Fyrir leikinn
Á morgun heimsækir Manchester United Tottenham Hotspur á White Hart Lane. Hlutskipti þessara liða á tímabilinu hefur verið ólíkt. Það stendur ekki steinn yfir steini hjá Manchester liðinu en Spurs hafa verið mjög stöðugir í vetur og hafa hægt og bítandi komist hörkuspennandi einvígi við spútniklið Leicester City um úrvaldsdeildartitilinn. Á meðan er United að ströggla við það eitt að ná meistaradeildarsæti og þarf það sem eftir lifir tímabils að vinna sína leiki og á sama tíma vonast til að Arsenal og Manchester City misstígi sig í lokaleikjunum.
Tottenham
Mauricio Pocchettino hefur gert frábæra hluti hjá Spurs og hefur tekist að ná mjög henda út ruslinu og líka að ná mjög góðu jafnvægi í hópinn sem er það sem Louis van Gaal átti að gera hjá United. Harry Kane hefur sýnt að hann er ekki eins tímabils undur og hinn kornungi Dele Alli hefur slegið í gegn í vetur. Hugo Lloris og varnarlínan fyrir framan hann hafa líka verið solid.
Manchester United
Manchester United er algjörlega óútreiknanlegt lið en á versta hátt. Liðið getur unnið City, Arsenal og Liverpool en svo tapað gegn WBA, Sunderland og Norwich. Svo lítill er stöðugleikinn. Það er gífurlega erfitt að spá fyrir um hvaða United lið mætir á morgun. En það má ekki gleyma því að síðustu tveir leikir gegn City og Everton voru jákvæðir og það sem skiptir mestu máli er að þeir unnust.
Meiðsli leikmanna
Þeir Erik Lamela og Jan Vertonghen eru tæpir fyrir morgundaginn og Nabil Bentaleb verður pottþétt frá.
Phil Jones er spurningarmerki hjá okkar mönnum en þeir Bastian Schweinsteiger, Adnan Januzaj eru fersklega meiddar og verða varla meira með í vetur. Wayne Rooney er við það að koma til baka og mun leika með U-21 liðinu á mánudag og verður því fjarri góðu gamni á morgun.
Karl Garðars says
Carrick út fyrir Herrera og Blind út fyrir götóttan svartan ruslapoka með gamalli glerull í.
Þá væri ég sáttur ;-)
Guðjón says
Jesús Pétur þetta eru nú meiri skrifin.
Stendur ekki steinn yfir steini hjá liðinu?
Það er ekki eins og liðið sé í fallbaráttu
Magnús Þór says
Guðjón, við erum að tala um Manchester United. Við ættum að vera með hærri standard en Swansea.