Tottenham tókst loksins að vinna Manchester United á heimavelli en það hafði ekki gerst síðan 2001 takk fyrir. Þessi leikur sýndi það svo rosalega vel á hversu langt Louis van Gaal er frá því að gera það sem hann var ráðinn til.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði ágætlega og United var mikið boltann og var mikið að reyna að sækja á Spurs. Vandamálið er ávallt það að liðið skýtur nánast aldrei á markið. Timothy Fosu-Mensah er mjög sprækur í fyrri hálfleiknum en hann byrjaði óvænt í stað Mattio Darmian í hægri bakverði. Hann og David de Gea báru af í fyrri hálfleiknum og björguðu báðir tveir oft meistaralega. Fosu-Mensah sem er varnartengill að upplagi stefnir í að ætla að verða hörkuleikmaður í framtíðinni þeas nema hann taki upp á því að verða Phil Jones. Framlína United sem hóf leikinn er sú sama og í undanförnum leikjum og hún var frekar spræk í hálfleiknum þrátt fyrir að United hafi ekki átt skot á rammann. Staðan í hálfleik var 0:0 en hefði hæglega getað verið 1-2:0 fyrir gestgjöfunum.
Seinni hálfleikur
Hollenska undrið Louis van Gaal gerði eina breytingu í hálfleiknum en hún var að skipta Rashford út fyrir Ashley Young. Fólki hefði verið fyrirgefið að halda að þetta þýddi að Young færi á vinstri kantinn og Martial uppá topp. En nei, Young fór bara í framherjann sem er staða sem hann hefur ekki spilað í alvöru leik síðan að hann var í Watford fornum daga. Þessi skipting, ótrúlegt en satt hafði ekkert sérstök áhrif þar sem Tottenham byrjuðu hálfleikinn á samfelldri sókn fyrstu mínúturnar. Anthony Martial átti um miðjan seinni hálfleikinn glæsilega sprett þar sem hann sólaði sig í færi en skaut beint á Lloris í marki Spurs og var þetta eina skot United á mark í leiknum. Fosu-Mensah sem var afburðarmaður af útileikmönnum United þurfti skömmu seinna að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og fyrrnefndur Darmian kom í hans stað. Ekki reyndist þetta betri skipting því á tæplega sex mínútna kafla eftir hana komu bara þrjú mörk frá Tottenham og leikurinn sem hafði verið frekar opinn og skemmtilegur bara búinn. Dele Alli, Toby Alderweireld og Erik Lamela skoruðu mörk Tottenham. Strax eftir síðasta markið kom Memphis inná fyrir Juan Mata sem átti ekkert sérstakan leik í dag. Það eina sem greyið gerði var að lenda í glímu við Kyle Walker sem endaði með gulu spjaldi á báða.
Menn leiksins eru David de Gea sem sá til þess að þetta varð ekki rótburst og Tim Fosu-Mensah sem var sárt saknað eftir að hann fór af velli.
En og aftur sýnir Louis van Gaal að hann kann hreinlega ekki á þessa deild og enn síður að skipta réttum mönnum inná þegar á þarf. Ég skil ekki fyrir hvern það er gert að halda honum hjá liðinu. Ég einfaldlega neita að trúa því að maðurinn fái að halda áfram annað tímabil.
Manchester United
Bekkur: Romero, Darmian, Valencia, Young, Fellaini, Herrera, Memphis
Tottenham
Lloris. Walker, Rose, Alderweireld, Vertonghen. Dier, Dembela, Alli. Eriksen, Lamela. Kane
Bekkur: Vorm, Son, Mason, Trippier, Chadli, Wimmer, Carroll
Siggi says
Liðið slökkti á eftir fyrsta markið. Lítur út fyrir CL og LVG laust ár.
_einar_ says
Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá að hann setti Ashley Young fram en hélt Martial á kantinum. Þvílíkt rugl! Frábært einstaklingsframtak Martial eini ljósi punkturinn í þessum leik.
Stjórnin hlýtur að fara segja þetta gott með LVG en líklegast ætlar hún að bíða þangað til við töpum fyrir West Ham í bikarnum.
Helgi P says
nú þarf þetta hollenska fitu drasl að hunskast í burtu og það strax
Omar says
Liđiđ hrundi eftir Fosu-M
Omar says
Mensah fór ùtaf. Eitt mesta hrun á einu Man Utd liđi sem ég hef séđ :(
SHS says
WE’RE FUCKING SHIIIT
WE’RE FUCKING SHIIIT
WE’RE FUCKING SHIT WE’RE FUCKING SHIT WE’RE FUCKING SHIIIIIIIT
Rúnar Þór says
Timothy Fosu-Mensah á að byrja alla leiki héðan í frá! eftir að hann fór út af hrundi liðið. Fyrsta mark Tottenham er algjörlega Smalling að kenna, hann fór eins og sauður í skallabolta sem Blind átti og var þar af leiðandi úr stöðu. EN mesti sauðurinn af öllum er LVG þessi gæji er náttúrulega ekki í lagi!! Hann spilaði ÖLLUM fremstu 4 mönnum úr stöðu! Hann hefur Young upp á topp sem 9 þegar hans besta vopn eru fyrirgjafir frá kanti. Hann geymir svo Martial á kantinum í stað að svissa þeim og Young. Svo hefur hann Mata á kantinum þegar hann er betri í holunni og hefur Lingard í holunni þegar hann er betri á kantinum!!!!! Þetta hlýtur að vera eitthvað met í fávisku og heimsku!!!!
DMS says
Jæja, er þetta ekki bara farið að verða gott? Mourinho er örugglega ánægður með þessi úrslit. Stimpluðum okkur út úr meistaradeildarbaráttunni í dag. Þá er bara að bíða eftir næstu vonbrigðum…..gegn West Ham í bikarnum.
Schúli says
Mér finnst menn fullharðir við Van Gaal. Hann er með svo arfasklakan hóp í höndunum. Eins og Gaui Þ sagði: Maður gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít!
Sigurjón says
Nokkur orð frá Van Gaal eftir leik:
Skil ekki af hverju fréttamaður spyr ekki um uppstillingar og skiptingar hjá liðinu í þessum leik. Það er rétt að hópurinn er ekki sá sterkasti, en stöður leikmanna í dag voru vægast sagt furðulegar og það ber bara einn maður ábyrgð á því. Hvernig dettur þér í hug á þessum tímapunkti á tímabilinu að spila Young sem framherja? Ég hélt að maður væri búinn að átta sig á helstu „furðulegheitum“ Louis Van Gaal en hann heldur áfram að koma á óvart kallinn.
Magnús Þór says
@Schúli
Hann ber ábyrgð á hópnum og hefur haft 4 félagaskiptaglugga til að bæta hann.
Helgi P says
hvernig er þetta ekki LVG að kenna þetta er hópurinn hans
Georg says
Sjaldan eða aldrei hef ég séð eins mikil áhrif á einni skiptingu.
Liðið hrundi gersamlega við að Darmian kom inná fyrir Fosu-Mensah. Ekki það að fyrri skiptingin hafi veik liðið frammá við því AY átti ekki séns. Depay sprakk á pressunni og höndlar þetta ekki.
Darmian,Blind og Rojo eru ekki nógu góðir í þessa deild þvímiður. Kjúklingar spila betur en Darmian og Rojo sérstaklega….Blind hentar ekki Ensku deildinni því hann er of hægur og lítill en er annars með ágætis fótboltahaus. Aðrir þurfa að girða í brók eða fara annað.
Dogsdieinhotcars says
Það sem ég er einna óhressastur með Van Gaal eru meiðsli manna. Þetta er með ólíkindum. Svo spila Leicester á þremur mönnum allt seasonið
giggs11⚀ says
Sáu þið þegar van gaal var spurður hvad hann þyrfti að gera til að vinna Tottenham í dag og hann sagði … tja, ég er ekki guð !!!? !!?? Þvílíkt metnaðarleysi hjá klúbbnum að vera ekki búin að henda þessum trúð á haugana. Búin að skíta uppá bak í öllum keppnum og með vonlausar uppstillingar. Neita trúa því að menn þarna úti munu sætta sig við annað svona skíta tímabil.
Auðunn Atli says
Ég skil skiptingarnar afskaplega vel en það er ekki hægt að skilja afhverju hann lætur 4-5 leikmenn spila úr stöðu inn á vellinum, það er eiginlega rannsóknarefni.
Það er alveg með ólíkindum að spila Mata, Martial, Young og Lingard úr stöðum á sama tíma þegar það er svo augljóst að eðlilegt væri að hafa Young og Lingard úti á könntum, Martial frammi og Mata sem þessa 10-u svokallaða.
En nei best að setja hann útá vænginn því þar getur hann sjaldnast eitthvað enda staða sem honum finnst greinilega óþægilegt að vera í.
Maður bara skilur ekki svona vitleysu hjá svona reyndum mönnum, eru menn gjörsamlega með hausinn á kaf í leðju, allir sem einn?
Þetta var svo augljóst að maður öskraði á sjónvarpið…
helv fokking fokk..
Hjörtur says
Þessi maður er bara skandall, hann verður bara að fara í sumar annað kemur ekki til greina. Ég er viss um að DM hefði ekki staðið sig ver en þetta gerpi. Svo er hann svo andskoti drjúgur og góður með sig eins og kóngur í ríki sínu. BURT BURT BURT.
Jón Þór Baldvinsson says
Áfram Valur!!!
Nei annars, skildi ekkert í Rashford skiptingunni frekar en nokkur annar á þessari jörð en það hrundi allt þegar við misstum Fosu-Mensha útaf. Varnarmanna vandamálin ættu að vera efst á listanum en maður heyrir ekkert annað en pælingar í framherjum. ósvei.