Það kom ekki á óvart þegar liðið var birt að enn á ný treysti Louis van Gaal Marouane Fellaini til að taka á móti West Ham. Það kom öllu meira á óvart að það var Schneiderlin en ekki Carrick sem þurfti að víkja, en auðvitað var það alveg í takt við tímabil Schneiderlin hingað til.
Það sem kom enn meira á óvart þegar leikurinn hófst var að liðið lék í fyrsta sinn í langan tíma 4-3-3, með Carrick aðeins afturliggjandi.
Varamenn voru Romero, Mata, Rooney, Young, Memphis, Valencia og Schneiderlin.
Enner Valencia átti fyrsta færið á fimmtu mínútu en beint á De Gea. West Ham sótti meira og Payet reyndi skot utan af kanti úr aukaspyrnu, en De Gea sá við honum. West Ham var betri fyrsta kortérið eða svo en United náði síðan undirtökunum í leiknum, þó að West Ham ætti oft þokkalegustu sóknir.
Fyrsta færi United kom í hlut Fellaini, skot á mark, blokkað af varnarmanni og svo varið í horn. Rashford átti líka skot i varnarmann og í horn en besta færið í fyrri hálfleik átti Jesse Lingard sem komst í gegn eftir frábæra sendingu frá Rashford en varnarmaður var kominn í bakið á honum og skot Lingard var ekki nógu gott og Randolph varði auðveldlega.
United var annars nokkuð betra í fyrri hálfleik. Það kemur hins vegar engum á óvart að færin létu á sér standa. Randolph þurfti þó aðeins að verja, ólíkt markvörðum síðustu liða sem við höfum leikið við
Þeir byrjuðu svo af meiri ákefð í seinni hálfleik og á 54. mínútu kom Marcus Rashford United yfir. Herrera blokkaði sendingu, Martial fékk boltann, gaf á Rashford sem lék inn í teig og sveigði síðan boltann í markhornið efst þrátt fyrir varnarmennina í honum. Stórglæsilegt mark!
Áfram héldu sóknir United, og þrátt fyrir að West Ham væri eitthvað að kvarta undan varnarmönnum United og vildu fá einhver víti þegar leikmenn þeirra tolldu ekki á löppunum inni í teig þá var það United sem bætti við. Lingard gaf fyrir, Rashford var hlaupinn niður, Martial skaut í varnarmann en Fellaini var á réttum stað til að stýra boltanum í netið með lærinu
Fyrsta skipting United kom í kjölfarið og var að sjálfsögðu bakvarðaskipting. Valencia kom inná fyrir Rojo sem hafði verið alveg þokkalegur. Herrera meiddist og Schneiderlin kom inn á og þá efldist West Ham mjög og sótti stíft. De Dea varði stórkostlega í horn en það dugði ekki, hornið kom fyrir, Carroll skallaði fyrir og Tomkins stakk sér fram og skallaði í netið. Harðfylgið mark hjá West Ham.
West Ham sótti stíft síðustu mínúturnar í viðbótartíma, en þegar fjórar mínúturnar sem bætt var við voru að renna sitt skeið náði United boltanum og hélt honum örugglega þangað til dómarinn flautaði leikinn af.
United er komið á Wembley og leikur þar við Everton annan laugardag, 23.apríl kl 15.15!
Helgi P says
maður er ekkert alltof bjartsýn með þessa 2 saman á miðjunni
Karl Garðars says
Ef það væri bara það…
Bjarni says
Sem betur fer er leikiđ í CL. Gott ađ geta valiđ úr.
Rúnar Þór says
Markið hjá Rashford var geggjað EN varslan hjá De Gea þegar hann náði einhvern veginn að setja tána í boltann og yfir slánna! Það er auðvitað bara ónáttúrulegt!!! :D
Halldór Marteinsson says
Var heilt yfir sáttur með mína menn í kvöld. Það var fullmikið verið að reyna að gera leikinn spennandi í lokin en þá er gott að hafa eitt stykki besta knattspyrnumarkmann heims til að redda þessu.
Fellaini var mjög sprækur í þessum leik, var virkilega ánægður með það sem hann var að gera. Carrick var betri en ég átti von á, sérstaklega miðað við hvað hann hefur litið út fyrir að þurfa hvíld í síðustu leikjum. Martial var frábær og Rashford sömuleiðis. Svo verður eitthvað úr þessum Fosu-Mensah gaur, það er ekki að sjá á spilamennskunni hjá honum að gaurinn sé fæddur 1998!
Wembley er mjög kærkomið. Manchester United hefur aldrei unnið bikarleik á Wembley, það er tölfræði sem þarf að laga!
Halldór Marteinsson says
Þá meina ég auðvitað nýja Wembley…
Georg says
Fosu-Mensah, Rashford !!! nei hættið nú alveg þvílíkir póstar í liðinu í gær verður bara að segjast.
Flottur leikur og lítið við samantektina að bæta nema eitt sem mér datt í hug í gær þegar ég horfði á leikinn.
Var Van Gaal ráðinn til að búa til lið á 3 árum? ég vill meina já fyrir næstu 20+- ára gullöld?!?
Var hann ráðinn til að byrja strax á að landa bikurum í vel útlátinn skápinn hjá UTD? ekki endilega þó það væri ekki verra að fá einn eða tvo.
Þrátt fyrir stórfurðulega spilamennsku liðsins á þessu tímabili þá hefur hann fengið að hanga í starfi…….og afsveinað fullt af unglingum í byrjunarliðið, er það ekki bara það sem á að gera þegar verið er að endurreisa liðið? gerist það á 1 eða 1.5 leiktíð? nei!!
Verslaði hann ekki bara „tímabundna“ lausnir fyrir tímabilið? (common Darmian? Memphis?) á meðan hann grisjar úr unglingastarfi UTD ?
Bestu lið síðustu ára hafa verið að meginstofni uppbyggður af uppöldum leikmönnum með réttum viðbótum.
Og svo að síðasta, Vaan Gaal hefur blóðgað helling af stórstjörum síðustu ára og afhverju ekki núna?
Bara að spá :)
Runólfur Trausti says
Ég myndi nú seint flokka dreng sem er fæddur 1994 og er eftirsóttur af flestum stórliðum Evrópu sem „tímabundna lausn“.
Hvað varðar Darmian þá er hann ítalskur landsliðsmaður sem hefði að öllum líkindum átt að smella passa í taktískt og varnarsinnað leikkerfi Van Gaal – hins vegar er enska deildin erfið fyrir marga og báðir þessir leikmenn hafa ekki enn fundið sig.
Hvað varðar veru Van Gaal þá má alveg nefna alla þessa ungu leikmenn sem jákvæðan hlut en þeir eru um það bil eini jákvæði hluturinn. Svo eins og ég hef nefnt áður þá er vert að nefna að nánast enginn af ungu leikmönnunum sem fékk séns í fyrra hefur fengið séns í ár sem og hann sendi Adnan Januzaj á lán í byrjun árs.
Það þurfti lengsta meiðslalista í manna minnum til að kjúklingarnir fengu séns. Hann reyndi að breyta um það bil öllum kantmönnunum sem hann fann í bakvörð áður en hann endaði með Timothy Fosu-Mensah þar.
Fyrir mína parta skiptir litlu máli hvernig þetta tímabil endar, ég vill sjá annan þjálfara taka við og þróa þá hæfileika sem eru til staðar. Mér líður eins og Poolara hérna en ég tel liðið margfalt betra en úrslitin í vetur gefa í skyn – það þarf bara að gefa fleiri leikmönnum lausan tauminn.
Að því sögðu þá myndi ég ekkert gráta sigur í FA Cup og eitthvað rosalegt run sem endar með liðið í top4 en eins og staðan er í dag þá held ég að hvorugt gerist.
Cantona no 7 says
Ég er sammála Runólfi Trausta að LVG verður að fara hvort sem við vinnum FA bikarinn eða ekki.
Flestir leikmenn liðsins hafa verið að spila langt undir getu í vetur nema ca. 3-4 leikmenn.
Nýr stjóri verður að snúa leik liðsins aftur yfir í alvöru sóknarbolta.
Nýr stjóri þarf að hreinsa aðeins til fyrir nýjum leikmönnum sem gefa allt í að spila fyrir
stærsta knattspyrnufélag heims.
Mourinho kemur vonandi sem fyrst og þá tel ég að við séum aftur komnir með alvöru stjóra
sem er sigurvegari eins og Sir Alex.
G G M U