Á morgun mætir West Ham í heimsókn á Old Trafford í 8 liða úrslitum FA bikarkeppninnar. Það má færa rök fyrir því að þetta sé einn síðasti séns United að afreka eitthvað á þessu tímabili, útlitið er ekki gott í deildinni sem stendur og þó svo liðið eigi seinni leikinn eftir gegn Liverpool í Evrópudeildinni, þá gæti róðurinn orðið ansi þungur í þeirri viðureign. West Ham hefur staðið sig best allra gegn „stóru liðunum“ (hvað sem það þýðir nú í dag) á Englandi á þessu tímabili þannig að leikurinn á morgun verður allt annað en auðveldur.
Þó svo United hafi átt góðu gengi að fagna gegn West Ham í gegnum tíðina vitum við öll að slík tölfræði skiptir nákvæmlega engu máli á þessari stundu. Liðin skildu jöfn í desember, 0-0, það var reyndar á þeim tímapunkti sem allir leikir United enduðu 0-0 þannig að ég býst ekki við sömu úrslitum á morgun, aðallega vegna þess að sókn United hefur batnað og vörnin versnað.
Hjá okkur eru sömu meiðsli og venjulega. Nýjustu fréttir herma að Rooney verði til dæmis lengur frá en talið var í byrjun þannig að við munum eflaust sjá Martial eða Rushford í framherjastöðunni fram í lok apríl, jafnvel byrjun maí. Jones og Valenca eru báðir nálægt því að koma aftur inn í liðið, en eru eflaust ekki klárir til að spila á morgun. Liðið ætti því að líta út einhvern veginn svona:
West Ham eru temmilega vel skipaðir, ekki mikið um meiðsli þar á bæ þannig að þetta verður erfiður leikur eins og ég sagði hér áðan. Það er hinsvegar mikilvægt að rífa sig upp eftir töpin gegn WBA og Liverpool (og fyrir seinni leikinn gegn LFC!) þannig að á morgun til fullkomið tækifæri til þess!
Leikurinn byrjar klukkan 16:00 og dómari verður Martin Atkinson. Þangað til væri gott að nota tækifærið og hlusta á Tryggva Pál í útvarpsþætti Fótbolta.net fyrr í dag. Innslagið byrjar í kringum 20 mínútu.
Rauðhaus says
Ég er mjög ánægður með pistlahöfund. Þessi smávægilega breyting á nafninu á unglingnum er mjög vel heppnuð. Rushford er án vafa mun svalara en Rashforf. Legg til að þetta verði alfarið tekið upp hér á síðunni. :)
En annars var félagi minn að minna mig þegar við mættum West Ham í Fa Cup tímabilið 2012-2013. Þetta mark er svo lýsandi fyrir það tímabil. https://www.youtube.com/watch?v=DPf-lrsAId0
Þvílik sending og þvílík móttóka. Mitt uppáhald er þó önnur snertingin hjá RvP, hún er algjörlega mögnuð, þeir sem hafa spilað mikinn fótbolta átta sig kanski betur á því en aðrir hver lags gæði eru þar á ferð.
Rúnar Þór says
Þessi sending frá Giggs wow mun aldrei gleyma þessu marki svo mikið drama á lokasekúndunum
Sigurjón says
Ég biðst afsökunnar á að hafa kallað drenginn Rashford, mín afsökun er sú að ég var með 10 mánaða dreng á handleggnum þegar þetta var skrifað!
Hvaða afsökun hefur LVG fyrir að kalla Smalling „Mike“ (og það 2 sinnum!)??