Anthony Martial skoraði þúsundasta deildarmark Manchester United á Old Trafford í dag og dugði það fyrir þremur stigum. Lokatölur 1-0.
Varamannabekkurinn; Romero, Fosu-Mensah (’46), Valencia (’82), Young, Fellaini, Herrera (’58), Memphis.
Fyrir leik var nokkuð ljóst að okkar menn yrðu að vinna til að halda Meistaradeildar draumi næsta tímabils á lífi.
Leikurinn var í rauninni eins og svo rosalega margir leikir á Old Trafford í vetur. Það var 0-0 í hálfleik en United samt betra liðið, í stað þess að fá sig mark þegar leikurinn opnaðist þá skoraði United mark og vann leikinn 1-0 þökk sé franska töframanninum, Anthony Martial.
Í upphitun leiksins talaði ég um að þetta væri General prufa Romelu Lukaku fyrir næsta tímabil og stóð hann sig þó nokkuð vel í dag, þrátt fyrir að skora ekki. Það virðist sem Daley Blind hafi fengið vatnsbrúsann hans Chris Smalling lánaðan fyrir leik en Hollendingurinn átti afbragðs leik í miðri vörn United liðsins í dag. Héldu þeir Lukaku í skefjum sem og öðrum leikmönnum Everton.
Vert er að minnast á að Blind vann öll einvígi sín í loftinu í dag, 100% árangur takk fyrir. En eins og flestir United menn í vetur hafa komist að, þá er bannað að eiga góða leiki svo auðvitað meiddist Blind þegar um tíu mínutur lifðu leiks og þurfti hann að yfirgefa völlinn. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt.
Það er í rauninni ekki mikið um leikinn að segja. Leikurinn varð að vinnast og hann vannst. Varnarvandræði United halda að vissu leyti áfram þar sem Marcos Rojo var hreint út sagt átakanlegur í fyrri hálfleiknum og réttilega tekinn útaf í hálfleik. Fyrir mína parta hefði ég viljað sjá Cameron Borthwick-Jackson á bekknum til að koma inn í hans stað en það kom þó á óvart að í stað þess að setja Antonio Valencia inn á í hálfleik var táningurinn Timothy Fosu-Mensah settur í bakvörðinn en það virðist sem drengurinn geti spilað allstaðar. Hinn nýji John O´Shea jafnvel.
Leikir eftir landsleikjahlé eru oftar en ekki frekar erfiðir viðureignar og kom liðið allt í lagi út úr prófraun dagsins. Það er þó nokkuð ljóst að betur má ef duga skal gegn Tottenham á White Hart Lane þann 10. apríl. En í millitíðinni heimsækir liðið West Ham United á Uptown Park í endurteknum bikarleik.
Endum þetta svo á nokkrum myndum úr leik dagsins …
Atli Þór says
Veit að Hererra er tæpur en þoli samt ekki þegar við spilum tveimur varnarsinnuðum miðjumönnum í sama leik. Þurfum að sækja á Everton!
Simmi says
va hvad fyrri halfleikur var leidinlegur, shit.
Helgi P says
það er bara ekkert að gerast í þessum leik
Kjartan says
Lýsandi leiksins sagði eitthvað á þá veruna að Old Trafford væri sá völlur þar sem fæst mörg eru skoruð af öllum völlunum í 4 efstu deildum Englands, er ekki búinn að fá þetta staðfest en get ekki sagt að það myndi koma á óvart.
Kjartan says
3 góð stig í hús, það skiptir víst öllu máli. Annars orðaði lýsandinn þetta ágætlega „not exactly a feast of football“
Cantona no 7 says
Sigur er sigur.
Guð blessi Bobby Charlton og Man Utd að sjálfsögðu.
Vonandi kemur Mourinho í sumar og kemur okkur aftur á toppinn þ.s. við eigum að vera.
G G M U
Karl Garðars says
Þetta Everton lið er verulega vel skipað þó þá vanti herslumuninn og það er spurning hvernig þetta hefði farið ef Barry hefði verið með.
En allavega iðnaðarsigur hjá okkur og nokkrir ljósir punktar. Maður leiksins var Sir Bobby og við eigum mjög efnilega unga drengi.
LVG fann á sér sekkinn og setti Herrera inn fyrir Carrick sem var dásamlegt. Bakvarðarskiptingin kom og skilaði marki takið eftir. :)
Þetta voru vel þegin 3 stig.
_einar_ says
Baráttuleiku og kærkomin 3 stig, algjör nauðsyn eftir sigur City og Arsenal um helgina.
Frábært að sjá Fosu-Mensah í dag, 18 ára og með þrumuleik – lagði upp markið og bjargaði einu sinni frábærlega. Rashford 18 og Martial 19.. Lingard er einsog gamlingi í þessu liði!
LVG má eiga það, þrátt fyrir liðið sé ekki að spila stórbrotinn bolta, þá hefur hann trú á ungdómnum.
Runólfur Trausti says
Allt þetta tal um ungdóminn er samt pínu skondið.
Muniði eftir öllu leikmönnunum sem Van Gaal gaf sénsinn í fyrra og menn voru rosalega spenntir fyrir í ár? Nei ekki ég heldur enda hafa þeir ekki spilað mínútu … eða svona varla.
Hann lánaði Tyler Blackett, lánaði Adnan Januzaj, lánaði James Wilson … notar Paddy McNair ekki neitt. Og áður en hann fór loksins að nota menn eins og Cameron Borthwick-Jackson og Fosu-Mensah þá tróð hann Antonio Valencia og Ashley Young til skiptis í bakvörðinn.
Það var einungis af brýnni nauðsyn sem menn eins og Borthwick-Jackson og Fosu-Mensah dúkkuðu upp … sem betur fer, þvílíkir gullmolar :)
DMS says
Djöfull var Blind flottur þar til hann meiddist. Kom mjög á óvart. Hann fer langt á fótboltavitinu sem hann býr yfir. Hann les leikinn svo hrikalega vel að það bætir upp fyrir margt annað. Var skíthræddur í hvert skipti sem ég sá hann lenda í einvígi við kjötstykkið Lukaku en hann vann þau nær öll.
Ekki fallegur leikur en ég held við tökum 3 stig hvernig svo sem þau gefast það sem eftir lifir leiktíðar. Við erum enn með í baráttunni um meistaradeildarsætið en þetta verður erfitt. Næst er útileikur gegn Tottenham sem verður líka að vinnast….
…samt svo stutt síðan manni hlakkaði hreinlega til að eiga leik gegn Tottenham. „Lads, it’s Tottenham“ – Sir Alex Ferguson prematch team talk.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ef ég hef lesið rétt að þá eru þetta leikirnir sem liðin (fyrir utan Leichester) eiga eftir í toppnum: http://pastebin.com/jS9zs45j
Mér líður smá eins og næsti leikur sé úrslitaleikur fyrir United um fjórða sætið. Ef við vinnum hann að þá tel ég að það séu meiri líkur að við náum 2 stigum meira heldur en City úr restinni og þar með 4 sætið.
Rosalega mikilvægur leikur næst
Halldór Marteinsson says
Það er reyndar vika í næsta leik, West Ham replayið er ekki fyrr en eftir Tottenham. Sem er fínt.
Annars held ég að van Gaal hafi verið að lesa bakvarðagreininguna hjá mér :D