Þeir Maggi, Tryggvi Páll og Halldór Marteins, settust niður og tóku upp 26. podkast Rauðu djöflanna.
Spjallað var að sjálfsögðu um spilamennsku liðsins undanfarið og svo var hitað upp fyrir stórleikinn gegn City um helgina, svo fátt eitt sé nefnt.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 26.þáttur
Egill says
Dribbles er að hlaupa með boltann, hefðum t.d. verið ofar á þeim lista ef Shaw hefði ekki meiðst.
Take-ons er að taka menn á ;)
Halldór Marteins (@halldorm) says
Var að miða við tölfræðina hjá Whoscored.com. Þeir virðast líta á þetta sem svipaðan hlut:
Dribble (Successful Dribble)
– Taking on an opponent and successfully making it past them whilst retaining the ball
Halldór Marteins (@halldorm) says
En það vantar samt klárlega eitthvað gott íslenskt orð fyrir þetta. Hlaupa með boltann hljómar ekki næstum því jafn kúl og Dribble :D
Skúli Guðmundsson says
Frábært podkast hjá ykkur strákar, og íslenska orðið fyrir take-on/dribbles er að „rekja“ boltan/ eða hlaupa með boltann 😊
Halldór Marteinsson says
Rekja, já! Auðvitað. Það er frábært, íslenskt orð fyrir þetta. Og knattrak líka, tilvalið að halda utan um knattrök per leik hjá liðinu. Fari sú tölfræði hækkandi þá erum við í góðum málum.