Ritstjórn Rauðu djöflanna tók á dögunum upp 20. þáttinn af podkastinu.
Manchester United heimsótti Shrewsbury Town í kvöld. Í húfi var áframhaldandi þáttaka í ensku bikarkeppninni. Heimaliðið hafði án efa fylgst með United gegn Midtjylland í Europa League. Leikplanið var að hlaða mönnum fyrir markið og vona það besta.
United byrjaði leikinn af miklum krafti og það var augljóst að það átti að klára leikinn snemma og taka engan sjens á replay enda hópurinn þunn skipaður þessa dagana.
Memphis kallinn var greinilega með leyfi til að skjóta og reyna að búa eitthvað til. Oftar en ekki enduðu tilraunir hans uppi í stúku. En hann hefði reyndar með smá heppni getað nælt sér í stoðsendingu og mark úr aukaspyrnu ef ekki hefði verið fyrir Martial sem að blokkaði glæsilega.
En fyrsta markið kom frá engum öðrum en Chris Smalling sem hafði hangið frammi eftir hornspyrnu. Smalling fékk sendingu inn fyrir og kláraði eins og varnarmaður.
Juan Mata hefur verið oft gagnrýndur fyrir að nýta ekki færin sín. Hann lét það ekki trufla sig og skoraði laglegt mark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Reyndar var alveg spurning um rangstöðu nokkra United manna sem trufluðu markmann Shrewsbury.
Staðan þegar flautað var til leikhlés var Shrewsbury Town 0:2 Manchester United.
Louis van Gaal gerði eina skiptingu í hálfleik en Joe Riley leysti Cameron Borthwick-Jackson af hólmi en sá síðarnefndi hafði meiðst í fyrri hálfleik.
En svo var það bara business as usual í seinni hálfleik United greinilega að leita að þriðja markinu. Heimamenn fóru aðeins meira að sækja í seinni hálfleiknum og vissu sem var að þeir höfðu engu að tapa en allt að vinna.
Jesse Lingard skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu á 61. mínútu. Ander Herrera átti stoðsendinguna eftir snarpa sókn gestanna sem hófst með löngu kasti frá Romero í markinu.
Van Gaal gerði tvær aðrar skiptingar í hálfleiknum. Andreas Pereira kom inn fyrir Mata og Will Keane fyrir Martial. Kean greyið átti eitt gott færi í stöng en meiddist svo í kjölfarið og þurfti svo að fara af velli aðeins örfáum mínútum eftir að koma inná. United því leikmanni færri sem eftir lifði leiks.
Þrátt fyrir að reyna náði Shrewsbury aldrei að stríða gestunum að neinu ráði því of mikill klassamunur var á liðunum og 0:3 sigur því staðreynd.
Maður leiksins að mínu mati var Jesse Lingard.
Manchester United mun mæta West Ham í næstu umferð.
Atli Þór says
Það er hægt að taka nokkra jákvæða punkta út úr þessum leik þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sterkur að þessu sinni. Shrewsbury er í fallbaráttu í fyrstu deildinni ensku ( C-deild ), en lið úr neðri deildum hafa oft verið erfið fyrir úrvalsdeildarlið í ensku bikarkeppninni. Jafnvel utandeildarlið hafa verið að gera toppliðum erfitt fyrir.
Shrewsbury fékk aldrei snefil af möguleika í þessum leik. Á tímapunkti í leiknum var Manchester United komið með 23 markskot gegn engu. Sú tölfræði endaði 26-3.
Liðið virðist fá að ógna meira með skottilraunum fyrir utan en áður undir stjórn van Gaal. Og þó að Memphis hafi skotið nokkrum sinnum upp í stúku er jákvætt að menn séu að bjóða upp á fleiri markskot.
Vonandi fáum við 20 markskot á fimmtudaginn gegn Mydtjylland. Okkar menn eiga að geta gengið yfir það lið og klárað með stæl.
Ég er ekki hrifinn af leikstíl liðsins undir stjórn Van Gaal. Ég vonast þó alltaf eftir sigri í hverjum leik og skil ekki hugsunarháttinn að liðið megi tapa nokkrum leikjum til þess að losna við kallinn úr brúnni. Frekar vil ég sjá allt hrökkva í gang til vors, jafnvel þó það þýði eitt ár í viðbót með Gaalinn stjóra.
Vona svo innilega að Mourinho sé ekki að taka við liðinu. Hann kemur engum uppöldum mönnum í sín lið, byggir ekki upp lið, fær yfirleitt að kaupa mikið af leikmönnum, nær reyndar fyrstu 1-2 árin einhverjum titlum en hrökklast svo í burtu. Þjálfaraferillinn hans frá aldamótum er svona:
2000 Benfica
2001–2002 União de Leiria
2002–2004 Porto
2004–2007 Chelsea
2008–2010 Inter Milan
2010–2013 Real Madrid
2013–2015 Chelsea
Flott lið en hann stoppar ekkert lengi á hverjum stað. Ég vil stjóra sem getur verið lengi, lengi.
Hann er erfiður í samskiptum, hrokafullur og dónalegur. Framkoma hans í einstökum tilvikum eins og þegar hann potaði í augað á Tito Vilanova hjá Barca og farsinn með Evu lækni hjá Chelsea eiga ekki heima í þessari skemmtilegu íþrótt.
https://www.youtube.com/watch?v=rJS_RceEgk8
Þá vil ég frekar gefa Giggs sénsins í 3-4 ár og þola þess vegna nokkur tiltlalaus ár í tilraun til þess að búa til framtíðarstjóra sem gæt jafnvel verið við stjórnvölinn næstu 25 árin.
Það er að minnsta kosti gaman að láta sig dreyma um að slík tilraun gæti gengið upp.
Auðunn Atli says
Ég held því miður að það sé engin innistæða fyrir þolinmæði lengur hjá eigendum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum lengur og því ekki í boði að gefa Giggs né öðrum einhver 3-4 ár til að byggja upp sem er svo ekkert víst að það gangi eftir.. Fótboltinn er allt öðruvísi í dag en hann var þegar Ferguson kom til United og liðið á allt öðrum stað í heiminum en það var þá. Þá hafði liðið engu að tapa en í dag er staðan allt allt önnur. Það þarf stjóra sem nær árangri STRAX!! hvort sem hann stoppar í 2 eða 3 ár. það var smá svigrúm til uppbyggingar eftir að Ferguson hætti en nú er sá tími liðinn og hann hefur verið hrikalega ílla nýttur hingað til. Ég sagði það þá að það hefði þurft einhvern svakalegan karakter eins og Móra til að taka við liðinu af Ferguson og halda liðinu á flugi í 2-3 ár. Síðan hefði mátt fara í ákveðna endurnýjun og þá t.d með Giggs sem stjóra, en eins og staðan er í dag þá er ekki tími til þess fyrr en eftir 3-4 ár ef United ætlar ekki að lenda í sömu sporum og Liverpool.