Það er algjör toppslagur á morgun þegar okkar menn heimsækja spútniklið Hull City í síðdegisleik morgundagsins.
Við spáðum Hull lóðbeint niður en eins og frægt er orðið erum við líklega minnstu spámenn allra tíma. Auðvitað er Hull taplaust það sem af er tímabili í þriðja sæti með fullt hús stiga líkt og Manchester-liðin tvö.
Dregið var í riðla Evrópudeildarinnar í dag. Við fórum yfir andstæðingana.
Liðið hló framan í opið geðið á öllum þeim sem eitthvað þykjast vita um enska boltann með því að leggja meistarana sjálfa, Leicester, á heimavelli áður en að Swansea fékk að kenna á tígrísdýrunum á eigin heimavelli. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Svarið er einfalt.
King Mike Phelan
Já, það er einn maður ábyrgur fyrir þessu góða gengi Hull og það er Mike Phelan sem stýrir liðinu tímabundið, en líklega til frambúðar, eftir að Steve Bruce gafst upp á ruglinu sem einkenndi undirbúningstímabil félagsins.
Hull City tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með því að sigra í umspilinu. Sumarið hefur verið algjör rússíbani fyrir alla þá sem tengjast Hull. Eigandi liðsins, hinn afar óvinsæli Assem Allan, er alvarlega veikur og hefur sonur hans, Ehab Allan ekki beint verið að brillera. Þeir feðgar eru víst æstir í að selja félagið og voru nálægt því í sumar en það gekk ekki eftir.
Líklega er það þetta söluferli á félaginu sem hefur gert það að verkum að liðið styrkti sig lítið sem ekki neitt fyrir komandi átök. Sé leikmannahópur liðsins frá síðasta tímabili borinn saman við þann sem er nú hjá liðinu er auðvelt að draga þá ályktum að liðið hafi veikst á milli ára sem er auðvitað fullkomlega galið hjá liði sem er að koma upp í úrvalsdeildina.
Steve Bruce bað um sex nýja leikmenn, þar á meðal tvo framherja, til þess að liðið gæti orðið samkeppnishæft á meðal þeirra bestu. Hann fékk einn. Hinn átján ára gamla markvörð Will Mannion sem á að spila með u21-liðinu!
Það skal því engan undra að Bruce hafi sagt bless þremur vikum fyrir tímabilið þegar hann fékk ekki að kaupa Nick Powell. Aðstoðarmaður hans Mike Phelan tók við til þess að redda málunum og það hefur hann svo sannarlega gert.
Phelan er auðvitað góðkunningi okkar United-manna og þekkjum við hann flest frá því að hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson síðustu ár stjóratíðar hans. Phelan er United-maður í gegn og lék einnig með okkar mönnum á árunum 1989-1994 og lék 102 leiki.
Hann hefur þurft að púsla saman þessu Hull-liði og gert það afskaplega vel þrátt fyrir að hafa aðeins fengið inn einn leikmann, hinn átján ára gamla Bradley Maslen Jones. Liðið hefur glímt við meiðsli í upphafi leiktíðar sem gert hefur það að verkum að Phelan hefur verið að velja úr hópi 15-16 alvöru leikmanna fyrir hvern leik.
Þetta er eiginlega hálfgert grín og alveg magnað að liðið sé nú þegar komið með sex stig. Inn á milli eru þó ágætis leikmenn og ber þar helst að nefna Robert Snodgrass, Tom Huddlestone og mögulega Abel Hernandez.
Mike Phelan sagði í viðtali fyrir leikinn að hann hafi akkúrat ekkert að sanna á Old Trafford en hann vilji nú samt vinna leikinn á morgun og þá helst til þess að tryggja sér starfið hjá Hull.
Oft er verst að mæta nýliðunum í deildinni í upphafi tímabils þegar þau eru eldfersk og æst í að sanna sig og líklega er það hluti skýringarinnar á því að Hull er núna í toppbaráttunni með Manchester United og Manchester City. Okkar menn munu nú fljótlega sprengja þessu blöðru en við gefum okkur að Hull stilli upp á eftirfarandi hátt á morgun
En hvað með okkar menn?
Miðað við þann standard á knattspyrnustjórum sem eru í deildinni núna er ljóst að baráttan um titilinn mun sjaldan vera jafn hörð og nú. Hvert sig og mögulega hvert mark mun skipta máli þegar upp er staðið og þá skiptir öllu máli að tapa ekki stigum gegn þeim liðum sem lið eins og United á alltaf að sigra.
Þar á meðal eru liðin sem koma upp um deild og þau lið sem munu verma neðsta þriðjung deildarinnar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit mun Hull verða eitt af þessum liðum. Eitt af vandamálunum við Louis van Gaal var það að liðið átti í stökustu vandræðum með að sigra í leikjum gegn þessum liðum.
Taflan hér að ofan sýnir gengi United á síðasta tímabili gegn þeim átta neðstu liðum deildarinnar. Þarna sést glögglega hvað United gekk illa í þessum leikjum miðað við efstu lið deildarinnar. Þarna sést til að mynda að City fékk 12 stigum meira en United gegn þessum liðum, einmitt 12 stigum meira en munaði á United og City í 4. og 5. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Þetta skiptir máli.
Það verður nógu erfitt að sækja sigra gegn City, Chelsea og fleiri liðum á komandi tímabili og því má ekki misstíga sig gegn Hull, Middlesboro, Burnley og þessum liðum. Það bara má ekki gerast ætli United sér titilinn.
Af þessu hefur maður svo sem ekki teljandi áhyggjur undir stjórn Morinhou sem veit þetta vel enda hafa lið hans í gegnum tíðina gengið vel gegn þessum liðum. Þrátt fyrir gott gengi Hull til þessa er engin ástæða til þess að ætla annað en að United muni rífa þetta lið rækilega niður á morgun, slíkur er einfaldlega gæðamunurinn á leikmannahópum þessara liða.
Spurningin sem brennur á hjá okkur er líklega hvernig Mourinho stillir upp liðinu því að fyrsta sinn síðan ég bókstaflega man ekki hvenær er ekki einn einasti leikmaður United meiddur. Stjóri liðsins getur bara valið á milli allra leikmanna liðsins. Þetta er stórundalegt en þó eitthvað sem maður gæti vel vanist. Það verður því kannski svolítið vandasamt verk fyrir Mourinho að velja liðið.
Kemur Smalling inn fyrir Blind eða Bailly sem báðir hafa staðið sig með prýði hingað til? Breytir hann eitthvað til á miðjunni og kemur Mkhitaryan loksins inn í byrjunarliðið? Hvað með Martial sem sem hefur ekki byrjað þetta tímabil af mesta krafti í heimi?
Mín tilfinning er sú að Mkhitaryan komi inn í liðið á kostnað Mata sem hefur þó verið að spila vel. Mögulega mun Martial detta út en mér segir svo hugur að menn reynir frekar spila hann í gang fyrir leikinn gegn City eftir landsleikjahlé. Ég spái liðinu því eitthvað á þessa leið:
Auðvitað væri maður til í að sjá meira af Rashford auk þess sem að það væri gaman að sjá hvernig Memphis og Schneiderlin pluma sig undir stjórn Mourinho. Þessar fyrstu vikur eru þó alltaf erfiðar þegar vika er á milli leikja og stjórarnir rótera ekki mikið. Það er þó skammt í það að tímabilið fari á fullt og liðið fari að spila á 3-4 daga fresti. Þá getum við bókað það að Mourinho farið að nota hópinn meira.
Í millitíðinni viljum við þó sjá sigur á Hull enda væri fullt hús stiga frábært veganesti fyrir leikinn gegn City á Old Trafford þann 10. september eftir landsleikjahléið.
Leikurinn gegn Hull hefst klukkan 16.30 á morgun.
Dogsdieinhotcars says
Þetta er orðið aftur eins og það á að vera… maður getur varla beðið eftir leiknum alla vikuna.