Tvö sigursælustu lið Englands í Evrópukeppnum mætast í fyrsta sinn í Evrópukeppni á morgun. Til að gleðja Liverpool stuðningsmenn í fyrsta og eina sinn á leiktíðinni, þá skal því haldið til haga að Liverpool hefur vissulega unnið fleiri Evróputitla en United og mun tækifærið á morgun eflaust verða notað til að minna á það.
En hvað svo sem Louis van Gaal finnst um það þá er það nú frekar lélegt en hitt að þessir tveir risar skulu þurfa að vera að hýrast í Evrópudeildinni þegar kemur að því að mætast í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Liverpool er reyndar aðeins vanari Evrópudeildinni svo öllu sé til haga haldið, og gæti það haft einhver áhrif á morgun.
En það verður sem sé kvöldleikur í miðri viku á Anfield á morgun og eftir tvo góða sigra á Liverpool í vetur er komið að leikjum sem skipta, ja heil miklu máli um restina. Liverpool er farið að smella betur saman undir stjórn Klopp en áður, hafa unnið síðustu þrjá leiki í deild, þar með talinn fínn sigur á Manchester City á Anfield og draumar þeirra um að bjargvættinn Klopp því enn á ný komnir á flug.
Liverpool
Okkar menn fóru bakdyramegin í þessa keppni eftir háðulega útreið í Meistaradeildinni en Liverpool kom beint inn í riðlakeppnina og þar sem liðið dróst gegn Rubin Kazan, Sion og Bordeux. Erkifjendurnir skriðu upp úr riðlinum í efsta sæti með 10 stig eftir fjóra sigra og tvo jafntefli. Liðið fékk svo álíka mikið smálið og við í 32-liða úrslitum þar sem Augsburg var lagt að velli.
Liverpool hefur leikið í Evrópudeildinni á hverju tímabili núna frá 2009. Það tímabil datt liðið úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar en fór alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem það datt út gegn Atletico Madrid.
Síðan hefur lítið gengið og liðið lengst komið í 16-liða úrslit líkt og nú en á síðasta tímabili datt liðið út gegn Besiktas í 32-liða úrslitum.
Liverpool-liðið hefur verið að fá menn úr meiðslum eftir að hafa gengið í gegnum svipaðan meiðslafaraldur og við höfum verið að vinna úr á undanförnum vikum. Að auki hefur liðið spilað fáranlega mikið magn leikja enda komst það langt í öllum keppnum. Líklega var það blessun fyrir þá að detta út úr FA-bikarnum því það þýðir að þeir fá heila viku til að undirbúa sig undir seinni leikinn á meðan við eigum leik um helgina.
Mér skilst að flestir leikmönnum sem eru viðloðandi þetta byrjunarlið þeirra séu heilir, að undanskildum Lucas Leiva og svo var James Milner veikur í dag og er tvísýnt með þáttöku hans á morgun. Það munar um minna að fá Daniel Sturridge inn að nýju auk þess sem leikmenn eins og Firminio og meira að segja Benteke hafa verið að koma sterkir inn.
Með Jurgen Klopp við stjórnvölinn er þetta Liverpool svo miklu líklegra til þess að gera eitthvað en þegar Rodgers var að stjórna hlutunum. Hann þekkir Louis van Gaal vel og veit að tímabilið er undir á morgun og næsta fimmtudag.
Okkar menn
United tók hins vegar sitt venjulega skref til baka um helgina, að miklu leyti þökk sé Juan Mata reyndar en engu að síður koma a.m.k. stuðningsmenn Liverpool glaðari í þennan leik.
Meiðslavandræði United eru smátt og smátt aðganga til baka og á morgun megum við búast við að sjá Antonio Valencia á bekknum og Bastian Schweinsteiger er farin að æfa aftur. Jesse Lingard er hins vegar í banni, Adnan Januzaj er bikarbundinn í Evrópukeppnum og Timothy Fosu-Mensah telst ekki enn uppalinn hjá félaginu og því ekki skráður í hóp.
Ég ætla að spá liðinu svona og vona að við sjáum frekar þá leikmenn sem sýndu hvað í þeim bjó frekar en þeim sem hafa valdið vonbrigðum..
Ég get svo sem skilið það ef Rashford verður ekki hent út í Anfield laugina en að öðru leyti er þetta liðið sem getur tekið Liverpool.
Það fjúka öll lögmál út um gluggann þegar þessi lið mætast. Gengi liða í deildinni, leikform og annað skiptir engu máli og það verður líklega engin breyting á því á morgun.
Louis van Gaal veit það líklega að hann er á hálum ís og tap gegn Liverpool í þessari keppni sem er annar raunhæfi möguleiki okkar á að vinna bikar á tímabilinu þýðir að innistæða hans í bankanum gagnvart stuðningsmönnum United hverfur endanlega.
Á morgun er það sigur eða dauði. Það er ekkert annað í boði.
Endum þetta á einu besta marki sem leikmaður United hefur skorað á Anfield. Væri nú ekki sætt að sjá eitt svona á morgun?
Auðunn says
Segi nú ekki að það sé bara sigur eða dauði í boði þegar seinni leikurinn er alltaf eftir.
Jafntefli gætu verið fínustu úrslit og naumt tap engin endalok svona fyrirfram.
Mikilvægur leikur samt sem áður þótt ég hafi ekki trú á að annaðhvort þessara liða fari alla leið í þessari keppni þetta árið.
Það skiptir ekki máli hver keppnin er aldrei vill maður tapa fyrir þessu rusli.
Schúli says
Eigum ekki mikinn séns. Poolararnir á skriði og það verður að segjast að þeir eru sterkari í öllum stöðum á vellinum að búrinu undanskildu.
Halldór Marteinsson says
Spennandi viðureign. Vona að Van Gaal hitti á réttu blönduna gegn Liverpool og að menn mæti rétt stemmdir til leiks. Ef Blind fær áfram að njóta vafans og halda sinni stöðu þá vona ég að hann launi traustið með því að reima á sig sparifótboltaskóna og hætta þessu rugli sem hann hefur verið í síðustu leiki.
Svo langar mig nett að sjá Fellaini þarna inni. Hann hefur oftar en ekki nýst vel gegn Liverpool og mér þætti það þess virði að sjá hann þarna bara fyrir það hversu mikið hann nær að pirra púllarana.
Bjarni Ellertsson says
Blind er orðinn þreyttur eftir að hafa spilað nánast alla leiki í vetur og í síðustu leikjum með nýjum manni sér við hlið, það er ekki góð vísa en slík er neyðin. Þetta veltur allt á því hvort liðið verði stillt upp sem hlaupamiðju (Sneiderlin, Herrera) eða passífri miðju (Carrick, Sneiderlin) því púllarar munu pressa allan leikinn og ekki gefa okkur neinn grið. Bið bara um að við náum að skora 1-2 mörk. En þetta verður svipaður leikur og síðast, við verðum í vörn og bíðum átekta. Í svoleiðis leikjum er alltaf gott að skora á undan. Hef ekki gert upp við mig hvort ég ætla að sjá leikinn, hef ekki taugar í að horfa á Liverpool leiki.
Vonandi verður DeGea í stuði, ekki veitir af.