Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var ekki byrjaður þegar fréttir bárust frá öllum helstu miðlum: José Mourinho verður nýr framkvæmdastjóri Manchester United í næstu viku. Það sem var ólíkt fyrri fréttum af sama efni var að miðlar á borð við Daily Telegraph og BBC birtu þetta eftir eigin heimildum, án þess að vitna í aðra sem er venjan með slúður.
Þegar bikarinn var unninn voru þessar fréttir orðnar á alla vitorði og það er vel skiljanlegt að Louis van Gaal hafi svarað þessu með að taka bikarinn inn með sér á blaðamannafundinn eftir leikinn og notað hann til að svara fyrir sig
I show you the cup. And I don’t discuss it with my friends in the media, who have already sacked me for six months. Which other manager could do what I have done?
En svarið við þessari spurningu er líklega „José Mourinho“ Frekari fréttir báru það með sér að um leka hefði verið að ræða og uppruninn hjá Jorge Mendes, umboðsmanni Mourinho. Van Gaal hefur verið óþægur ljár í þúfu Mendes, eins og með meðferðinni á skjólstæðingum Mendes, þeim Ángel di María og Falcao. Því hafa menn leitt getum að að þetta sé hefnd Mendes, að eyðileggja bikarsigurinn fyrir van Gaal.
Blaðamaðurinn Miguel Delaney heldur því fram að Van Gaal hafi verið tjáð á miðvikud að þetta yrði raunin. Ef svo er þá dulbjó Van Gaal það vel á laugardaginn.
En það lítur allt út fyrir að José Mourinho verði kynntur sem nýr framkvæmdastjóri Manchester United ef ekki í dag, þá á morgun.
Blöð dagsins eru full af greinum um hvers vænta megi af Mourinho og álnarlangir listar fylgja af leikmönnum sem hann ætli sér að kaupa. Zlatan Ibrahimovic er þar efstur á blaði og Sportsbladet í Svíþjóð heldur því meira að segja fram að hann verði aðstoðarþjálfari Mourinho. Það verður nóg af þessum sögum næstu vikurnar.
En líklega áhugaverðasta grein morgunsins er frá Daniel Taylor í Guardian þar sem farið er rækilega í saumana á því hversu óánægðir leikmenn hafa verið með Van Gaal. Nú þegar dagar hans sem stjóra eru taldir eru leikmenn meira en til í að tjá sig um það. Þó að eitthvað af þessum atriðum hafi verið þekkt er augljóst að það voru ekki bara stuðningsmenn sem voru ónægðir með leikstíl Van Gaal.
En þetta verður ekki síðasta fréttin um þetta mál. Við verðum á vaktinni og segjum frá þegar eitthvað gerist
Pillinn says
Til hamingju með bikarsigurinn um helgina. Hann var fínn. Langt síðan enski bikarinn vannst síðast.
En að sögusögnunum sem eru nánast allar staðfestar :(
Ég hef lítinn áhuga fyrir Mourinho sem þjálfara, ég mun auðvitað styðja hann samt sem þjálfara Utd en held að hann sé ekki gott skref fyrir okkur. Þetta gerir það að verkum að við missum væntanlega Giggs, sem ég vildi að tæki við af van Gaal. Finnst hann alveg eiga það skilið. Einnig finnst mér alveg ömurlegt hvernig kúbburinn hefur höndlað allt í kringum van Gaal, segja aldrei neitt um hann og gefa honum aldrei stuðning í fjölmiðlum.
Ástæðan fyrir því að ég held að Mourinho sé ekki sá maður sem við þurfum þá er það vegna þess að hann byggir aldrei upp til framtíðar. Finnst eins og ungu leikmennirnir sem voru að koma upp núna, vegna meiðsla að vísu, verði allir skildir eftir og látnir fara eitthvað annað. Held að Rashford verði kannski áfram en ætli Mourinho losi sig ekki við hina.
Einnig finnst mér glatað að þetta geri það að verkum að Mata mun fara og það er leikmaður sem ég vill alls ekki missa. Vill að hann fái að spila í sinni stöðu en ekki úti á hægri kant. Ég á sumsé von á því að að Lingard fari líka. Einn af þessum uppöldu sem fá ekki sénsinn hjá Mourinho.
Mourinho er svo þekktur fyrir að gera miklar kröfur til leikmanna sinna, Zlatan lýsti því að hann væri svo mikið að rugla í andlegu hliðinni á leikmönnum þannig að menn geta verið alveg búnir á því og þannig hefur það verið með liðin sem hann hefur þjálfað. Þegar hann fer hafa liðin ekki verið að standa sig. Menn bara andlega búnir á því virðist vera. Ég reikna alveg með að hann geti skilað einhverjum titlum en þegar hann svo fer eftir 3 ár skilur hann eftir leikmenn sem eru alveg búnir á því og verða eins og Chelsea hafa verið þetta tímabil.
_einar_ says
Ég þakka LVG fyrir FA bikarinn en meira var það því miður ekki. Þrátt fyrir mikla eyðslu fór liðinu ekki fram og FA Cup bikarinn góð endastöð.
Ótrúlega stórt statement ef þetta er rétt með Mourinho. Það verður bara að segja að Mourinho er einn færasti og sigursælasti þjálfarinn í heiminum í dag. Hann er á lausu og besti kosturinn.
Ég er vissulega á báðum áttum.. annars vegar hef ég hreinlega aldrei kunnað vel við Mourinho.. hatað að spila á móti honum og hafði virkilega gaman að þessu meltdowni hjá honum og chelsea í haust. En hann er fæddur sigurvegari og það er það sem Man. Utd. þarf núna.
Það er slúðrað um 5-ára samning og yfirleitt um hæl birtist dómsdagsspá um að hann verði farinn eftir 2 ár. Sjáum til, hann er allavega, miðað við stöðu klúbbsins í dag, gamble sem er þess virði að taka. Ekki stoppar Pep Guardiola lengi við hjá sínum klúbbum, af hverju heyrði maður ekki samskonar gagnrýni þegar City réð hann?
Eins skil ég ekki fullkomlega þessa sífelldu gagnrýni varðandi ungdóminn og hann muni losa við alla unglingana og ekki gefa neinum séns. Ef leikmenn er góðir þá fá þeir séns, ég trúi ekki öðru.
Leikmenn hafa þróast og sprungið út hjá Mourinho, að halda öðru fram er vitleysa. Drogba var 25 ára og engin risastjarna áður en Mourinho keypti hann til Chelsea. Hann keypti Raphaël Varane á 8m frá Lens, 18ára til Madrid og setti inn í eitt stærsta lið heims, Petr Cech var 22 ára þegar hann keypti hann setti beint framyfir Cudicini.. það er hægt að telja ansi mörg svona dæmi.
Vissulega seldi hann De Bruyne, það voru mistök.. alveg einsog hjá SAF að gefa Paul Pogba ekki meiri séns og missa hann. Það getur gerst.
José, Pep, Klopp og Wenger allir í sömu deild. Þetta verður veisla :)
Auðunn Atli says
Þetta er allt saman mjög áhugavert.
Ég er algjörlega sammála öllu sem Pillinn segir hérna að ofan en mun að sjálfsögðu styðja Móra og vona að honum gangi vel.
Það er ekki verið að ráða pappakassa eins og Moyes, það er verið að ráða mann sem hefur skilað titlum og hefur náð árangri. Hann ætti að gera það sama hjá United.
Ég vona að þessi ákvörðun komi ekki í hausinn á mönnum eftir 1-2 ár og það þurfi að byrja enn einusinni upp á nýtt…
Móri þarf að byrja á því að versla réttu mennina í réttar stöður, grunnurinn er góður.
En ég ætla nú rétt að vona að það sé ekki rétt að Zlatan verði hans aðstoðarmaður eins og eitthvað slúðrið segir. Nenni ekki að fá trúð í það hlutverk.
Rauðhaus says
Alveg ljóst að það er allt í gangi og ótrúlegur dagur brátt á enda.
Það er alveg hægt að fullyrða að LvG er farinn og Mourinho mun taka við. Það er skrítið en einhvern veginn er maður með blendnar tilfinningar yfir þessu öllu, en samt mjög spenntur.
Flestallir aðdáendur fögnuðu ráðningur LvG, þarna var kominn maður með þann karakter sem þarf í þetta starf. Maður sem bognar ekki undan pressu og fer sínar leiðir. Þetta er sennilega fyrsta boxið sem þarf að tikka í áður en stjóri er ráðinn til Man.Utd. Þetta box tikkaði David Moyes aldrei í, enda sá maður fljótt hversu fullkomlega bugaður hann var í þessu hlutverki.
En því miður gekk þetta bara ekki upp hjá LvG. Ég var mjög lengi á vagninum, og svona on/off alveg í lokin. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að ef sögusagnirnar eru réttar með þessar e-mail sendingar o.s.frv., að hann var algjörlega búinn að missa klefann og þar með ekkert annað í stöðunni en að láta hann fjúka. Þetta er harður bransi og stundum þarf að taka svona ákvarðanir.
Hitt er svo annað mál að ég held að flestir aðdáendur kunni vel við karakterinn LvG. Það verður aldrei tekið af honum að hann er stórmerkilegur karakter og lét mann hvað eftir annað hlægja með ummælum sínum og háttsemi. Síðasti blaðamannafundurinn er gott dæmi, setningarnar „my friends at the media“ og „thanks for the congratulations“ eru ágæt dæmi.
Það er svo líka skammarlegt af klúbbnum (Ed Woodward) hvernig að brottvikningunni er staðið. Hversu erfitt er að fyrir manninn að standa að þessu eins og maður? Þvílík gunga að geta ekki staðið fyrir framan menn og sagt hreinskilningslega að það sé álit klúbbsins að þetta sé betra til framtíðar. Þetta gerðist líka hjá Moyes og er fáránlegt í alla staði. Og mér finnst ekki afsakanlegt þó það kunni að vera að Mendes hafi lekið þessu. Þetta er bara slappt og á að framkvæma með betri hætti.
Ég er þess þó fullviss að vinna LvG muni koma sér vel fyrir klúbbinn á næstu árum. Ég held jafnvel að hans áhrif muni mest koma fram síðar.
En eftirmaðurinn er ekkert no-name. Jose Mourinho er ótrúlega sigursæll en að sama skapi umdeildur. Það er sjaldan lognmolla í kringum hann og ljóst að mörg „stríðin“ eru framundan. Fergie var svo sem líka þannig en samt ekki á því stigi sem Jose á það til að fara á.
Það eru svo sterkar sögusagnir um Zlatan í gangi. Það væri náttúrulega magnað og ég er ekki frá því að það værri einstaklega hentugt að fá þannig mann núna. Gleymum því ekki hversu ótrúlega ungur Rashford er, við getum ekki lagt þá pressu á hann að vera aðalstrikerinn á næstu leiktíð. Þvílíkur skóli fyrir hann, Martial og fleiri unga ef þeir fá tækifæri til að æfa og spila með svona manni í 1 og jafnvel 2 ár.
Það eru spennandi tímar í gangi.