Var þetta síðasta hálmstráið hjá Louis van Gaal? Tap gegn West Ham staðreynd sem þýðir að Meistaradeildarsætið er að öllum líkindum úr sögunni. Við gætum treyst á að Swansea vinni City um næstu helgi en ég er bara ekki viss um að United vinni sigur á Bournemouth í lokaleiknum.
Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikur var ekkert nema ömurð af hálfu United. Seinni hálfleikur var töluvert betri en lokakaflinn fór með okkur.
Líkt og flestir vita var leiknum frestað um 45 mínútur. Ástæðan? Jú, vanvitar sem kalla sig stuðningsmenn West Ham grýttu rútu United-manna þegar þeir mættu fyrir utan Upton Park. Fáranlegt að svona geti gerst í úrvalsdeildinni og líkt og sjá má hér fyrir neðan leit þetta afskaplega illa út.
Some pictures outside Upton Park. Absolute mayhem. Classy. pic.twitter.com/piVU1AyAln
— Liam Canning (@LiamPaulCanning) May 10, 2016
West Ham fans smashing the Manchester United team bus to pieces outside Upton Park. #MUFC
— Top Flight Talk (@TopFlightTalk) May 10, 2016
Gluggar rúturnar brotnuðu og fleira hresst. Menn voru eitthvað að segja að United hafi verið seinir á staðinn en það reyndist ekki rétt.
MUFC sources: bus left Canary Wharf 10 mins earlier than usual for trip to WHU. Arrived on time, then stuck a few yards away, bottles thrown
— Sam Wallace (@SamWallaceTel) May 10, 2016
Fávitinn sem eigandi West Ham er reyndi að klína þessu á United og sagði að ef menn myndu skoða rútuna kæmi í ljós að ekkert sæist á henni. *Ahemm.* Honum fannst verst að leiknum skyldi vera seinkað enda hafi West Ham menn planað mikla sýningu enda síðasti heimaleikurinn á Upton Park framundan.
David Sullivan: "If you check the coach there won't be any damage to it."
He's playing a blinder tonight. pic.twitter.com/937TYTbBee
— Adam Sweeney (@AdamWSweeney) May 10, 2016
Sullivan on delayed kick-off pic.twitter.com/M8VfPopdNP
— Tim Nichols (@TimNicholsDM) May 10, 2016
Þvílíkur fáviti.
Jesse Lingard tók þetta upp og ég ætla bara að setja það hér án athugasemda.
https://twitter.com/wozthegooner/status/730122716527906816
Ég ætla rétt að vona að West Ham verði sektað duglega fyrir þetta fáranlega atvik og helst ætti að skella félaginu í eitthvað heimaleikjabann á næsta tímabili, svona í tilefni þess að þeir eru að fara að fá glænýjan heimavöll á kostnað breskra skattgreiðenda.
Allavega, byrjunarliðið var svona.
Bekkur: Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Carrick, Lingard, Januzaj, Memphis
Fyrri hálfleikur
Þetta var alveg skelfilega slakur hálfleikur hjá United og okkar mönnum tókst á einhvern undraverðan hátt að vera hvergi á vellinum. West Ham lá í sókn en samt virtist enginn vera í vörn. Þegar okkar menn reyndu svo að sækja framar á vellinn var enginn frammi og enginn á miðjunni. Stórmerkilegt í rauninni.
Sóknartilburðir okkar reyndust vera tvennskonar. Annarsvegar dúndraði einhver varnarmaður fram þar sem Rashford eða Martial reyndu að elta boltann uppi án árangurs. Hinsvegar fékk Rooney boltann og reyndi klassískar Steven Gerrard Hollywood-bolta sem enduðu hvergi. Jibbí.
West Ham menn voru mikið mun öflugar í öllum aðgerðum. Þeir fóru á fullum krafti í allar tæklingar og voru miklu kraftmeiri allstaðar. Þeir uppskáru mark sem var fyllilega verðskuldað en einstaklega ljótt. Eftir fína sókn upp vinstri kantinn fékk Lanzini boltann einn í teignum. Viðstöðulaust og frekar dapurt skot hans fór beint í Blind og þaðan óverjandi í bláhornið.
West Ham hefði getað verið 3-0 yfir í hálfleik. Andy Carroll var af einhverjum ástæðum skilinn eftir í sókninni og rölti bara að marki eins einn og óvaldaður og hægt er. Sem betur fer var De Gea þó vel á verði og varði. Payet fékk svo fínt færi en arfaslakt skot hans fór langt yfir.
Þetta lofaði alls ekki góðu og þetta var eiginlega alveg ömurlegt að sjá. Wayne Rooney var manna lélegastur en varla mótti þá sjá hver var að spila verst hjá United.
Seinni hálfleikur
Carrick fór inn á fyrir Schneiderlin í hálfleik og við það braggaðist leikur United til muna. Okkar menn náði tökum á leiknum og uppskáru jöfnunarmarkið fljótlega í fyrri hálfleik. Rashford gaf á Mata sem gerði virkilega vel í því að koma boltanum í teiginn þar sem Martial, hver annar, var mættur og setti boltann í autt markið.
United-menn spiluðu mun betur eftir jöfnunarmarkið þó að West Ham ógnuðu alltaf markinu. Þeir virtust fá aukaspyrnu við hverja snertingu en það kom ekki að sök, strax í það minnsta.
Martial kom okkur yfir þegar um það bil korter var eftir og maður hélt þá bara kannski að þetta væri að fara að takast. En nei, að sjálfsögðu ekki var Adam lengi í Paradís. West Ham tróð tveimur mörkum í andlitið á okkur eftir fast leikatriði og skelfilega varnarvinnu í bæði skiptin.
Lokatölur 3-2 fyrir West Ham.
Bless, bless Van Gaal?
Sko, sitt sýnist hverjum um Louis van Gaal. Að mörgu leyti hefur hann staðið sig ágætlega en hann er þó að falla á þeim prófum sem skipta máli. Að ná ekki að minnsta kosti fjórði sæti með Manchester United er bara einfaldlega brottrekstrarsök, óháð því hvort menn vinni FA-bikarinn eða ekki.
Meistaradeildarsætið er einfaldlega ófrávíkjanleg lágmarkskrafa. Vissulega er United-starfið ekki það auðveldasta, vissulega þarf mikið að gera og vissulega hefur Louis van Gaal gert mikið af því sem þurfti að gera til að taka til eftir Moyes og það sem Ferguson skildi eftir og þurfti að laga. En, þú verður einfaldlega að gera allt þetta OG ná Meistaradeildarsætinu. Sorry, þannig er þetta bara.
Svo skulum við ekki gleyma því að Louis van Gaal datt líka út úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann hefur því fallið á þeim tveim mælistikum sem stjóri Manchester United er helst dæmdur eftir.
Þetta er ekki nógu gott, við búumst við meira og úrslit kvöldsins þýða varla annað en að á næsta tímabili verði einhver annar í brúnni hjá United.
Bjarni says
Ef þetta er ekki næg ástæđa til ađ mæta dýrvitlausir í leikinn og láta kné fylgja kviđi þá eru menn ekki međ hjartađ á réttum stađar. Nú vantar Keane.
Bjarni says
Plan A á enda, er til plan B?
_einar_ says
Mættu ekki til leiks. Ættu að vera 3-0 undir. LVG ekki með nein svör.. boltanum mokað fram í þau fáu skipti sem hann hrökklast til okkar. Mikilvægasti leikur tímabilsins og þetta eru viðbrögðin. Það versta er að þetta kemur mann ekkert á óvart.
Auðunn says
LVG var reyndar með ágætis svör en þá ákvað landi hans auminginn hann Blind að rústa þessu endanlega.
Ég er búinn að segja það í allan vetur að er tifandi tímasprengja í þessu hlutverki.
Helvítis fokking fokk. .
Bjarni says
LVG greinilega treystir á Blind annars væri hann ekki í liđinu.
Siggi P says
Þessi leikur kostar LvG persónulega ca 5 milljón pund (segi svona). Hafði enga trú á að hann fengi næsta ár. En þetta var spurning hvort hann yrði látinn fara vegna þess að samningi var ekki fullustað að ná 4. sæti eða hann hreinlega rekinn. Tapið kostar reyndar United mun meira. Næsta ár verður lykilár hvort við komum til baka eða verðum lengur utan Meistaradeildar. Það er ekkert grín og má bara alls ekki taka það léttvæglega.
_einar_ says
Ekki fannst mér þetta ágætis svör að setja Carrick inn fyrir Schneiderlin? Hversu margir leikmenn voru að spila úr sinni ideal stöðu í dag? Meirihlutinn í þessu liði á vellinum..
Vissulega má skella sök á Blind, en honum til varnaðar er hann hafsent og verður aldrei hafsent í toppliði. Því miður, hann var keyptur inn sem varaskeifa en er búinn að vera spilaður sem byrjunarliðsmaður í lykilstöðu.
Fyrir mína parta er þetta einfalt.. 4. sætið og áframhaldandi viðvera LVG með ströggl í deild og meistaradeild er ekki málið. Ed Woodward virðist ekki hafa getuna til að sjá það augljósa og mun ekki reka LVG fyrr en það er tölfræðilega útilokað að ná þessu fjórða sæti.. sem er algjört fokkin lágmark. Þetta hefði átt að gerast um jólin.
Það sem þetta lið þarf er ekki 4. sætið og meiri LVG og sama sagan á næsta ári. Þarf þarf hreinsun og nýtt blóð, ákafa og breytingu.
Martial og Rashford og DVG eina jákvæða við þenna leik. Skandall.
Pillinn says
Þetta er ekki boðlegt. Ég hef setið á mér allt tímabilið nánast en nú er mér nóg boðið. Mjög fáir leikmenn ættu að fá að spila á næstu leiktíð, Martial, Rashford og De Gea eru líklega þeir einu. Án gríns þetta er gjörsamlega ekki boðlegt. Eru núna dottnir út úr 4 sætinu og eiga ekki möguleika á FA miðað við þetta. Þannig að þvílíkt lélegt tímabil endar á stórkostlega lélegum nótum. Liverpool eru svo að fara að sigra EL og við ekki neitt, endum í að spila í EL og með engan bikar eftir tímabilið.
Miðað við hvernig tímabilið hefur verið, og gæðin í ensku hafa verið ömurleg þetta tímabil, þá er hrein hörmung að horfa á Utd núna.
Hef alltaf beðið með að tjá mig eftir leik en núna get ég ekki beðið, þvílíkt samansafn af rusli sem er hjá Utd þetta tímabil. Þegar þú ert með lið þar sem 3 leikmenn mega halda áfram (og Shaw, hann er búinn að vera meiddur) þá ertu í vanda. Ástæðan fyrir því að við áttum enn möguleika núna er bara vegna stórkostlegs getuleysis allra hinna „stóru liðanna“.
Bjarni says
SAF er ad plotta eitthvad 😊
Ingvar says
Skrifa þetta á LVG, nær bara ekki að mótivera fyrir crusial leiki. Sýnir sig í því að hafa ekki unnið leik eftir að við lendum undir, game over!!!!
van gaal out says
Þurfum hægri bak, hafsent, miðjumann/menn og alvöru striker. Ekki seinna en núna.
Cantona no 7 says
WH bann
Leikur ógildur ??
G G M U
Omar says
Eftir leikinn settist ég niður og skrifaði tveggja blaðsíðna reiðilestur sem innhélt skítkast á leikmenn liðsins, þjálfara og hve sárlega okkur vantaði hinn og þennann í hina og þessa stöðu á vellinum. En þegar ég var búinn að setja síðasta punktinn við pistilinn þá las ég hann yfir og áttaði mig á því að ég hljómaði eins og Púllari, svo ég eyddi þessu um leið.
Held að við verðum að sætta okkur við það að fallið af stallinum er hátt. Ég sé ekki að það sé raunhæft að eltast við stærstu nöfnin í sumar. Í dag erum við fallandi stórveldi, verðum sennilegast ekki í meistaradeildinni, með laskaðan leikmannahóp og stjóra sem allir virðast hafa misst trúnna á að geti látið nokkuð lið spila skapandi og skemmtilegan fótbolta.
Í stað þess að Woodward sé að elta skottið á sjálfum sér yfir Messi, Ronaldo eða Bale þá verðum við frekar að vera klókir í sumar, kaupa frekar leikmenn sem færri lið eru á eftir og passa betur í þær stöður þar sem við erum veikastir. Fjárfesta frekar í næsta Keane eða næsta Vidic, svona leikmenn sem spila með hjartanu og gefa allt fyrir liðið.
Ingi Utd says
Eina sem ég hef er helvítis fucking fuck
Heiðar says
Ef að Leicester gátu orðið meistarar með sinn hóp þá ættum við ekki að þurfa mikla hæfilleika í viðbót til að gera slíkt hið sama. Það þarf bara að sigla skipinu í rétta átt og stjórna hásetunum betur!
Það bara verður að taka föst leikatriði í gegn hjá liðinu í sumar…. vörnin er ekki góð fyrir en hörmuleg þegar kemur að föstum leikatriðum. Þar er maður eins og Rojo ekki starfi sínu vaxinn.
Ætla ekki að dæma Blind alveg jafnhart og sumir aðrir hér. Það má ekki gleymast að hann er fjölhæfur og líklega einna bestur United manna í að lesa leikinn. Hæfileikarnir upp á B í besta falli en það er gott að geta haft svona John O Shea týpu í hópnum. Ég get þó skrifað undir það að hann sé búinn að fá að spila alltof mikið miðað við getu. Fonsu-Mensah er framtíðarmaður!
Rauðhaus says
Þrír helstu þrotamenn gærkvöldsins:
1. Blind. Hann hefur sína hæfileika og allt það en í gær sýndi hann öllum heiminum hvers vegna hann getur ekki verið hafsent í stórliði í ensku úrvalsdeildinni. Sama hversu „snjall“ þú ert, það eitt og sér bætir aldrei við þig sentimetrum og kílóum.
2. Rojo. Alveg óþolandi hversu lítið er hægt að stóla á þennan mann. Honum er einfaldlega ekki treystandi, er alltaf í einhverju bulli. Sé ekki að hann eigi framtíð.
3. Schneiderlin. Var ömurlegur í fyrri hálfleik og sást vel hversu mikið leikur liðsins (amk með boltann) batnaði þegar Carrick kom inn. Þá fór boltinn allavegana stundum fram á við. Margir aðdáendur eru alltaf hissa þegar hann spilar ekki og keppast við að hrósa honum. Fyrir mér hefur hann valdið mjög miklum vonbrigðum, bjóst við miklu stöðugri og öflugri leikmanni. Gef honum áfram séns en alveg ljóst að hann þarf heldur betur að rífa sig í gang.
Sigurjón Arthúr Friðjónsson says
Þessu verður að ljúka hér og nú !! Allt annað er stórhættulegt fyrir klúbbinn og ekki síst fyrir okkur sem elskum þetta lið meira en margt annað hér á jörð ! Ég veit fyrir víst að margir af hörðustu stuðningsmönnum ManUtd velta því fyrir sér hvort ekki sé best að við bara töpum leikjum til að auka líkurnar á því að þessi hollenski skratti verði rekinn, hvað er í gangi ? Það er eitt lið í PL sem er búið að sýna stöðugleika í vetur og það er Leicester, öll hin liðin hafa skipst á að skíta upp á bak og við vorum líklega að missa af CL sæti í gærkvöldi !! LVG er búin að tvö ár og haug af seðlum til að búa til þokkalegt lið en hefur mistekist á öllum vigstöðvum nema FA cup…nb þar sem við farið allra auðveldustu leið sem hægt er að hugsa sér vegna þess að (eins og fram kom hér að framan) öll stóru liðin eru búin að gera upp á bak ! Ein fullyrðing að lokum “ Louis van Gaal er það lang versta sem komið hefur fyrir Manchester United í meira en 30 ár“
LVG OUT STRAX !
bjössi says
Ferguson vill greinilega Pottechino .. er það raunhæft ?
Rauðhaus says
Ef við gefum okkur að LvG fari í sumar og annað hvort Mourinho eða Pochettino yrði ráðinn, hvern myndu menn vilja? Er ekki hægt að henda inn smá könnun?
Omar says
Ég myndi kalla þađ veruleikafyrru ađ halda ađ þjálfari Tottenham myndi vilja taka viđ hjá okkur eins og stađan er núna. Hví ætti hann ađ vilja henda frá sèr spennandi verkefni eins og Tottenham, einmitt þegar starf hans er fariđ ađ bera àrangur?
Ég tel reyndar ađ hann geti þakkađ sumt af velgengninni honum Vilas Boas sem var rekinn á mjög furđulegum forsendum hjá Tottenham (eftir ađ hafa mistekist ađ vera á toppnum um àramót en samt í meistaradeildarsæti).
Rauðhaus says
Ég segi nú bara eins og Sir Alex:
„Lads… it´s Tottenham…“
Helgi P says
það var bara skelfilegt að horfa uppá þessa spilamenskuna í þessum leikvið erum kanski búinn að spila 5 góða leiki síðan LVG tókk við
Auðunn says
Van Gaal verður áfram af tvennum ástæðum.
Hans starfi sem hann var fenginn til að gera er ekki lokið. Stjórn United gerðu sér grein fyrir því þegar hann var ráðinn að það myndi taka 3 ár þessvegna fengu þeir hann til að skrifa undir 3 ára samning í stað 2 sem hann vildi.
Í öðru lagi er enginn annar betri stjóri á lausu.
Stjórn United mun bakka Van Gaal upp á leikmannamarkaðinum í sumar og sjá til þess að hann fái bæði þau gæði og þá leiðtoga sem þessu liði vantar.
Við erum að tala um 3-4 nýja leikmenn.
_einar_ says
Moyes fékk 6 ára samning.. just sayin’ ;)
Það er sjaldan að bestu þjálfararnir séu „á lausu“ en það þýðir þó ekki að það sé útilokað að þeir skipti um starf einsog gengur og gerist. Ef (og sem reyndar lítur allt út fyrir að gerast) United nær ekki fjórða sætinu þá þýðir það tekjulegt stórslys. Fyrir utan augljósar tekjur af deildinni sjálfri eru margir samningar hreinilega beintengdir veru liðsins á meðal þeirra bestu.. Sbr. risastóri £75m-per-ár Adidas samningurinn var beintengdur árangri (http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/manchester-united/11003145/Manchester-United-must-reach-Champions-League-within-two-seasons-of-start-of-Adidas-deal-or-face-23m-penalty.html). Ed Woodward á eflaust erfitt með svefn þessa daganna.
Ég sé stjórnina ekki bakka upp þjáfara sem nær ekki lágmarksárangri (notabene – lágmarks) eftir að hafa fengið töluvert fjármagn til að mynda sigurlið undanfarna 4 leikmannaglugga.