Þá er þessu blessaða landsleikja hléi loksins lokið og alvaran tekur við.
Á morgun kemur Romelu Lukaku í general prufu fyrir næsta tímabil en hann er einn af þeim þúsund leikmönnum sem eru orðaðir við Manchester United þessa dagana. Fyrir mína parta hefði ég ekkert á móti því að hann kæmi í sumar, vonandi verður hann samt ekki heitur fyrir framan markið á morgun.
Ef við förum eftir síðustu fimm heimsóknum Everton á Old Trafford þá má ætla að þeir fari með stig (í eintölu eða fleirtölu) frá Manchester borg en síðustu viðureignir telja þrjá sigra hjá United (2-1, 2-0,1-0), einn sigur hjá Everton (0-1) og eitt jafntefli (4-4).
Kemur sigur Everton og jafnteflið á milli sigurleikja hjá United, þannig að samkvæmt þeirri stærðfræði formúlu má reikna með slæmum úrslitum á morgun. Sem betur fer fyrir mig, liðið og alla stuðningsmenn United er höfundur arfaslakur í stærðfræði.
Það er svo ekki úr vegi að minnast örstutt á leikinn í fyrra sem er mönnum eflaust enn minnistæður en ef David De Gea hendir í svipaða frammistöðu á morgun og hann gerði á síðasta tímabili hef ég litlar sem engar áhyggjur af þessum leik.
Síðasti leikur liðanna var líklega einn besti leikur United á tímabilinu en liðið fór í raun hamförum á Goodison Park og vann 3-0 með mörkum frá Morgan Schneiderlin, Ander Herrera og Wayne Rooney. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar síðan og eru tveir síðarnefndu leikmennirnir báðir meiddir, Herrera er á þá einhvern séns á að vera í hóp en lítill er hann.
Annars er það að frétta af meiðsalista félagsins að meiðsli Bastian Schweinsteiger tóku sig aftur upp með þýska landsliðinu og er talið að hann sé frá út tímabilið. Englendingarnir Luke Shaw, og Will Keane eru einnig á meiðslalistanum en Ashley Young á svipaðan möguleika og Herrera hvað varðar að vera í hóp.
Þegar umræðan barst að hinum símeidda Phil Jones þá sagði Louis Van Gaal að hann væri „fit for the second team“. Þegar kemur að því að koma úr meiðslum og beint í byrjunarliðið virðist sem Marouane Fellaini sé eini leikmaðurinn sem sé í standi til þess.
Cameron Borthwick-Jackson virðist vera kominn til baka úr meiðslum en hann spilaði með U19 ára landsliði Englendinga á dögunum. Einhver umræða er um það hvort hann taki stöðu Marcos Rojo í vinstri bakverðinum en Rojo er að ferðast til baka frá Argentínu ásamt því að hann gæti hafa reitt Van Gaal til reiði með athæfi sínu eftir leik Argentínu nú í vikunni.
Everton
Liðið hefur verið vægast sagt óstöðugt í vetur og mjög langt frá þeim stöðugleika sem það sýndi undir stjórn David Moyes á sínum tíma. Situr liðið í 12. sæti deildarinnar en hefur þó aðeins tapað einum útileik í vetur, þeir viraðst mun skynsamari og beinskeyttari á útivelli heldur en á Goodison Park.
Meiðslalisti þeirra telur þrjá leikmenn en það eru Steven Pienaar, Tony Hibbert og Tyias Browning ásamt því að Gareth Barry er í leikbanni. John Stones meiddist víst lítillega með enska landsliðinu nú um daginn en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu yfirhöfuð en Phil Jagielka og Ramiro Funes Mori hafa átt þær stöður undanfarnar vikur.
Hættulegustu leikmenn Everton verða eflaust Ross Barkley og títtnefndur Romelu Lukaku en það má þó aldrei gleyma einhverjum mest sóknarþenkjandi bakvörðum deildarinnar, þeim Seamus Coleman og Leighton Baines þó báðir hafi átt rólegt tímabil hingað til.
Leikurinn
Eftir frábæran sigur gegn erkifjendunum í Manchester City þá var vont að fá landsleikjahléið í andlitið en núna þarf að láta hné fylgja kviði en fjórða sætis bikarinn er enn möguleiki. Manchester City eru hreinlega í bullinu og maður vonar að West Ham United nái ekki alveg að halda dampi síðustu leikina.
Að því sögðu þá hafa okkar menn misstigið sig ítrekað undanfarið ár þegar kemur að mikilvægum leikjum en þetta er svo sannarlega „squeaky bum time“ eins og Sir Alex Ferguson orðaði svo fallega um árið.
Reikna ég með að byrjunarliðið sem vinni leikinn 2-0 og komi af stað sigurhrinu sem endist út tímabilið verði eftirfarandi;
Einnig gæti Guillermo Varela komið inn í hægri bakvörðinn og Matteo Darmian fært sig yfir í vinstri.
Leikurinn hefst klukkan 16:00, sunnudag og dómari er Andrew Marriner.
Bjarni Ellertsson says
Bjartsýni er góð í hófi :-) en væri það ekki alveg typpikal að Lukaku sem hefur verið orðaður við okkur síðustu mánuði klári leikinn fyrir Everton. Hendi inn jafntefli 3-3 í markaleik og besta leik tímabilsins. Bjartsýni er góð í hófi.
Karl Garðars says
Blind með 4 stoðsendingar þ.a. 1 fyrir okkur
Auðunn says
Ég er ekki alveg að fatta hvað menn sjá við þennan Lukaku.
Ágætis leikmaður en ekkert meira en það.
Þetta verður hörku erfiður leikur sem ég treysti mér ekki til að spá fyrir um.