Rauðu djöflarnir
Við tókum upp 24. þáttinn af Podkasti Rauðu djöflanna
Bjössi skoðaði hvort 110 milljónir punda fyrir Paul Pogba sé sturluð fjárhæð eða algerlega eðlileg.
Paul Pogba
Guardian segir að gengið verði frá kaupum á Pogba innan 2 daga.
Hraði og kraftur Paul Pogba yrði fullkominn fyrir ensku úrvalsdeildina sem segir ansi margt um hana.
ESPN fer yfir kostina og gallana við að kaupa Paul Pogba.
Hvar passar Pogba best inn á miðjuna hjá United? Squawka reynir að finna svarið.
Miguel Delaney skoðar af hverju Mourinho vill endilega fá Pogba.
Scholes finnst upphæðirnar allt of háar sem nefndar eru í tengslum við Pogba.
Myndir frá fyrstu æfingu Zlatan með United
Zlatan
Zlatan mætti til æfinga hjá United í fyrsta sinn í dag (fimmtudag).
Zlatan sagði nei við Beckham til að koma til United.
Hjálpar koma Zlatans Rashford að þróast?
Mourinho
Mourinho hefur farið víða en fyrsta verk hans er alltaf að tryggja kraftmikla leikmenn í ákveðnar lykilstöður.
Mourinho vill halda í Mata.
Eftir fíaskóið í Kína fær Mourinho að ráða hvernig fyrirkomulagi á komandi æfingarferðum verði.
Annað
Enska deildin er búið að gera nokkrar reglubreytingar sem byrja á þessu tímabili.
Nauðsynleg lesning um flækjur og smáatriði tengd leikmannaviðskiptum.
James Horncastle telur að Anthony Martial muni græða mest á endurkomu Luke Shaw og kaupunum á Zlatan og Mkhitaryan.
United Rant skoðar hvernig United fór að því að eiga loksins gott sumar með leikmannakaup.
Hver er þessi Tuanzebe sem Mourinho hrósaði hástert eftir leikinn gegn Wigan?
United Rant athugar hver staðan er á Januzaj þessa dagana? Jamie Jackson hjá Guardian gerir það líka og veltir fyrir sér hvert hann stefnir.
Samuel Luckhurst veltir fyrir sér hvort united sé of stór klúbbur fyrir Memphis.
Áhugaverð grein um hvað Big Sam getur komið með í enska landsliðið, og hvaða United menn gætu mögulega verið hluti af því.
AFC Wimbledon er öskubuskusaga enska boltans síðustu 15 ár. En það er fleira en fótbolti í enskri íþróttamenningu.
Stríðnispúki vikunnar
En route 66 👊🏿 route 66 #holidays #route66 pic.twitter.com/VwB5WzEedR
— Paul Pogba (@paulpogba) July 27, 2016
Bjarni says
Farið að klára málin með Pogba, kæri Móri og Woodward, þetta er búið að taka allt of langan tíma. Klára fríið mitt á morgun og þá verður þetta að vera komin í höfn annars…. Hef haft fiðring í maganum fyrir komandi tímabili síðan Zlatan var staðfestur en nú er komin smá ónot þar sem ekki eru öll leikmannamál komin á hreint. Virðist alltaf vera einhverjar flækjur og snúningar hjá Utd varðandi samninga eftir að litli skrattakollurinn tók við enda er búið að semja við allskonar sponsora út um allan heim síðustu árin þannig að greinilega er að mörgu að huga. Miðja og sókn eru í lagi en spurningarmerki eru enn við vörnin. Reyndar kemur Shaw líklega sterkur inn, nýi leikmaðurinn er ? og allir vita hvað Smalling getur.
Bjartsýnn, já ég er það fyrir fram en við munum samt leka inn mörkum af og til í vetur en hef trú á að miðjan og sóknin skili sínu og vel það. Annað væri óeðlilegt eins og staðan er í dag.
Bíð spenntur eftir góðgerðarleiknum, prófsteinn á komandi leiktíð.
Einu sinni UTD alltaf UTD.
Karl Gardars says
http://www.punditarena.com/football/jmurphy/watch-adidas-essentially-confirm-paul-pogba-manchester-united-done-deal/
Karl Gardars says
Bjarni minn, ertu ekki að gleyma að Dave Saves! :)
Ég hugsa að Basti fari og Pogba komi. Carrick á eftir að eiga sitt besta tímabil hingað til og Shneiderlin, Jones ásamt Timbo munu koma á óvart.
Mata fer líklega og ef Bailly stendur sig þá erum við að ég tel í ágætis málum. Hópurinn er fjári breiður sem stendur og margir pjakkar að banka á aðalliði dyrnar. Móri er búinn að tékka í rétt box hvað mig varðar hingað til og minnz er orðinn afar spenntur!
Góða helgi!
Lúftpanzer says
Held að Pogba dílínn sé „löngu“ kominn í hús. Það er bara smá markaðspartí í gangi núna í kosti Adidas, who can blame them? Þeir eru að sponsa Pogba og með einn stæðsta íþrótta-spons-samning sögunnar við United.. auðvitað vill Adidas bita af kökunni. Þetta twitter stunt sem er í gangi núna hefur eflaust verið engineerað frá upphafi.
Fyrst koma Mino fram með ‘There is no deal done regarding Paul Pogba, lots of bla bla bla.’
Svo kom
https://twitter.com/adidasUK/status/758572672255156224
svo
https://twitter.com/adidasUK/status/758226180893970432
og svo núna með stormzy í broddi fylkingar
https://twitter.com/adidasUK/status/758697011499573248
…
Adidas er að mörgu leyti að borga brúsann, svo, let’em have it segi ég bara.
Djöfull er ég sáttur með þetta (EF ÞETTA GENGUR EFTIR 7-9-13)
…
Maður getur ekki verið annað en pirraður með gang lífsins.. að þurfa sætta við við leikmannaglugga með #Zlatan, #Mkhitaryan and #Pogba (og Bailly) er frekar erfið hlutskipti :D
Karl Gardars says
Sammála panzer, frekar vildi ég vera púðlurnar sem voru að missa „Pirlo ríka mannsins“ eins og einhver down to earth púlara sparkspekingur kallaði hann… ;-D
Hjörtur says
haha. Það er ekki hægt að líkja þessu við neinn glugga síðustu 3 ár. Þetta er hrein stefna frá því day 1. Vitum hverja við viljum, og við fáum þá alla. Það eitt og sér er frábært.
Annað er það að síðan um jólin er Mourinho búinn að horfa á miðverði og hvern hann vill. Ég er ekki að segja að hann hafi verið að því fyrir eingöngu United, heldur bara það lið sem hann tæki við. Sem hefði allt að einu get orðið PSG…
Ef það er eitthvað sem jose mourinho kann, er það að para saman tvo rokk soliidd náunga í CB hlið við hlið, og spila þeim viku eftir viku og búa til frábært miðvarðarpar.
Svona reynslumikill gæi, svona mikill winner, hann klikkar ekki á þessu. Því leyfi ég mér að vera svo jákvæður út í þessi Bailly kaup, og spái því að hann verði besti Signing okkar í þessum glugga :)
Bjarni says
Ég tek ekki gleđi mína fyrr en Pogba mætir á svæđiđ, ekki klárađist sá díll fyrir vikulokin😣 eins og efni stóđu til. En ekki er öll nótt úti enn.
Hvernig þiđ, kæru félagar, getiđ sofiđ rótt út af þessu máli er fyrir ofan minn skilning 😎
Annars gangiđ hægt um gleđinnar dyr.