Lið United hafði verið spáð fyrir leikinn, Cameron Borthwick-Jackson komst ekki í hóp en Marcos Rojo byrjaði í stað hans
Varamenn: Romero, Darmian, Jones, Schneiderlin, Herrera, Young, Lingard
Lið Palace er með einni breytingu frá því sem spáð var, James McArthur í stað Puncheon
Varamenn: Speroni, Kelly, Mariappa, Sako, Puncheon, Gayle, Adebayor.
Þessi fyrsti bikarúrslitaleikur United í níu ár byrjaði með.því að United hélt boltanum, engum á óvart, fyrsta hornið kom á sjöttu mínútu en ekkert varð úr því. United pressaði síðan nokkuð áfram, fékk horn og fleira, en fékk ekki færi að ráði.
Í fyrstu sókn Palace á sautjándu mínútu fékk Smalling spjald fyrir brot á Conor Wickham, hefði verið áhugavert ef Clattenburg hefði látið leikinn halda áfram því Wickham stóð upp en Palace náði ekki að nýta sér aukaspyrnuna.
HInu megin átti Mata ágætt skot sem Hennessey varði mjög vel. Fellaini hefði átt að gera betur í skalla að marki en í staðinn fékk United enn eitt hornið. Þetta var ansi mikið eins og leikir United hafa spilað til baka, Palace hélt sig vel til baka og United náði ekki að spila sig í gegn. Stöku sóknir Palace gætu alveg hafa verið hættulegri.
EIn fín sókn leit dagsins ljós á 32. mínútu, Rashford kom upp hægra megin lék glæsilega á varnarmann, náði fyrirgjöfinni og Martial skaut í varnarmann.
HInu megin var Rooney heppinn að fá ekki á sig víti. Zaha hitrti boltann af Blind, lék inn í teig og Rooney var allt í einu kominn þar og tæklaði Zaha. Endursýningar sýndu að Rooney náði ekki til boltans, en Zaha féll við, handlék boltann og fékk dæmt á sig.
Það sem eftir var hálfleiks gerðist afskaplega fátt, og síðasta skipti á leiktíðinni fór United inn í hléið með markalausan leik.
Seinni hálfleikur byrjaði af nokkru meira fjöri, bæði lið sóttu og Fellaini komst í gegn a 53. mínútu þrumaði í samskeytin, út. Leikurinn snérist aftur yfir í að United hélt boltanum, Valencia náði síðan fyrirgjöf sem Martial skallaði í stöng. Bakvarðaskiptingin góða kom á 65 mínútu, Rojo meiddist eftir slæma tæklingu frá Delaney og Darmian kom inná.
Rashford fékk líka að kenna á Palace leikmönnum, stappað á hnéð á honum, reyndar óvart og Ashley Young kom inná fyrir hann á 72. mínútu og fór í senterinn.
Palace hélt áfram að verjast vel, oft með átta menn í teig og sótti síðan. Mark þeirra kom á 78. mínútu þegar varamaðurinn Jason Puncheon sem komið hafði inná fyrir Cabayé sex mínútum fyrr fékk boltann út vinstra megin, alveg næstum rangstæður. Puncheon lék upp að marki og nelgdi inn milli stangar og De Gea. 1-0.
Jöfnunarmarkið kom þrem mínútum síðar. Rooney lék upp alla miðjuna frá vinstri til hægri, varnarmenn neyddu hann alveg upp að endamörkum en Rooney náði samt fyrirgjöfinni yfir á fjær stöngina þar sem besti brjóstkassi í boltanum tók boltann, lét Mata um skotið sem fór í fætur Ward og inn.
United sótti ákaft það sem eftir var og Palace vörnin var orðin ansi þreytt. Síðasta skipting United kom á 90. mínútu, Jesse Lingard kom inná fyrir Mata. En United gat ekki gert neitt þessar fimm mínútur sem bætt var við og framlenglng var staðreynd
Fyrri hálfleikur framlengingarinnar var meira af leiðindabolta en á 11. mínútu hennar átti Bolasie hörkuskot sem koma af Blind og De Gea þurfti að verja glæsilega í horn. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins braust Crystal Palace út úr vörninni og Chris Smalling ákvað að rúbbítækla Bolasie niður og grípa svo í fætur Bolasie. Það nægði til að Smalling fékk sitt annað gula og varð fjórði leikmaðurinn í sögunni til að láta reka sig útaf í bikarúrslitum. Gersamlega fáránleg ákvörðun hjá Smalling.
Strax í upphafi seinni hálfleik fékk Dwight Gayle boltane inn fyrir en De Gea kom enn til bjargar og varði skotið. Hinu megin átti Carrick óvaldaðan skalla og átti að gera mun betur en að skalla rétt fram hjá, en strax í næstu sókn skoraði Lingard. Valencia kom upp og skaut lágum bolta inn í teiginn, Palace hreinsaði út á Jesse sem hamraði boltanum hárnákvæmt milli varnarmanna og í þaknetið. Glæsilegt mark!
De Gea varði í úthlaupi á móti Zaha og Palace sótti síðustu mínúturnar en náðu ekki að eyðileggja tólfta bikarsigur Manchester United!
Bjarni says
Yfirspilađir af hröđum leikmönnum Palace, bođar ekki gott.
Hjörtur says
Vona að ég hafi ekki rétt fyrir mér, en ég er einhvern veginn á þeirri skoðun að við töpum þessum leik. Mér finnst svo mörg marktækifæri hafa farið forgörðum, þannig að það veitir ekki á gott þegar svo er.
Omar says
Samt, Young í framherjanum??
Virkilega Van Gaal?
Djöfulsins f&%%&/$ drulla!!!
Helgi P says
djöfull getur Smalling verið heimskur
Omar says
Jáááááá!!!
Splæsi á línuna!!
Siggi P says
Goodbye and thank you for the FA Cup!
Karl Gardars says
LVG FOREVER!!!!
Ha??!!!!
Auðunn?? ;-)
Robbi Mich says
Glæsilegt, til hamingju með daginn.
Hjörtur says
Smalling hefur í mínum augum alltaf verið svona hálfgerður hlunkur. Hann á það til ansi oft að nota hendurnar í að toga eða ýta mótherjanum, og fengið ansi oft dóm á sig fyrir það. Svo hef ég aldrei skylið hvað hann er að dandalast fram undir miðju, þar sem hann er nú ekki sá fljótasti á hlaupunum, og hefur yfirleitt ekki roð við framherjum annara liða. En það var ánægjulegt að við skyldum ná í þennan bikar.
óli says
Eg vona innilea að Van Gaal verði ekki áfram, en ég er samt að vissu leyti sammála honum að þessi sigur sé mikilvægari en meistaradeildarsæti. Bikartitillinn verður skráður í sögubækurnar, en að liðið hafi ekki komist í meistaradeildina mun gleymast. Ég held að félagið þoli líka alveg að vera utan meistaradeildarinnar á næsta tímabili – þó það verði auðvitað helvíti sárt fyrir okkur stuðningsmennina. Vonandi verður deildarárangurinn bara þeim mun betri!
Cantona no 7 says
Til hamingju allir stuðningsmenn Man. Utd.
G G M U
Heiðar says
Innilega til hamingju félagar! Síðast vann United þennan titil á fyrsta ári Ronaldo hjá liðinu! Spáið í því!! Stórkostlegt að hafa loksins, loksins náð að fara alla leið í FA Cup. Oft komumst við nálægt því. Yfirspiluðum Arsenal í úrslitunum 2005 en töpuðum í vító, töpuðum fyrir Chelsea í framlengingu árið 2007 og stuttu seinna komumst við í undanúrslit gegn Everton þar sem við neyddumst til að spila með hálfgert varalið, vegna leikjaálags. Eitt mesta svekkjelsið var þó árið þar sem við duttum út fyrir Portsmouth (sem unnu svo bikarinn) í 8 liða úrslitum í leik þar sem við áttum 30 skot á markið. Hefðum við unnið þann leik hefðu bara neðrideildarlið verið eftir handa okkur í síðustu tveimur leikjunum.
Þetta var verðskuldaður sigur í dag. Þegar við vorum búnir að hitta stangirnar tvívegis var mér á orði að þetta liti út fyrir að vera týpískur leikur þar sem okkur væri ekki ætlað að skora en andstæðingurinn myndi refsa með einu marki. Það var því ekki bjart yfir mér þegar að Puncheon skoraði. Okkar menn eiga mikið hrós fyrir hvernig þeir brugðust við og þar dró Wayne nokkur Rooney algjörlega vagninn :)
Maður brosir næstu dagana :)
Hrannsó says
Þetta dæmi með Rooney var aldrei víti. Zaha sparkaði sjálfan sig niður, sést vel í endursýningu. Rooney kom ekki við hann.
Veit ekki á hvaða leik menn voru að horfa á en það var mikið um að vera í þessum leik og hann mjög góður.
Færi, stangarskot, rautt spjald, umdeildir dómara, framlenging og 3 mörk. Áttu menn von á 10 mörkum og færum í hverri sókn??
Vantar meiri jákvæðni í þetta . Koma svo! !
Simmi says
Thad var serstaklega anaegjulegt ad sja Rashford og Lindgaard i dag. Rashford klarlega med betri monnum a vellinum, bjo til tvo daudafaeri. Sidan kemur Lindgaard af bekknum og tryggir okkur sigur….i urslitaleik FA cup. Badir ungir uppaldir United menn.
Dogsdieinhotcars says
geggjaður sigur sem fellur algjörlega í skuggann af vel tímasettum ummælum umboðsmanns Móra. Veiii, flott að vera komnir með svona karla í brúnna
Halldór Marteinsson says
Þetta var æðislegt, þvílík skemmtun og bara skemmtilegra að vinna bikarinn á þennan hátt :)
Ætla að vera ósammála um að þetta hafi verið fáránleg ákvörðun hjá Smalling þegar hann fékk rauða spjaldið. Hann reynir að ná boltanum, það tekst ekki og hann sér fram á að Bolasie og annar snöggur Palace maður (Gayle, minnir mig) væru að komast í 2 v. 1 stöðu gegn hægum Blind. Vissulega hefur Blind góðan leikskilning og vissulega var David De Gea í markinu en með þessa leikmenn Palace þá hefði maður talið að þeir væru líklegir til að nýta færið og skora.
En auðvitað er rosalega þægilegt að vera á þeirri skoðun í ljósi þess að United náði samt að vinna leikinn :P
Þvílíka gleðin sem þetta var annars, mig er búið að langa svo mikið að sjá United lyfta þessum bikar í langan tíma.
Helst að það hafi gert þetta ljúfsárt að mögulega (ansi líklega jafnvel) var þetta síðasti leikur Michael Carrick fyrir United. Ef svo er þá er allavega viðeigandi að hann endi þetta svona, sá frábæri leikmaður.
Rúnar Þór says
Það eru allir að drulla yfir Smalling. Var hann ekki bara að fórna sér fyrir liðið og mögulega bjarga marki? Ef hann hefði sleppt honum þá hefði verið bara 1 á 1 við De Gea.
Svo hef ég tekið eftir því að Rojo vinnur nánast aldrei skallaeinvígi haha, frekar skondið miðað við hvernig hann er byggður
Runólfur Trausti says
Þvílíkur leikur.
Þílíkur karakter.
Eftir að skjóta í slá og stöng … og lenda svo 1-0 undir þá hefði maður haldið að liðið gæti brotnað. Sérstaklega miðað við hversu hörmulegt blessað liðið er að koma til baka undir stjórn Van Gaal en BÚMM! Þvílíkt comeback, og það manni færri.
Það er eitthvað mjög ljóðrænt í að sjá Jesse Lingard skora sigurmarkið, sá leikmaður sem Van Gaal hefði eflaust hvað fljótast geta afskrifað eftir að hann meiddist illa í fyrsta deildarleik undir stjórn Hollendingsins. Ef honum hefur fundist hann skulda Van Gaal eitthvað þá borgaði hann það til baka í gær, þvílíkt finish hjá drengnum.
Leikurinn var aldrei að fara vera jafn auðveldur og deildarleikurinn um daginn. Sérstaklega ekki gegn líkamlega nautsterku Crystal Palace liði með þessar rakettur á vængjunum. Sást bersýnilega í gær að allt tal um að losa sig við Fellaini er í raun fásinna, það þarf að eiga einn svona fauta gegn sumum liðum, guð hvað það hefði verið gott að eiga hann gegn West Ham í deildinni!
Að lokum þá tel ég að Smalling hafi verið að „taka einn fyrir liðið“. Í fyrra skiptið … það er ekki hægt að verja það, frekar klaufalegt en ef Clattenburg (Howard Webb Junior) hefði ekki flautað þá hefði hann sloppið við spjaldið og Palace líklega skorað. Í seinna skiptið þá held ég að hann hafi talið að ef Bolaise myndi sleppa í gegn og aðeins Blind að elta hann uppi þá gætu hlutirnir endað illa og það væri auðveldara að vera 10 gegn 11 síðustu 15 heldur en marki undir. Undir þeim kringumstæðum held ég að hann hafi tekið rétta ákvörðun þó að hans eigin mistök hafi vissulega komið honum í þær aðstæður.
Ps. Að tala um Smalling sem „hlunk“ og „hægan“ er hlægilegt þar sem hann er með fljótari leikmönnum liðsins í öllum hraðamælingum og með fljótari hafsentum deildarinnar.
Annars bara gleðilegt Silly Season, Gleðilegt sumar OG GLEÐILEGAN MOURINHO!