast.
Jón Þór Baldvinsson says
Jæja þá, næsti tapleikur að koma. Spennann eykst enda liðið okkar alltaf í vandræðum því lélegri sem andstæðingarnir eru. Virðumst ekkert geta nema á móti toppliðunum en skítum svo uppá bak gegn öllum utandeildarliðum heimsins.
Rooy says
Verið aðdáandi liðsins síðan 1992 en ég var þá 10 ára.
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég vona eftir niðurlægingu frá mótherjanum.
Tilgangurinn helgar meðalið.