Jæja, rússíbanareið tímabilsins hjá Manchester United heldur áfram. Eftir hrikalega svekkjandi tap gegn Tottenham Hotspurs um síðustu helgi þá náði liðið að vinna hið feiknasterka lið West Ham tvö núll í Fa bikarkeppninni í vægast sagt stórskemmtilegum og erfiðum leik þar sem Marcus Rashford skoraði eitt af fallegustu mörkum United á þessu tímabili. Það sem þessi sigur gerði var að koma United í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar með Everton, Crystal Palace og Watford og er það eini sjens United að vinna bikar á þessu tímabili.
Baráttan um fjórða sætið
Á sama tíma er liðið í bullandi baráttu við Arsenal, Manchester City og West Ham um þriðja og fjórða sætið í deildinni. Mögulega gætu Southampton og Liverpool bætt sér í baráttuna en ég ákvað að sleppa þeim í þessari upptalningu út af stöðunni fyrir þessa umferð. Næst á dagskrá hjá United er leikur á Old Trafford gegn án efa lélegasta liði deildarinnar, Aston Villa. Áður en við förum nánar út í leikinn og liðin tvö þá skulum við aðeins skoða stöðuna í þessari baráttu.
Svona er staðan í deildinni:
Sæti | Lið | Leikir spilaðir | Stig |
---|---|---|---|
3 | Arsenal | 32 | 59 |
4 | City | 32 | 57 |
5 | United | 32 | 53 |
6 | West Ham | 32 | 52 |
og hér eru deildarleikirnir sem liðin eiga eftir að spila. Vert að hafa í huga að inn á milli koma leikir í FA bikarnum hjá United og í Meistaradeildinni hjá City.
Arsenal | City | United | West Ham |
---|---|---|---|
Crystal Palace | Chelsea | Aston Villa | Leicester City |
West Brom | Newcastle | Crystal Palace | Watford |
Sunderland | Stoke | … | … |
Norwich City | Southampton | Leicester City | West Brom |
Manchester City | Arsenal | Norwich City | Swansea |
… | … | West Ham | Manchester United |
Aston Villa | Swansea City | Bournemouth | Stoke City |
Þrátt fyrir að nokkrir vilji neita fyrir það, þá er varla hægt að neita fyrir það að þetta ansi spennandi lokasprettur í þessari baráttu þó að auðvitað vill maður sjá United vera ofar að berjast við Leicester og Tottenham um titilinn. En í þessari baráttu getur allt gerst, öll eiga þau eftir að mæta einu öðru liði í þessum hóp og svo leynast erfið lið þarna eins og Leicester, Southampton, Stoke og WBA.
En færum okkur þá yfir í leik dagsins. Byrjun á að skoða aðeins Aston Villa.
Aston Villa
Tjahh, hvað getur maður sagt? Aston Villa eru búnir að vera langversta lið tímabilsins og það þyrfti eitthvað stóhóhóhóhórkostlegt kraftaverk til þess að bjarga þeim frá falli. Ef Norwich nær að krækja í eitt stig í viðbót í þessum síðustu fimm leikjum sem þeir eiga inni, þá eru Villa fallnir jafnvel þó þeir ynnu alla leikina sem eftir eru. Þeir eru búnir að vera það slæmir. Leikmenn Villa eru núna búnir að tapa átta leikjum í röð, tapa fimmtán af síðustu tuttugu leikjum og í þessum tuttugu leikjum hafa þeir skorað sextán mörk og fengið á sig fjörtíu og fimm.
Fyrir þá sem eitthvað þekkja leikmannahóp Villa þá munu þeir vera án Jordan Amavi og Gabriel Agbonlahor en Jack Grealish og Adama Traore eru komnir til baka og munu líklega vera í hópnum.
Hættulegasti leikmaður Villa er án efa Jordan Ayew sem keyptur var í stað Christian Benteke’s síðasta sumar. Þessi 24 ára drengur frá Ghana er þeirra markahæsti maður með sex deildarmörk.
United
Í fréttamannafundinum í gær gaf Van Gaal fréttamönnum nokkuð nánari fréttir af meiðslum leikmanna. Þar kom fram að ólíklegt væri að Ander Herrera yrði í hópnum eftir að hafa fengið smávægileg meiðsli í síðasta leik. Rooney, sem fékk nokkrar mínútur gegn West Ham, mun líklega aftur vera á bekknum í dag og svo fengum við að heyra það að Schweinsteiger mun ekki spila meira fyrir liðið á þessu tímabili.
Hér er það sem Van Gaal sagði (takið vel eftir lokaorðunum):
I don’t know yet for sure, he [Herrera] was injured, but the problem is that we have to recover again within two days. That is a continuing problem, because we have to play so many matches when you are in so many competitions during this season, that is the only problem.
Rooney] always wants to play. Yes, I think he shall receive more minutes but it’s always dependable on the game. You cannot say in advance that I give you 20 minutes or something like that; when it’s possible, I shall do that because we need Wayne in the team.
I don’t think Schweinsteiger shall play this season – I think, next season, he is prepared. Maybe he is prepared for the European Championship, I cannot predict. It is possible, but then that is also in our favour because then he is fit for the new competition. Shaw is now training on the pitch with the physiotherapist, it’s not with a trainer-coach, so that’s the difference. But he’s going great, it’s unbelievable.
Liðið er því ágætlega statt hvað varðar meiðsli og ætti að vera í fínum gír fyrir þennan leik. Eins og alltaf þá er ómögulegt að spá fyrir hvernig Van Gaal stillir upp liðinu þannig að ég held mínu striki áfram og set hér það lið sem ég vil sjá spila á morgun:
Skemmtileg tölfræði og fróðleikur
- Fimmtíu af þessum þúsund úrvalsdeildarmörkum United á Old Trafford hafa komið gegn Aston Villa. Ekkert annað lið hefur fengið á sig fleiri mörk.
- Aston Villa vann síðast á Old Trafford 12. desember 2009 með einu marki gegn engu sem Gabriel Agbonlahor skoraði.
- Síðustu 20 ár hafa liðin mæst 38 sinnum í öllum keppnum og hefur Villa náð að vinna þrjá af þeim og hafa sex hafa endað í jafntefli. United hefur semsagt unnið 29 eða 76% leikjanna.
Að lokum…
Síðasti leikur liðanna endaði með 1-0 sigri United þar sem Adnan Januzaj skoraði sitt eina mark á þessu tímabili. Mikið væri nú gaman að sjá hann spila aftur í dag en líkurnar á því eru því miður sama sem engar.
Leikurinn í dag er einfaldlega skyldusigur hjá okkur sérstaklega eftir að hafa tapað svona illa gegn Tottenham um síðustu helgi og þegar City mætir Chelsea strax á eftir. Ég ætla vera svo djarfur að segja það að ef United vinnur ekki í dag og City krækir í þrjú stig, þá erum við hreinlega dottnir úr þessari baráttu og eina sem eftir er verður FA bikarinn.
En ég mun horfa á þennan leik ansi bjartsýnn því þrátt fyrir að tapið um síðustu helgi sitji soldið í manni þá skulum við ekki gleyma því að á undan því unnum við City og Everton og liðið kemur inn í þennan leik eftir góðan sigur á West Ham á útivelli.
papajögg says
Ég vona svo innilega að okkar menn fari illa með villa og vinni þá sannfærandi. Er bara omogulegt að segja til hvernig menn koma stemdir til leiks. ætla að segja 4-0 martial 2 rashford 1 og lindgard 1.
Andri says
Því miður þá kemur Man Utd ekki til með að skora 4 mörk í einum og sama leiknum í PL þetta sísonið.. spái þó 2-0. Góð 3 stig þar sem Shitty kemur til með að tapa fyrir Chelsea.