Liðið sem United stillti upp í þessum leik var algerlega til komið vegna meiðsla, nær allir leikmenn sem voru heilir spiluðu. Til að auka enn á meiðslavandræðin meiddist Anthony Martial aftan í læri í upphituninni og á síðustu stundu varð ljóst að Marcus Rashford myndi leika eftir það sem einungis James Wilson hafði gert áður og spilað með öllum aldurshópum á einni leiktíð, U-18, U-19, U-21 og aðalliðunu.
Varamenn voru: Joel Pereira, Rojo, Poole, McNair, Love og Andreas Pereira
United byrjuðu af miklum krafti og Memphis var aðalmaðurinn strax frá fyrstu mínútu, liðið pressaði vel og ógnaði, Opin færi létu aðeins á sér standa en á 16. mínútu átti Rashford þrælflott skot utan teigs sem varið var í horn. United voru mun sterkari, ágæt hreyfing á liðinu og Riley og Varela frískir og Memphis grimmur.
En í fyrstu sókn Dananna á 27. mínútu fékk Sisto boltann við teiginn, fór auðveldlega framhjá Blind og síðan Carrick og smellti boltanum fram hjá Romero, blaut tuska í andlitið, 1-0 fyrir Danina og United þurfti þrjú mörk til að komast áfram
En United beið ekki lengi með að jafna, Memphis kom enn eitt skiptið upp að endamörkum, gaf lágan bolta og Nikolay Bodurov skaut beint upp í þaknetið. Alltaf gaman að sjá O.G. skora. Áfram héldu sóknir United, besta færið var frábær skalli Rashford í stöng og tveim mínútum fyrir hlé fékk United svo víti, Rømer sparkaði niður Herrera rétt inni í teig, en markvörðurinn varði afspyrnuslaka spyrnu Mata.
Onuacho kom inn á í hálfleik fyrir Urena sem hafði lagt boltann á Sisto í markinu en lítið gert annað. Strax á annarri mínútu hálfleiksins fékk Schneiderlin upplagt færi en úr varð fyrirgjöf, hann hitti hreinlega ekki markið. Tveim mínútum eftir það var það Herrera sem var í dauðafæri, en skallaði framhjá.
Ekki gátu þeir haldið þessu lengi og næstu tíu mínúturnar dofnaði verulega yfir leik liðsins. Síðan hresstist liðið aftur og í góðri sókn kom langur bolti yfir teiginn, boltinn var næstum farinn útaf en Mata náði á síðustu stundu að komast í hann og gefa út í teiginn þar sem Marcus Rashford stakk sér fram og skoraði af öryggi. Mark sem United átti fullkomlega skilið.
Jesse Lingard fékk gult fyrir leikaraskap þegar einn Dananna var næstum búinn að sparka hann niður. Líklega smá snerting en Lingard lét sig detta og verður fyrir vikið í banni í næsta leik
En áfram héldu sóknirnar og danska vörnin var alls ekki vel á verði á 75. mínútu, sóknin kom upp hægra megin og Rashford var skilinn óvaldaður á vítateig, fékk sendinguna og skoraði auðveldlega. Vel gert hjá þessum Manchester fædda pilti
Rojo kom inná fyrir RIley sem hafði átt prýðisleik, gott að sjá Rojo aftur eftir axlarmeiðslin. Áfram hélt United sóknum sínum, oft hætta en ekki færi og síðan fór Jesse Lingard útaf fyrir Andreas Pereira.
Á 88. mínútu tók Memphis enn eina fyrirgjöfina og núna var Hansen með höndina fyrir, víti. Ander Herrera skoraði af gríðarlegu öryggi og tryggði United áfram.
Rømer hafði verið slakur og endaði leikinn á að toga í Pereira undir lokin og fékk sitt annað gula spjald. Þá losnaði meira um Memphis og hann kórónaði frábæra frammistöðu sína í leiknum með skoti utan teigs, óverjandi í hornið, 5-1
.
Regan Poole kom svo inná fyrir Ander Herrera, fyrsti leikur þessa 17 ára Velsverja sem kom frá Newport County í haust en fékk ekki leikheimild fyrr en 1. febrúar.
Annað gerðist ekki og United tryggði sætið í 16liða úrslitunum með fínni frammistöðu gegn afspyrnuslöku liði Midtjylland.
Framundan er öllu þyngri prófraun, Arsenal kemur á Old Trafford á sunnudaginn og þó Marcus Rashford hafi staðið sig vel í kvöld verðum við að vona að Martial hafi náð sér, enda er nú sagt að hann hafi ekki tognað en aðeins fundið fyrir stífleika í lærinu.
Bjarni Ellertsson says
Ok, þú ert ekki að grínast, gastu ekki valið betra lið :) Þetta sýnir bara svart á hvítu hvernig staðan er á liðinu í dag, vonum að enginn meiðist og við komumst áfram annars lítur þetta engan veginn fallega út.
Bjarni Ellertsson says
Martial ekki með, ef það væri húmor í LVG þá ætti hann að setja Bobby Charlton á leikskýrslu :) til að sýna hversu fáránleg meiðslasaga hrjáir liðið.
Karl Garðars says
Rashford byrjar! :) Hann setur eitt (staðfest)
Mr.T says
Er Depay vaknaður? Já
Karl Garðars says
Vonandi. Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu.
Rooy says
Vonandi leggur Van Gaal meiri áherslu á það að komast bak við bakverði baunaliðsins. Fjandinn virðist í hvert skipti laus þegar Depay hefur grínað hægri bakvörðinn smá til. Lindgaard mætti svo gera slíkt hið sama og þá er ég viss um að mörkin detta. Þessir háu boltar virðast ekki skila neinu í hjarta varnar Midtjylland því miður ..
Sveinbjörn says
Sammála Roy. Það væri einnig fínt að ógna þeim meira með fleiri skotum utan teigs, og reyna við seinni boltann.
En já. Allt annað en háa bolta takk
Ingvar says
Við værum örugglega líka í 5 sæti í dönsku deildinni.
Karl Garðars says
Jæja Gaal. Pereira inn fyrir Mata, Linard eða Herrera. Þú mátt sjálfur velja hvern.
Helgi P says
þetta er bara orðið miðlungs lið sem við erum með það er leiðinnlegt að segja það en við erumbara ekki betri en þetta
Karl Garðars says
Svellkaldur!! :)
Rooy says
Ef Depay gæti bara haldið þessu formi – Oh.. my.. god!
Rooy says
Kjúklingarnir að klára þetta og draga vagninn! Rushford, Poole og Varela allir verið frábærir í kvöld! Sérstaklega Varela! Djöfull lýst mér vel á hann eftir þessa leiki sem hann hefur fengið ..
Mr.T says
Það verður lyfjapróf hjá Depay á eftir. Það er á hreinu
Rooy says
Riley átti þetta auðvitað vera, ekki Poole .. :) Who cares ..
Bjarni Ellertsson says
Þetta var flottur leikur, margir hrikalega góðir, Memphis kraftmikill og ákveðinn, verður erfitt fyrir meiðslapésana að komast inn í liðið. :) Nei annars glæsilegur leikur en þá er það Arsenal næst.
GGMU
Jón Þór Baldvinsson says
Framtíðin er björt með svona mikið af ungum strákum að brillera. Og meira segja Memphis var flottur í kvöld. En hetja dagsins á alla vegu var Rashford. Fyrsti leikur þessa stráks fyrir liðið og þvílík frammistaða. Og alltaf hljóp hann beint til aðdáendanna og fagnaði í staðin fyrir að reyna eitthvað rugl. Djöfull er ég kátur og hress eftir þennann leik. Til fjandans með Mourhino og aðra plebba sem kaupa endalaust inn af stjörnum en gefa aldrei strákunum séns. Þetta vill ég sjá, það var þetta sem gerði Ferguson af þeirri goðsögn sem hann er og það sem skilur United frá Shittý og Chel$ki.
Karl Garðars says
Þetta var fínn sigur á arfalélegum baunum en prófið er á sunnudaginn.
Mér fannst nánast allir standa sig mjög vel en ég er að verða búinn að tapa trúnni á Carrick karlinum og ég vil hreinlega ekki sjá Blind í þessu liði. Mér finnst Blind ekki færa okkur nokkurn skapaðan hlut og ég var drullu smeykur um að hann myndi gefa MJ aukaspyrnu á afleitum stað og kosta okkur leikinn. Það er í.þ.m. mjög gott að sjá Rojo aftur.
Emil says
Jæja loksins small þetta
Eftir epíska ManUtd 2015/16-lega byrjun þar sem við ownuðum leikinn en fengum svo mark í andlitið hrukkum við í gang og hentum 5 slíkum í netið. Eftirfarandi punktar er samantekt af upplifun minni af leiknum og ég ætla að biðja ykkur um að gleyma því að við vorum að spila við danskt lið sem hefur ekki spilað mótsleik í 2 mánuði, bara svona for the fuck of it:
Jákvætt:
– Frammistaða einstaka leikmanna: Rashford og Depay voru GEGGJAÐIR. Ég viðurkenni fúslega að ég var búinn að gefa þetta upp á bátinn þegar ég sá Rashford inni í stað Martial og næstum búinn að slökkva bara fyrir leik. Hann kom heldur betur á óvart og sýndi að hann er drööllufljótur, með touch og staðsetningar sem maður sér ekki endilega oft hjá 18 ára leikmönnum. Mikið vona ég að hann fái tækifæri gegn Arsenal ef menn koma ekki úr meiðslum.
Depay var frábær. Loksins!. Hann skeindi vinstri bakverðinum upp og niður og svo beint útaf. Gladdist ómælanlega þegar hann náði loksins að skora í lokin. Vonandi heldur hann þessu formi og reynir ekki of mikið (eins og hann var byrjaður að gera í lokin á leiknum með cocky vippum á miðjum vellinum).
Schneiderlin var mjög góður líka. Einstaka kæruleysismóment en hann var í miklu betra formi en danirnir. Aðrir stóðu sig vel fyrir utan markið kannski – vörnin seldi sig á götuhorni þar.
Neikvætt:
– Meiðsli. Eru núna orðin 15 stk. aðalliðsmenn eftir að Martial tognaði vægt aftan í læri (skv. MUTV). Það er erfitt að sjá hann koma til baka fyrir Arsenal leikinn með hamstring meiðsli og það er algjörlega glatað. Rojo kom þó til baka og helst vonandi heill núna.
– (Semi neikvætt). Útspörk hjá Romero. Ég man þegar hann spilaði í markinu hjá Argentínu á HM 2010 sennilega þegar hann var með sítt hár og kynþokkafyllstu útspörk mótsins. Núna herpist á manni hringvöðvinn úr stressi þegar hann fær boltann til sín því hann virðist alltaf slæs’ann eitthvað. Kannski bara skrítnar pælingar hjá mér.
Ég viðurkenni að í hálfleik dreymdi mig um að Louis hefði verið rekinn og að Sir Alex myndi rölta með liðinu út í seinni hálfleik. Þrátt fyrir 5-1 sigur vil ég manninn burt ASAP.
Rúnar Þór says
Persónulega vil ég ekki sjá Martial spila á sunnudaginn. Ég skal útskýra af hverju. Martial er teygður/tæpur aftan í læri sem þýðir ekki alvarleg meiðsli og ekki lengi frá. Hins vegar ef hann spilar á móti Arsenal of snemma þá getur hann tognað/rifið vöðvann og verið frá 4-6 vikur.
Vil frekar missa hann úr 1 leik gegn Arsenal frekar en að eiga hættu á að missa hann í nokkrar vikur, sér í lagi út af öllum meiðslunum sem herja nú þegar á okkar lið
Halldór Marteinsson says
Virkilega gaman að sjá svona skemmtilegan leik frá United. Og í fyrsta skipti í langan tíma hafði maður fulla trú á að liðið myndi koma til baka og skora eftir að það lenti undir (var samt nett stress í manni frameftir leik að Danirnir gætu allteins bætt við marki).
Þvílíkt glæsileg byrjun hjá Rashford. Hann er núna búinn að skora fyrir U18, U19, U21 og aðallið United á þessu tímabili. Það er geggjað. Hann kom mér á óvart, er stærri og sterkari leikmaður en ég bjóst við. Og með fínar staðsetningar, var virkilega gaman að sjá loksins einhvern mættan á þessa blessuðu fjærstöng þegar hann skoraði seinna markið sitt, það hefur oft vantað mann þar í vetur.
Rashford má alveg endilega fá fleiri sénsa í vetur, jafnvel þótt meiðslastaðan fari að lagast.
Runólfur Trausti says
Frábært að vinna leiki, sérstaklega leiki sem skipta máli! Og það með jafn miklum látum og raun bar vitni, 5-1, klikkað á víti, skot í stöng og 1-2 dauðafæri fóru í súginn. Hefði geta endað 8-1 þess vegna.
Það má þó ekki gleyma því að mótherjinn í kvöld var arfaslakur enda danska deildin búin að vera í vetrarfríi í langan tíma og þó nokkuð um meiðsli hjá liðinu frá Mið-Jótlandi. Og liðið þeirra hreinlega ekki það gott. United liðið augljóslega 100x beittara en í Danmörku og ekki sama þreyta / andleysi yfir mönnum og þá.
Það jákvæðasta við kvöldið er þó eflaust Marcus Rashford. Þetta er líklega það eina sem gefur tímabilinu hjá United einhvern lit, það er að sjá menn eins og Cameron Borthwick-Jackson, Marcus Rashford og fleiri koma inn með jafn miklum látum og raun ber vitni.
Samt sem áður þá vill ég kalla James Wilson til baka og spila honum gegn Arsenal. Það þarf að létta álaginu á Martial ef hann á að lifa tímabilið + EM með Frakklandi af. Ofan á það að maðurinn er með tvo ungabörn heima hjá sér. Ef ekki þá er ég hræddur um að næsta tímabil verð eitthvað í líkingu við Hazard í ár.
Hvað varðar hina kjúklingana þá er mjög fyndið að sjá Joe Riley byrja í vinstri bakverði þar sem drengurinn var víst kantmaðru bara í fyrra (og er réttfættur í þokkabót). Svipað og Paddy McNair var sóknarsinnaður miðjumaður nokkrum mánuðum áður en hann var mættur í hafsentinn gegn Everton í fyrra.
Annars var Regan Poole yngsti leikmaðurinn til að spila í dag, fæddur 1998 takk fyrir (Rashford 1997 og Riley 1996) – það eru nú þegar farnar af stað umræður um hvernig í ósköpunum Cardiff City lét hann fara.
Allavega, frábær leikur, alltaf gaman að sjá uppalda leikmenn spila og standa sig vel. Jesse Lingard er engin undantekning þar. Vonandi sjáum við þó nokkra uppalda gefa blóð, svita og tár gegn Arsenal – við þurfum á því að halda.
Annars er dregið á morgun í 16 liða úrslitum Europa League, draumadráttur væri líklega Sparta Prag en eitthvað segir mér að við fáum Fenerbahce eða Valencia.
Ps. Nennum við allir að sammælast um að kalla Memphis bara Memphis, hann hefur sagt sjálfur að hann vilji ekki vera kallaður Depay.
Halldór Marteinsson says
Tek undir áskorunina um að kalla Memphis það sem hann kýs sjálfur.
Drátturinn verður spennandi. Væri fínt að fá þægilegt ferðalag (plís ekki Úkraínu), nógu slæmt að vera að spila á fimmtudegi svo það bætist ekki við leiðinlegur ferðatími.
Dogsdieinhotcars says
Memphis er ennþá 21 árs. Menn eru búnir að vera fullharðir við hann.