Andy Mitten hefur verið duglegur undanfarið. Fyrst skrifaði hann um Anderson og árangur United með leikmenn frá Suður Ameríku. Svo leit hann aðeins nánar á Marcus Rashford sem við þekkjum nú orðið vel og að lokum sýndi hann okkur hvað ungu strákanir í United eru að endurvekja neistann hjá liðinu.
Republik of Mancunia, eitt allra virkasta United-bloggið í Bretlandi, á 10 ára afmæli og í tilefni þess eru þeir með heilan helling af skemmtilegum greinum um síðustu 10 ár hjá United og viðtölum við blaðamenn um hvernig síðustu 10 ára hafa verið hjá United. Margt mjög athyglisvert þarna.
Carrick og Mata eru með góð ráð fyrir Marcus Rashford.
það var enn einn liðsfundurinn sem kom leikmönnum á rétta sporið að mati schneiderlin.
Barney Ronay spyr af hverju Louis van Gaal og Mourinho geti ekki bara starfað saman hjá United.
Marcus Rashford hefur verið hjá United frá sjö ára aldri.
Getur þú nefnt alla leikmenna sem hafa spilað fyrir United undir stjórn Louis van Gaal?.
Leikmenn United gera ráð fyrir því að Louis van Gaal klári tímabilið.
Það er ekkert að frétta í samningamálum Carrick.
Það að fá tækifæri skiptir unga leikmenn miklu meira máli en ofboðslega fín æfingaaðstaða.
Van Gaal sannfærði Varela að vera áfram hjá United.
Luke Shaw stefnir á að byrja að æfa á ný í apríl.
Skildu eftir svar