Eftir nokkrar fínar frammistöður og jákvæð úrslit þá var liðið togað niður á jörðina aftur. Stjóratíð Louis van Gaal hefur einkennst af því að vera tvö skref áfram, eitt skref afturábak. Þegar kemur að því að leika gegn stórum liðunum þá virðist liðið eiga ansi auðvelt með að peppa sig upp og mæta rétt stemmdir til leiks. Svo eru leikirnir gegn lélegri liðunum sem allt fer til andskotans. Ef að United hefði spilað eins og ætlast er til af liðinu gegn þessum liðum þá væri liðið einfaldega þægilega á toppnum í þessari deild.
Þessi leikur gegn West Brom fór alveg ágætlega af stað en liðið var töluvert meira passívt heldur en í undanförnum leikjum. Breytingarnar á liðinu hjálpuðu ekki neitt. Varela virðist einfaldlega vera betri kostur í hægri bakvörðinn heldur en Darmian í dag. Ítalinn hefur bara verið skugginn af sjálfum sér miðað við fína byrjun á tímabilinu. Svo er Memphis bekkjaður eftir að vera loksins farinn að spila vel og kominn með smá sjálfstraust.
Juan Mata. Þegar þetta er ritað er ég en brjálaður út í hann. Á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik nælir maðurinn sér í tvö afspyrnu heimskuleg gul spjöld. Fyrst byrjar hann á að trufla aukaspyrnu sem var algjör óþarfi. Svo neglir hann Darren Fletcher niður, pottþétt óvart en til hvers að taka sjensinn þegar þú ert á gulu spjaldi?
Staðan var markalaus í hálfleik og aðeins WBA hefði skapað sér einhver færi en höfðu ekkert reynt á David de Gea í markinu.
United byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel. Liðið var að sækja hratt og Rashford, Martial og Lingard voru að lúkka frekar vel. Mér fannst United mark liggja í loftinu. En þá kemur fyrsta skiptingin hjá van Gaal og Ander Herrera er tekinn af velli og ekki hjálpaði það. Tveir mest skapandi leikmennirnir í liðinu báðir farnir útaf. Morgan Schneiderlin kom inn í hans stað.
Fimm mínútum síðar átti heimaliðið sína fyrstu alvöru sókn í seinni hálfleiknum sem endaði með því að Salomon Rondon skoraði eftir að Blind sofnaði aðeins á verðinum. Þetta mark kom algjörlega gegn gangi leiksins en var nóg til að United færi í panic mode og einhvern veginn vissi maður að þessi leikur væri tapaður.
Memphis kom inn fyrir Rashford og Fosu-Mensah fyrir Darmian. Seinni skiptingin þótti ansi undarleg því að 7 mínútur voru til leiksloka og United vantaði mark.
Leiknum lauk með 1:0 sigri West Brom.
Meistaradeildarsætið er að verða fjarlægur draumur núna. Ég er meira að segja farinn að efast um evrópusæti yfir höfuð. Auðvitað er alveg hægt að gegnrýna stjórann en sá sem brást í dag var Juan Mata.
Byrjunarliðið
Bekkur: Romero, Fosu-Mensah (Darmian), Varela, Schneiderlin (Herrera), Weir, Fellaini, Memphis (Rashford)
Heiðar says
Sá síðasta korterið í þessum leik. Á þessu kortéri áttu United ekki eitt einasta skot… held að fyrirgjafirnar hafi verið ein eða tvær talsins! Greinilegt að það er eitt að vera manni færri, annað að vera Mata-færri. Engu að síður hörmuleg frammistaða.
Elias says
Reynslu miklu mennirnir brugðust í dag að mínu mati. Blind, Carrick og auðvitað Mata. Afhverju þarf Blind alltaf að hanga inní liðinu, eftir skelfilegan seinasta leik hefði verið fínt að gefa honum einn leik á bekknum. Carrick var allt í lagi svo sem þangað til við urðum manni færri en kallinn er bara að verða of gamall. Fannst hann vera alltof hægur til að geta verið inná fyrir lið sem væri manni færri og þurfti að skora. Og Mata…. Hann klúðraði þessu alveg í dag… vissum að þetta yrði nógu erfitt fyrir en að reyna að vera einum færri að reyna að skapa eitthvað með besta manninn til þess útaf. Hugsa að það ætti bara að spila á fleiri strákum úr unglingaliðunum. Þeir eru allavegana að koma graðir inní þetta með mikla orku.
Siggi P says
Eðlilegt ástand aftur komið á. Við lendum á móti liði sem verst vel og þá er ekkert að gerast. Rauða spjaldið skipti líklega ekki sköpum, mesta lagi kostaði jafnteflið. En það er heldur ekki gott.
Mourinho getur aftur andað léttar. Sýnist Gallinn ætla að spila upp á bikar, en með svona spilamennski verður það kannski allt að því farið líka eftir eina viku.
Leicester, Tottenham, Arsenal og …… West Ham í CL næsta ár? Sýnist það vera þau lið sem vilja það mest. Liverpool fær 5. ef City leyfir það.
Valþór Sverris says
karakterslaust meðallið ekkert flóknara en það.. sannleikurinn er stundum sár. meira að segja liverpool unnu sinn leik eftir að hafa verið 1-0 undir og manni færri það segir allt um okkar menn
Rúnar Þór says
Þvílíkur hálfviti sem LVG er! ég hef bara ekki séð heimskulegri skiptingu. Það er augljóst mál að í stöðunni 0-0 1 færri að við þurfum Memphis (einstaklingframtak, langskot og aukaspyrnur) og Fellaini (til að vinna bolta í loftinu og skapa usla + verjast) svo tekur hann Herrera útaf sóknarsinnaðan miðjumann og setur Schneiderlin inná!!! ER EKKI Í LAGI?? Schneiderlin gefur okkur ekkert sóknarlega Fellaini er þá alltaf hættulegur. Svo setur hann Memphis alltof seint inná. Eftir hverju er hann að bíða? hefði átt að setja Memphis + Fellaini inn á STRAX! Þetta er bara heimska og ekkert annað!
Rúnar Þór says
Bara þessar skiptingar í þessum leik eru það heimskulegar að það ætti að réttlæta brottrekstur. Við þurfum að sækja og þá gerir hann 2 varnarsinnaðar skiptingar Schneiderlin og Fosu-Mensah, þetta er náttúrulega bara djók. Eruð þið viss um að LVG kunni leikinn???
Helgi P says
maður getur bara ekki skilið hvernig þessi maður er en að stjórna þessu liði
Schúli says
Það þýðir ekkert að kenna stjóranum um heimsku Mata og hvað leikmennirnir eru almennt lélegir.
De Gea og Martial eru einu mennirnir sem kæmust svo mikið sem á bekkinn hjá öðrum liðum á top 10 í deildinni.
Ingvar says
Menn hafa kannski haldið að spilamennska liðsins hafi farið fram að einhverju leyti en voru illilega blekktir. Sigur gegn 3 deildarliði, dönsku smáliði, lánlausu liði Arsenal og svo mjög ósannfærandi og í raun ósanngjarn sigur á móti Watford. Ok kannski var spilamennskan skárri í allavega 3 þessara leikja en samt má segja að LVG hafi verið það heppinn að með 15 leikmenn meidda þá neyðist hann til að spila mjög ungu og hungruðu liði. Hann er ekki í neinni góðmennsku að gefa ungum leikmönnum séns því hann hefur akkúrat ekkert val. Hann getur ekkert annað gert en að gefa unglingunum séns því hann hefur ekkert annað. Eins og sést svo greinlega í dag að um leið og hann hefur eitthvað annað val þá spilar hann því. Afhverju spilar hann ekki sama liði og vann frækinn sigur á Arsenal? Ef að allir væru heilir og okkar sterkasta lið hefði unnið Arsenal þá væri það lið byrjunarlið alla leiki þangað til að einhver myndi meiðast, alveg 100%.
Það hefur ekkert breyst, við erum ennþá skít lélegir og langar mig til þess að sjá sem flesta unga og „graða“ leikmenn spila það sem eftir er tímabils.
DMS says
Ég hélt að LvG myndi setja Schneiderlin inn fyrir Carrick þar sem hlaupageta þess fyrrnefnda er mun meiri en hjá 34 ára gömlum Carrick í liði sem er 1 færri lungann úr leiknum. Þess í stað tekur hann Herrera út af, sóknarskapandi miðjumann. Svo hélt ég að LvG myndi þá setja Fellaini inn á fyrir Carrick undir lokin til að reyna að freista þess að láta Belgann taka hlaup inn í teig og mögulega valda smá usla þar með hæð sinni, en nei svo var ekki.
Mata á vissulega stóran þátt í hvernig fór í dag, þetta var algjör óþarfi hjá honum og maður hefði nú skilið ef að einhver af ungu leikmönnunum hefðu gleymt sér svona. En mér fannst skiptingarnar hjá LvG líka ekki gera neitt fyrir okkur.
Þetta er bara tímabilið í hnotskurn, alltaf þegar maður heldur að liðið sé að hrökkva í gang þá kemur svona skellur. Alltaf þegar við fáum séns á að saxa á liðin í efri hlutanum þá hendum við því frá okkur, sérstaklega gegn „smærri“ liðum.
Eini ljósi punkturinn í dag var endurkoma Smalling.
Runólfur Trausti says
Ég er ennþá að reyna skilja hvernig liðið fór ekki í þriggja manna vörn síðustu 5-10 mínúturnar með Fellaini og Martial saman upp á topp.
Algjörlega glórulaust.
Annars er þetta bara Groundhog Day – sama frammistaðan aftur og aftur og aftur.
Lán í óláni fyrir Van Gaal að Mata hafi fengið rautt því þar fékk hann allar þær afsakanir sem hann þurfti fyrir tapinu – það breytir því ekki að WBA hefur núna unnið United 2x, gert eitt jafntefli (þegar Blind jafnaði á ’90 mín að mig minnir) og tapað 1x síðan Louis Van Gaal tók við.
Ef þetta kristallar ekki Van Gaal og Man United undir hans stjórn þá veit ég ekki hvað. 100% sigurhlutall gegn Liverpool (sem ég er nokkuð viss um að breytist í vikunni) en 25% sigurhlutfall gegn WBA.
Karl Garðars says
Ævintýralega léleg frammistaða. Þetta W.B.A lið er alveg fokk lélegt og við afrekuðum að vera mun lélegri og fórum bara frekar létt með það.
Carrick og Blind ættu varla fá að að teppa sæti á bekknum. Mata eins og bjálfi í dag sem er svo mjög ólíkt honum.
Ég fer ekki ofan af því að vandamál liðsins er Dalay Blind. Hann er svo óhæfur í þetta hlutverk að allt liðið nötrar í kringum hann. Að bekkja Morgan svo fyrir Carrick er líka sorglega sérstakt og að þurfa að setja annan varnarsinnaðan miðjumann inn á til að verja sauðinn í vörninni er líka grátlegt.
LVG þarf að hleypa Varela/Fosu Mensah og Morgan í liðið á kostnað þeirra Blind og Carrick. Þann síðarnefnda mætti senda í mjaðmarskipti og Blind má fara í Furu. Það er ekki hægt að hafa þetta svona áfram!
Hjörtur says
Liðið var bara hundlélegt, spilaði hundleiðinlega bolta, það var bara orsökin gegn frískum og líflegum mótherjum. Ég að vísu hætti að horfa í hálfleik,(var þá búinn að fá nóg) svo ég veit lítið hvernig sá seinni var, en mér sýnist á öllu hér að hann hafi veriðlítið skárri. Það er sem ég hef margoft tekið eftir, og kemur fram í pistlinum, að liðið er gjörsamlega á rassgatinu gegn lélegri liðunum, en getur brillerað gegn þeim sterkari, hvað skyldi valda því? WH búið að taka af okkur fimmta sætið, svo er ekki langt í að púllarar taki sjötta sætið, og svo er Chelsea ekki langt undan. Gaman gaman eða hitt þó heldur. Góðar stundir.
Karl Garðars says
Ég man í byrjun þá höfðum ég og fleiri áhyggjur af því að RVP myndi eignast stöðu í byrjunarliðinu undir stjórn LVG. Það varð alls ekki en ég myndi án gríns samt þiggja RVP í áskrift að CB frekar en Blind.
Hornspyrnurnar í dag hittu nánast allar á boxlínuna þar sem flestir stóru W.B.A mennirnir voru og sérstaklega ef þar var varla hræða frá okkur.
Dogsdieinhotcars says
Þetta var ekki svo slæmt segi ég:
1. Litlu kallarnir okkar misstu aðeins móðinn þegar Mata var rekinn útaf.
2. Tony Pulis, konungur litlu liðanna, var búinn að auga sigur í þessum leik, og það spilaðist allt upp í hendurnar á honum.
3. Eftir mikla leikjatörn tók karlinn sjéns og reyndi að hvíla karla sem hann hafði efni á að hvíla. persónulega skil ég það, Liverpool á fimmtudag er miklu stærri leikur en þessi í dag.
Ég tek það fram, ég er ekkert LGVIN eða OUT. Ég vil bara fá að sjá þessa ungu spila af greddu. En það þýðir að þú færð líka uppogniður frammistöður. Sérstaklega þegar maður lendir á móti Tony „églemþigíbakiðogspilasvofantavörn“ Pulis.
En Rashford er enginn byrjunarliðsmaður, við skulum alveg átta okkur á því, það gerir honum ekkert gott að vera að starta alla leiki héðanífrá, hann á að koma hægt og rólega inn, hann er 18 ára. Annars brennur hann bara út, það er sko nóg að gera hjá kallinum þessa dagana annað en að byrja alla leiki. Fjölmiðlar að hringja á fullu og fleiri kellingar að adda á instagram. Meira cash í lommen. En er gæjinn spennandi?!? VÁÁÁ… endurtek: 18 ára! Þá var ég bara oftast fullur.
Martial uppá topp, lingard hægri, Depay vinstri. Mata í holunni, Schneiderlin og Herrara djúpir: Svoleiðis er okkar besta lið segi ég. Og það er bara drulluspennandi lið verð ég að segja.
Næsti stjóri sem kemur inn, eða LvG að fá að eyða 2-300 millum punda í sumar í tvo eða þrjá svindlkalla og við erum að tala um seríós bisness. Hef ekki verið svona spenntur fyrir United síðan RvP var keyptur!!!
Auðunn Atli says
Djöf er Carrick farinn að hægja á spili liðsins og hann spilar mjög neikvætt.
Hann sendir boltann í 90% tilfella tilbaka í stað þess að reyna að sækja.
Algjörlega stein geldur framávið og allt tekur alveg ótrúlega langan tíma hjá honum,. 2-4 snertingrar og svo er sent tilbaka.
Það þarf miklu meiri hraða í leik liðsins og það mun ekki gerast með menn eins og Carrick inná vellinum.
Fellaini hefði ekki gert neitt í þessum leik og því algjör óþarfi að setja það inná völlinn, Herrera var búinn að vera slakur eins og Carrick og því mátti alveg skipta honum út.
Ég hefði reyndar viljað sjá Depay koma inn á í hálfleik fyrir Rashford sem var ósýnilegur.
Helv djöfs fokk að tapa þessum leik, Mata gjörsamlega úti á túni og ég ætla að vona að fari á bekkinn og fái 150.þús punda sekt.
Leikmenn eiga ekki að fá að komast upp með að vera svona heimskir innan vallar.
Roy says
Heimska og hálvitaskapur Mata kostaði þennan leik. Allt skipulag riðlast og það er bara eitthvað sem LVG og United ráða ekki við.
Runólfur Trausti says
Sama hversu heimskur Mata var þá gerast svona hlutir, hins vegar brást liðið hörmulega við sem og Van Gaal en það virtist engin skipulagsbreyting eiga sér stað. Eða ekki fyrr en Herrera var tekinn útaf, sem hafði líklega þver öfug áhrif en það átti að hafa.
Það fengu fjögur lið rautt spjald um helgina, 2 þeirra unnu, eitt þeirra gerði jafntefli og Man Utd tapaði. Í gegnum tíðina hafa menn alveg fengið rauð spjöld á crucial tímapunktum – menn geta misst hausinn, og shit happens eins og maðurinn sagði. Að sama skapi var Mata að reyna draga fótinn til baka þegar hann hamraði í Fletcher, eða svo vill Jamie Carragher meina.
Það á vissulega að blame-a Mata, en að setja 100% af tapinu á hann er gjörsamlega sturlað. Þjálfarinn (þjálfarateymið) ber ennþá 99.9% ábyrgð á hörmulegu gengi liðsins. Ég meina, það var enginn senter á bekknum en samt er einn af þremur framherjum liðsins á láni í Championship deildinni. Svo má vel velta fyrir sér hvaða tilraunastarfsemi þetta er með Daley Blind í hafsent, var það ekki í fyrra þegar liðinu gekk hvað best með Rojo í hafsent og Blind í vinstri bakverði?
Að sama skapi finnst mér fyndið að hlusta á menn bauna ítrekað yfir Tony Pulis og leikstíl hans, ef þið horfið á liðin sem eru að falla þá eru það allt lið sem hafa reynt að spila einhvern krúsídúllubolta án þess að hafa mannskapinn í það. Á meðan byggir Tony Pulis á mjög solid breskum kjarna (Það er ekki að ástæðulausu að hann er með fjóra fyrrum United menn í liðinu) með smá Suður-Amerísku kryddi inn á milli.
Einnig hefur WBA verið á þokkalegasta run-i síðustu fjóra leiki en eftir að þeir töpuðu (ósanngjarnt að mig minnir) gegn Newcastle af öllum liðum þá hafa þeir unnið Everton, Crystal Palace og Man Utd ásamt því að gera jafntefli við Leicester.
Eins óstjórnlega leiðinlegir og lélegir WBA eiga að vera þá hafa þeir skorað aðeins 7 mörkum minna en United. Þrátt fyrir að þeirra aðalframherji hafi setið á bekknum mest allt tímabilið. Einnig má benda á að Tony Pulis er 8 stigum á eftir Manchester United í deildinni, það eru jafn mörg stig og Manchester United á í að ná Tottenham (!).
Að lokum má hrósa Pulis fyrir skiptingar en bakvarðaskipting hans breytti leiknum enda lagði varamaðurinn upp sigurmarkið. Það er betri árangur en allar bakvarðaskiptingar Van Gaal í vetur (og hann gerir eina í hverjum einasta helvítis leik).
– Rant Over
Elias says
Ekkj að vera með leiðindi en Everton tapaði 3-2 þó þeir hefðu verið 2-0 yfir á 79′ min, einum færri ;)
Auðunn Atli says
Ef stjórar gætu séð fyrirfram hvaða skiptingar virka og hvaða skiptingar virka ekki, hvenær á að taka sénsa og hvenær ekki osfr þá væri þetta auðveldara jobb.
En svo er bara EKKI!!!
Það var ansi lítið hægt að gera í þessari stöðu þegar kom að bekknum sjálfum, þar var enginn sem var að fara að bjarga deginum þótt menn geti auðveldlega haldið því fram eftirá.
Depay getur spilað uppá toppnum, eins var hægt að færa menn til inná vellinum til að koma þá öðrum upp á topp þannig að það að enginn framherji var á bekknum skipti engu máli, ekki nokkru máli.
Vandamál Man.Utd er ekki framherjar heldur steingeld spilamennska sumra leikmanna og sköpunargáfan í algjöru lágmarki samhliða því.
Um leið og maður eins og Carrick fer í byrjunarliðið þá fer sjálfkrafa 60% hraði úr leik liðsins, guð minn góður hvað hann er lengi að öllu og þessi þörf fyrir að senda boltann endalaust aftur er með öllu alveg óþolandi. Gerir mann gjörsamlega geðveikan..
United er betra lið í dag án hans.
Það vantar bara gæði í þetta lið og það töluverð gæði, það vantar heimsklassa miðvörð því eins og ég hef sagt í allan vetur þá er Blind ekki miðvörður og hann á ekki að spila þessa stöðu.
Hann hefur ekkert í þessa stöðu, hvorki hæð, hraða né styrk.
Það vantar miðjumann, amk einn því menn eins og Fellaini og Carrick eru að verða ónothæfir með öllu.
Og það vantar topp klassa útherja, því miður þá skiptir lúkkið oft meira máli hjá mönnum eins og Depay en framistaða innan vallar eins og við erum svo oft að sjá hjá þessum ofdekruðu guttum.
http://433.moi.is/enski-boltinn/mynd-nyir-skor-memphis-vekja-athygli-thetta-er-fyrir-thig-mamma/
Svo vantar framherja, Rooney er í svipuðum gír og Carrick, seinn og það kemur lítið sem ekkert út úr honum nú orðið.
Ég myndi hiklaust selja hann ásamt Fellaini, Valencia og svo er spurning með Jones og halda áfram að byggja liðið upp með yngri mönnum og nokkrum nýjum.
Svo myndi ég ekki gefa Carrick nýjan samning þannig að þarna færu 4-5 menn.
Þetta lið er ekkert að fara að vinna þessa deild næstu 2-3 árin, ég held að menn verði bar aað sætta sig við það.
Gæðin eru bara ekki til staðar og það mun taka tíma að lagfæra það.
Rúnar Þór says
þurfum miðjumann eins og Matuidi hjá PSG. Kröftugur getur bæði sótt og varist og er með endalausa orku og skorar mörk.
Halldór Marteinsson says
Þessar skiptingar eru alveg kapítuli útaf fyrir sig. Skil alveg að Van Gaal hafi viljað nýta þennan leik inní miðri törn sem er strembin til að hvíla menn og fá menn inn sem höfðu verið meiddir. En hefði þó viljað sjá Blind hvíldan eftir Watford frammistöðuna.
Svo sá maður alveg þessa bakvarðaskiptingu fyrir. Var búinn að segja við félagana yfir leiknum í stöðunni 0-0 og einum færri að United hefði líklega bara 2 taktískar skiptingar því 1 skipting yrði sennilegast fyrirfram ákveðin bakvarðaskipting.
Það skipti ekki miklu máli hvort liðið myndi tapa 0-1 eða 0-2. En 1 eða 3 stig úr þessum leik hefðu skipt nógu miklu máli til að það væri þess virði að henda öllu í að skora í lokin. En það var ekki gert. Það vantaði upp á karakterinn, bæði hjá leikmönnum og stjóra.