Nú eru rétt tæpir tveir mánuðir í að enska deildin hefjist á nýjan leik og þá er ekki seinna vænna en að fá leikjadagskránna fyrir næsta tímabil. Hún datt inn um lúguna í dag og lítur svona út fyrir Manchester United:
Helstu lykildagsetningar eru eftirfarandi[footnote]Með fyrirvara um að dagsetningar muni breytast eitthvað vegna Evrópudeildarinnar[/footnote]]:
- Mourinho og Pep mætast í Manchester-slagnum 10. september og 25. febrúar
- Við mætum Liverpool 15. október og 14. janúar
- Mourinho snýr aftur á Stamford Bridge þann 22. október
- Jólatörnin er hin sæmilegasta.
- Við mætum Arsenal og Tottenham í 36. og 37 umferð.
Við fyrstu sýn er þetta hin ágætasta dagskrá. Byrjunin er ekkert alltof strembin og góðar líkur á góðum úrslitum í ágúst og september. Þáttaka okkar í Evrópudeildinni mun eitthvað fikta í þessu og leikir verða færðir til og frá vegna hennar. Svo ber auðvitað að hafa í huga að nú verða nokkrir leikir á dagskrá föstudögum í vetur.
Opnunarleikurinn verður á útivelli gegn Bournemouth þann 13. ágúst. Þess ber að geta að Mourinho hefur aldrei tapað fyrsta leik tímabilsins á Englandi. Við reiknum fastlega með að það haldi áfram á komandi tímabili.
Leyfum svo Rio Ferdinand að eiga síðasta orðið um leikjadagskránna
Oct & May automatically stand out as potentially tricky months…huge away games for @ManUtd !
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) June 15, 2016
Slúðrið
Sky Sports segir svo að Zlatan sé búinn að semja við United og muni fara í læknisskoðun eftir EM. Planið var að ganga frá þessu fyrir EM segir Sky Sports en það hafi ekki tekist vegna skuldbindinga Zlatan með sænska landsliðinu. Menn eru þó afslappaðir yfir þessu og búast við að þetta gangi í gegn þegar Svíar detta út úr EM.
Það er svo sem ekki mikið að frétta í slúðurdeildinni enda EM í fullum gangi eins og allir vita. BBC segir að Henrikh Mkhitaryan, sem á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Dortmund hafi sagt félaginu að hann myndi ekki endurnýja samninginn sinn og vilji fara til Manchest er United. Mkhitaryan er framliggjandi miðjumaður og ef ykkur vantar meiri upplýsingar um hann er best að spyrja Liverpool-mann enda var þetta draumaleikmaðurinn þeirra fyrir ekki svo löngu síðan.
Henrikh Mkhitaryan has told Dortmund he won't sign a new contract. He prefers @ManUtd to @Arsenal. https://t.co/y1WZe70MnN via @BBCSport
— Simon Stone (@sistoney67) June 15, 2016
Blöðin á Englandi herma svo að John Stones sé eftirsóttasti miðvörður Englands um þessar mundir. Bæði City og United vilja fá hann og ætla sér í verðstríð um hann. Það kemur ekkert á óvart að Mourinho vilji fá Stones enda reyndi hann allt hvað gat að fá miðvörðinn unga til liðs við Chelsea fyrir síðasta tímabil. Sjáum hvað setur.
Mikilvægast af öllu er þó kannski það að Jorge Mendes-blaðamaðurinn Duncan Castles segir að Real Madrid hafi misstekist að sannfæra David de Gea um að ganga til liðs við félagið. Klásúla þess efnis að Real geti keypt hann fyrir ákveðið verð ku renna út í dag. Mourinho á að hafa verið í stöðugu sambandi við De Gea til þess að láta hann vita að hann hefði engan áhuga á því missa markmanninn ótrúlega og það virðist hafa virkað. Því fagna allir góðir menn enda ljóst að De Gea er besti markmaður í heiminum í dag, það er á kristaltæru.
Rúnar Þór says
Hvenær kemur næsta podkast sem talað var um? eftir EM?
Magnús Þór says
@Rúnar Þór: Erum að vinna í því. Það er erfitt að smala öllum saman á þessum árstíma og sérstaklega á meðan þessi EM-hátíð stendur yfir. Við erum að vonast til að taka upp sem fyrst.