Eftir að hafa komist áfram í bikar og Evrópudeildinni er komið að alvörudeildinni og alvöruandstæðingum. Arsenal kemur á Old Trafford á morgun. Það er farið að fækka í hópi þeirra sem telja að United eigi möguleika á Meistaradeildarsæti þó að liðið sé enn í fimmta sæti einhverra hluta vegna.
Gengi United gegn toppliðinum í vetur hefur verið nokkuð gott, ólíkt frammistöðunni gegn liðum í neðri hluta deildarinnar og það hentar liði Van Gaal mun betur að spila gegn betri liðum. Það er hins vegar ekki hægt að segja að fyrri leikur liðanna haf verið samkvæmt þessu. Arsenal pakkaði United saman á Emirates 3-0 og leikurinn var hreinlega búinn eftir 7 mínútur.Það er erfitt að horfa á meiðslalistann okkar núna og vonast eftir miklum viðsnúningi frá þeim leik.
Sigur Arsenal gegn Leicester fyrir tveim vikum opnaði titilbaráttuna verulega en Leicester vann Norwich í dag þannig að Arsenal þarf nauðsynlega á stigunum að halda. Reyndar hafa Arsenal gert jafntefli við Hull og tapað sanngjarnt fyrir Barcelona síðan sigurinn gegn Leicester en það ætti ekki að hafa mikil áhrif á leikinn á morgun, Arsenal kemur til að vinna leikinn og miðað við spilamennsku United undanfarið og títtnefnda meiðslalista hljóta þeir nú að teljast sigurstranglegri.
The Guardian býst við Arsenal liðinu svona
Þetta er eins og liðið hefur verið undanfarið, nema Danny Welbeck kemur inn fyrir Alex Oxlade-Chamberlain sem er meiddur. United verður hins vegar eins og í undanförnum leikjum að stilla upp liði sem markast aðallega af því hverjir eru ómeiddir
De Gea kemur vonandi til baka sem og Rojo, en það er líklega til lítils að vonast eftir öðrum. Síðan er spurning hvort Paddy McNair verði treyst í miðvörðinn eða hvort Blind og Rojo verði látnir spila þar og Varela þá úti á kanti. Í fyrri leiknum í haust spilaði Sánchez vinstra megin og spurning hvort það verði á morgun ef Joe Riley er í hægri bakverðinum.
Þetta verður erfiður róður á morgun, og mjög spennandi að sjá hvernig Memphis og Rashford standa sig þegar mótherjarnir eru af alvöru kaliberi.
Leikurinn byrjar 14:05 á morgun, sunnudag
Runar says
Ég vil bara sjá „The Class of 2016“ þarna inn á og gömlu kempurnar á tréverkinu
bjarni says
R.I.P.
GGMU
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Aldur united í áætluðu liði:
Markmaður: 25ára
Vörn: 25ára-25ára-20ára-19ára
Aftari miðja: 34ára – 27ára – 26ára
Sókn: 22ára – 18ára – 23ára
Mætti halda að þetta væri unglingaliðið með mönnum úr fyrsta liðinu sem þurfa að æfa sig
En ég er samt rosalega spenntur fyrir ungustrákunum og finnst þeir spila skemmtilega.