Það verður bara að segjast eins og er: Það er stórmerkilegt að United hafi það í höndum sér að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Jafntefli Manchester City og Arsenal í gær gerir stöðuna ósköp einfalda fyrir okkar menn. Sigur gegn West Ham á morgun og sigur gegn Bournemouth í lokaumferðinni þýðir það að Manchester United spilar í Meistaradeildinni á næsta ári.
Það er í raun ótrúlegt að United sé í þessari stöðu miðað við stöðuna eins og hún var fyrir áramót þegar liðið spilaði tíu deildarleiki frá 25. október til 2. janúar og vann aðeins tvo leiki. TVO!
Sjá einnig: West Ham United 1:2 Manchester United
Okkar menn hafa hinsvegar klórað í bakkann að undanförnu og þrátt fyrir að spilamennskan hafi kannski ekki verið sú besta (líkt og sást best gegn Norwich) hafa stigin mallað inn. Liðið hefur spilað 10 deildarleiki frá 28. febrúar, unnið 7 og halað inn 22 af 30 stigum. Aðeins Englandsmeistaranir í Leicester hafa nælt sér í fleiri stig yfir sama tímabil og það í einum leik meira en okkar menn.Það og alveg ótrúleg góðgerðarstarfsemi hjá City sem hefur gjörsamlega neitað að tryggja sér Meistaradeildarsætið í undanförnum leikjum þýða það að það er ennþá von en það hangir allt saman á því að leikurinn gegn West Ham á morgun vinnist. Það verður ekki létt verk.
West Ham
Það er ekki hægt að segja annað en að West Ham sé í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Liðið stefnir hraðbyri á það að ná sínum besta árangri í Úrvalsdeildinni frá árinu 1999 þegar liðið endaði í 5. sæti. Liðið hefur spilað góðan bolta á tímabilinu og skorað fullt af mörkum, heilum 17 meira en okkar menn í United.
Góð staða liðsins í deildinni er fyrst og fremst byggð á frábærum árangri gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Líkt og sjá má á töflunni hér fyrir neðan hefur ekkert lið nælt sér í fleiri stig gegn liðunum í efstu tíu sætunum
Leikmenn West Ham hreinlega elska að spila gegn stóru liðunum og hafa náð í sigra gegn eftirfarandi liðum á þessu tímabili.
- Arsenal
- Liverpool x2
- Chelsea
- Tottenham
Þetta er ekkert til þess að hrista hausinn yfir. Helsta ástæða þess að bjart er yfir West Ham þessar mundir er ef til vill sú að liðið er að fara að flytja á nýjan völl. Völl sem þeir fengu nánast gefins ef marka má frétt BBC. Á næsta ári verður Ólympíuvöllurinn í London heimavöllur West Ham. Þar munu 60 þúsund áhorfendur komast fyrir og hefur félagið gefið út að það hafi þegar selt 50 þúsund ársmiða. Framtíðin er björt hjá West Ham.
Sjá einnig: Manchester United 1:1 West Ham
Þessir flutningar gera það að verkum að á morgun fer fram síðasti leikur West Ham á Upton Park/Boleyn Ground, heimavelli West Ham frá árinu 1904. Þar hefur liðið gengið í gegnum súrt og sætt og það er alveg á hreinu að menn vilja kveðja hinn gamla heimavöll með stæl.
Liðið hefur undanfarnar vikur verið í sömu baráttu og okkar menn um þetta síðasta Meistaradeildarsæti sem í boði er. Slæm úrslit að undanförnu hafa þó gert það að verkum að liðið á ekki nema afar ólíklega tölfræðilega möguleika á því að ná í fjórða sætið [footnote]West Ham þarf að vinna báða sína leiki, treysta á að City tapi í sínum leik OG vinna upp 16 mörk á City í leiðnni.[/footnote].
Baráttan um Evrópudeildarsætið er þó ennþá í gangi og því geta leikmenn West Ham ekki alveg leyft sér að fara í sumarfrí strax. Það plús að menn munu líklega mæta dýrvitlausir í síðasa leikinn á Upton Park mun gera okkar mönnum erfitt um vik, það er á hreinu.
Hvað sagði Slaven Bilic fyrir leikinn?
“It’s a big game for a couple of reasons and one of them is that this is the last game ever at Upton Park. Then, if you add to that it’s a very important game for us and for Manchester United, as both teams need to win the game, it makes it mega-big!
“It will be a game of emotions and you can’t stop it. It’s impossible to tell the players, the staff and spectators that it’s a normal game, but it’s not a normal game. It’s a special one and a once-in-a-lifetime kind of game.
“It’s going to be emotional but we have to channel those emotions to be our motivator and our detonator in order to win.”
Adrian, markmaður West Ham er sá eini sem er meiddur og því getur Bilic nánast stillt upp sínu sterkasta liði sem líklega verður eitthvað á þessa leið:
Manchester United
Þetta er líklega mikilvægasti leikur Louis van Gaal sem stjóri United. Með sigri getur hann tekið risaskref í átt að því að tryggja liðinu Meistaradeildarsæti og vinni hann FA-bikarinn í þokkabót verður kannski ekki mikið hægt að kvarta undan tímabilinu, þannig séð, horfi maður algjörlega framhjá spilamennskunni sjálfri.
Spurningin er hvort að Meistaradeildarsæti eitt og sér eða Meistaradeildarsæti + Bikar sé nóg til að tryggja áframhaldandi veru Louis van Gaal. Ég hinsvegar ekki viss um að nokkur maður, að stjórnarmeðlimum United meðtöldum, hafi svarið við þeirri spurningu.
Miðað við hvernig hann talar sjálfur virðist hann þó vera viss um að hann verði hér á næsta tímabili. Hann getur þó líklega bókað það að sigri United ekki á morgun verði stjóratíð hans fljótt á enda. Að ná ekki Meistaradeildarsæti er bara ekki boðlegt, það er algjört lágmark og ekki neitt til þess að monta sig af. Að ná ekki Meistaradeildarsæti er bara hrein og klár brottrekstrarsök, algjörlega óháð því hvort maður vinni bikar eða ekki.
Þannig er staðan og blessunarlega er United með sín eigin örlög í eigin höndum. Að mínu viti hefur liðið þrisvar verið í þessari stöðu á tímabilinu til þessa.
Gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni þurfti liðið einungis sigur til þess að tryggja sig áfram í lokaleiknum í riðlakeppninni. Þar féll liðið algjörlega á prófinu og sýndi okkur einhverja máttlausustu og döprustu frammistöðu sem ég hef séð frá United.
Gegn Everton og gegn West Ham í bikarnum stóðst liðið hinsvegar pressuna og sýndi góða takta. Það höndlaði aðstæður og náði í góða sigra sem fleytt hefur liðinu í fyrsta FA-bikar úrslitaleik United frá árinu 2007. Í þeim leikjum voru menn klárir í verkefnið og stóðu sig vel.
Úrslit morgundagsins velta á því hvort af þessum United-liðum mætir til leiks.
Anthony Martial er því miður meiddur og missir af þessum leik og líklegast leiknum gegn Bournemouth. Matteo Darmian er tæpur og verður örugglega ekki með. Aðrir, að undanskildum Luke Shaw og Bastian, ættu að vera í nógu góðu standi en Daley Blind og Marcus Rashford voru hvíldir. Já, og svo er Fellaini í banni.
Það er mikill missir af Martial sem hefur verið eitt af því fáa jákvæða á þessu tímabili. Oft hefur hann komið með það sem vantar í leik liðsins og við getum að mörgu leyti þakkað honum fyrir það, ásamt David de Gea, að liðið á enn séns á þessu blessaða Meistaradeildarsæti.
Töfrarnir þurfa hinsvegar að koma annarstaðar frá í þetta skiptið. Rashford og Rooney þurfa að mæta klárir og það væri ekki verra ef Memphis myndi loksin sýna hvað í hann er spunnið.
Mér finnst líklegast að byrjunarliðið verði eitthvað á þessa leið:
Það er að duga eða drepast. Leikurinn hefst á morgun klukkan 18.45. Mike Dean dæmir.
DMS says
Að við séum í þessum aðstæðum þegar tveir leikir eru eftir, þ.e.a.s. að þurfa bara að stóla á sjálfa okkur – er í raun ótrúlegt að mínu mati.
En United hafa haft þann háttinn á í vetur að þegar maður heldur að eitthvað sé á leið í rétta átt þá er manni kippt aftur niður á jörðina ansi snögglega í næsta leik. Menn verða að koma gíraðir í þennan leik alveg frá byrjun. Það að missa Martial núna gæti reynst okkur ansi dýrt.
Gísli G says
En ef Liverpool vinnur úrslitaleikinn við Sevilla – gefur þá 4. sætið ekki Meistaradeildarréttindi ?
Daði Leó says
Jú, sigur í EL veitir ensku deildinni rétt á fimmta liðinu inn í Meistaradeild.
Fjórða sætið hefði aðeins dottið út ef t.a.m. City hefði komist í úrslit CL og unnið en hafnað utan top 4 í PL.
Auðunn says
Geri mér nákvæmlega engar vonir um fjórða sætið enda yrði það bara rugl árangur með lið í höndunum þar sem leikmaður eins og Fellaini er reglulega í byrjunarliðinu og Blind í miðverðinum.
Svoleiðis mannað lið ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að vera að berjast einhversstaðar á milli 8 og 12 sætið í þessari sterku deild.
Það er óhugnanlegt hvað vantar mikil gæði í þetta lið.
Mourinho var með miklu miklu betri mannskap í bullandi fallbaráttu þegar hann var rekinn fyrr í vetur.
Pelligrini er með 10 x betri mannskap í höndunum 2 stigum á undan Van Gaal sem er hlægilegt í meira lagi .
Maður eins og Fellaini kæmist ekki á bekkinn hjá þessum liðum og Blind ekki í miðverðinn þótt það væru 5 aðrir miðverðir meiddir.
Hversu margir útileikmenn United kæmust í lið Chelsea, Spurs, Arsenal Man City og Liverpool? Kannski 3 í mestalagi 4.
Enginn í Manchester City né Chelsea , 1-2 í Spurs og Arsenal og 3-4 í Liverpool og Southampton.
Van Gaal er búinn að gera kraftaverk með þetta lið á þessu tímabili í ljósi þess hversu margir lykil leikmenn hafa verið meiddir.
Ekkert lið væri í svona góðri stöðu með sömu meiðslavandræði!!! EKKERT. .
Það er ótrúlegt að liðið skuli vera komið í bikarúrslitaleik og eiga ennþá möguleiki á meistaradeildarsæti á þessum tímapunkti. . Alveg ótrúlegt.
Það er aðeins einn þjálfari sem hefði getað náð svipuðu út úr þessum mannskap sem Van Gaal hefur haft úr að moða á þessu tímabili og það er Sir Alex. . Ég fullyrði að enginn annar væri með þetta lið í möguleika á meistaradeildarsæti á þessum tímapunkti. . ENGINN! !
Runar says
Auðunn, þú ættir hugsanlega að horfa á fótbolta á morgun og Sunnudag, því Fellaini verður ekki með á morgun, né á Sunnudaginn, svo hefur Blind verið með betri mönnum liðsins í síðustu leikjum.
Eitt vill ég líka benda mönnum á, að það er hrein móðgun gagnvart Spurs aðdáendur að halda því fram að Shity sem með betri hóp en Spurs í ár og sýnir bara að menn hafa ekki hundsvit á enskum fótbolta! :P
Auðunn Atli says
Fellaini er ekki með því ahnn er í banni, annars kæmist hann í þetta lið.
Já það er rétt að Blind hefur verið með betri mönnum á þessu tímabili, bara það eitt segir meira en mörg orð um gæði liðsins. Þessi maður kæmist ekki í miðvarðarstöðuna í neinu öðru liði sem er að berjast á topp 10.
Ég verð nú að draga vit þitt á enskum fótbolta mikið í efa ef þú heldur því fram að Spurs sé með betur mannað lið en City.. í alvöru? Það eru ekki margir leikmenn Spurs sem komast í City, kannksi 3. max 4.
‘I ljósi þess er staða liðsins í dag skammarleg fyrir Pelligrini, þetta City lið á að vera no 1 eða 2 í deildinni á eftir Chelsea sem jú hefur líka valdið gífurlegum vonbrigðum á þessi tímabili þökk sé Móra.
United er hinsvegar eitt af fáum liðum sem eru yfir pari þegar kemur að gæði liðsins og stöðu í deildinni.
Leicester er auðvita á sér báti þegar að því kemur, allir sammála því.
Spurs eru líka yfir pari að mínu mati, Pochettino er að gera mjög flotta hluti þar.
Restin er nánast vonbrigði.
ellioman says
Varðandi athugasemdina hans Auðuns (4)…
Get eiginlega ekki annað en tekið undir þetta hjá þér þó það séu kannski ýkjur hér og þar eins og með að City sé eð 10x betri mannskap en United. En það væri fróðlegt að taka saman bestu byrjunarlið toppliðanna í ár ásamt sterkasta bekk og sjá hvernig liðin eru í samanburði. Er nokkuð viss um að við lítum ekkert allt of vel út þar. Einnig myndi það gefa okkur meiri tilfinningu að sjá og bera saman meiðsli toppliðanna, við hljótum að vera eitt af óheppnari liðum á þeirri töflu. En það verður líka að skrifast mikið á Van Gaal hvernig hann losaði sig við marga leikmenn í sumar án þess að fá aðra inn í staðinn sem myndu styrkja liðið.
Þannig að segja það Van Gaal hafi náð góðum árangri miðað við þetta er ekkert endilega Gaalið (tíhí). En að sama skapi þá er maðurinn búinn að steingelda þennan mannskap, með stórfurðulegar skiptingar, spilandi kerfi og possession leik sem United hefur aldrei gert áður og nær í raun ekkert að nýta sér af viti. Svo núna er hann að frysta Schneiderlin nokkurnveginn út þrátt fyrir að besta kerfið hjá United er þegar Schneiderlin er látinn vernda varnarlínuna og svo í þokkabót er Van Gaal byrjaður að koma með einhverjar stórfurðulegar fullyrðingar eins og með hvað liðið hafi ekki sigurvegara innanborðs og að t.d. De Gea hafi aldrei unnið deildina (Sheesh!).
Þess vegna er ég alveg kominn á það plan að vilja sjá Van Gaal koma okkur í meistaradeildina, vinna FA bikarinn og kveðja liðið með stæl áður en Móri kemur í sumar. Ekki misskilja þetta þannig samt að ég sé orðinn allt í einu voða ánægður með að Móri taki yfir en hann ætti að vera betri kostur núna.
Varðandi athugasemd Rúnars (5)…
Blind er búinn að vera alveg frábær á þessu tímabili. Einfaldlega einn af vanmetnustu leikmönnum liðsins í ár en… hann er ekki alvöru miðvörður. Ef við værum með alvöru miðvörð við hliðina á Smalling þá er ég ansi viss um að við hefðum fengið á okkur færri mörk. Plús þá hefðum við geta haft hann sem LB á meðan Shaw jafnar sig.
Ein vangavelta sem ég mun eflaust geyma inn í mér í langan tíma: Ef Shaw hefði náð að spila allt þetta tímabil, hvar værum við í deildinni og hvernig hefði frammistaða liðsins verið?
óli says
Þið eruð svo litaðir að því hvað spilamennska liðsins er hörmuleg. Undir eðlilegum kringumstæðum værum við að tala um hvað fjölmargir menn í United væru frábærir og þeir bestu í deildinni í sinni stöðu. Van Gaal nær bara ekki nálægt því besta út úr liðinu . Að auki hefur hann fengið fullt af mönnum til félagsins en við erum föst í sömu hjólförunum.
Mig grunaði að þetta myndi ekki ganga frá upphafi þegar hann talaði um þriggja eða fimm ára áætlanir – það gera menn sem eru komnir yfir sitt besta. Ef Mourinho eða Simeone kæmi til félagsins í sumar þá myndu þeir tala um að vinna titilinn 2017 en ekki árið 2020. Við erum að tala um Manchester United en ekki félag á borð við Tottenham sem er í einhvers konar uppbyggingarfasa.
Auðunn Atli says
Ég verð nú bara að segja að ég er farinn að efast stórlega um að margir stuðningsmenn Man Utd viti hreinlega hvað það er sem liðið stendur fyrir og hversvegna United er eitt stærsta knattspyrnulið í heimi. Það stendur ekki fyrir skammtíma lausnir.
Ég get nú ekki talað’ fyrir hönd aðra en ég byrjaði ekki að halda með Man.Utd í kringum 1980 vegna þess að liðið var að hala inn titlum, nei nei þá hefði ég haldið með Liverpool eða eitthvað liði sem var að sópa að sér titlum á þessum árum.
Það var bjútíið í kringum liðið sem ég féll fyrir, þótt ég hafi ekki beint áttað mig á því þá 8 eða 9 ára gamall hvað það var sem gerði United svona sérstakt og öðruvísi en öll önnur lið en þá áttaði ég mig á því seinna.
Ég áttaði mig líka á því seinna að ég er tilbúinn að fórna einhverjum titlum fyrir málstað liðsins, United er mjög sérstakt lið, eiginlega alveg einstakt lið og þar á bæ halda menn í hefðir því þær eru það sem hafa komið liðinu á þann stall sem það er.
Ef menn halda með liðinu í dag vegna þess að það var að hala inn titlum hér áður fyrr þá verð ég að segja við þá aðila að þið haldið með liðinu að hluta til af röngum forsendum.
Ekki það að United vilji ekki vinna titla heldur er það er ekkert gefinn hlutur fyrfram og stundum þarf að ráðast í uppbyggingarstarf sem tekur mislangan tíma.
Það er ekki leið United að kaupa 11 leikmenn og hunsa ungvið liðsins, þegar sá dagur rennur upp er liðið búið að skipta algjörlega um stefnu og gildi liðsins breyst.
Þeir stuningsmenn sem vita fyrir hvað þetta lið stendur fyrir eru allir tilbúnir að fórna einhverjum titlum fyrir gildi liðsins sem er að hlúa og ala upp leikmenn, gefa mönnum svigrúm og tíma til að byggja upp ásamt því að horfa lengra fram í tímann en 2 eða 3 ár.
Í dag er ákveðið uppbyggingarstarf í gangi sem krefst þolinmæði og vandaðra vinnubragða.
Hvort Van Gaal sé rétti maðurinn í það skal ósagt látið en saga hans er góð þegar að svona vinnu kemur hingað til.
Það er eitt klárt og það er að Móri er klárlega ekki maðurinn í uppbyggingarstarf þótt ég ætli ekki að útiloka komu hans né neitt annað.
Menn verða að hafa þolinmæði og treysta stjórn liðsins, sérstaklega á meðan menn eins og Sir Alex og Bobby Charlton standa ennþá í lappirnar. Þeir eru meira en tveggja vetra gamlir í þessu og vita nákvæmlega fyrir hvað liðið stendur og hvað er best í stöðunni í dag með framtíðina að leiðarljósi.
Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að stjórnin er eitt og eigendur annað. Það er ekkert víst að þeir hafi þolinmæði í uppbyggingarstarf, því peningar eru þessum mönnum mikilvægari en saga liðsins.