Það var ekki hátt risið á leikmönnum og stuðningsfólki Manchester United eftir skelfilega viku þar sem þrír leikir töpuðust. Fyrst komu meistaraefni Pep Guardiola í heimsókn og var það virkilega svekkjandi frammistaða en svo sem ekkert stórslys. Í kjölfarið kom útileikur í Evrópudeildinni þar sem liðið tapaði eftir kolólöglegt mark heimamanna í Feyenoord. Svo kom leikurinn gegn Watford. Liðið var aldrei almennilega í sambandi í þeim leik og ekki hjálpaði að Watford tók forystuna í fyrri hálfleiknum með mjög umdeildu marki. United náði þó að jafna leikinn og stjórnaði leiknum algjörlega eftir það en fékk samt á sig tvö mörk til viðbótar og tapaði 1:3.
Svo kom þriggja leikja hrina þar sem liðið vann leikina sína. Liðið sigraði Northampton frekar sannfærandi 1: 3 eftir eilítið pirrandi fyrri hálfleik. Svo kom stórkostleg frammistaða gegn meisturum Leicester City þar sem United sýndi frammistöðu sem ekki hefur sést í langan tíma og gjörsamlega brilleraði og það var engin rúta í sjónmáli. Liðið sigraði 4:1 og þrjú markana komu eftir föst leikatriði. Síðasti leikur þessarar hrinu og mánaðarins var gegn úkraínsku rútunni Zorya Luhansk. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að gera leikinn eins leiðinlegan og hægt var en United sigraði þó að lokum 1:0.
Af þeim sem tóku þátt í þessari gleði og sorgum eru fjórir leikmenn tilnefndir til leikmanns mánaðarins. Daley Blind sem hefur fengið endurnýjun lífdaga sem vinstri bakvörður í fjarveru Luke Shaw. Juan Mata sem hefur loksins slegið Wayne Rooney úr liðinu. Ander Herrera hefur verið frábær sem djúpur miðjumaður fyrir aftan Paul Pogba og Juan Mata. Að lokum er það sænska undrið Zlatan Ibrahimovic sem hefur verið að spila mjög vel þó hann sé ekki að skora jafn mikið og hann gerði í ágúst.
[poll id=“19″]
Stefan says
Ekki um mikið að velja en met list alltaf best a Valencia og Rashford en það er kannski bara eg.
Valdi samt Mata
Magnús Þór says
@Stefan Marcus Rashford var næsti maður á blað.
Jón Þór Baldvinsson says
Af þessum fjórum fannst mér Mata bera af, lagði upp mörk og skoraði. Hann er búinn að spila svo vel að Rooney er fastur á bekknum. Annars fannst mér Herrera einnig mjög góður og Blind þegar hann fékk að spila. Zlatan aðeins dalað en rosalega áhrifamikill frammi þó hann sé ekki alltaf að skora.
Þröstur Bjarnason says
Ég valdi Mata, þar sem liðið leikur mun betur með hann innanborðs. Svo hefur hann þurft að hafa fyrir hlutunum og virkilega sannað sig….góður drengur hann Mata.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
Það besta við þetta er að það er trullu erfitt að velja á milli þessara fjögura….lúksus vandamál :-)
Karl Gardars says
Þó svo að úrslitin hefðu mátt vera hagstæðari f.u. Leicester leikinn þá er einmitt erfitt að velja. Ég valdi Herrera fram yfir Mata en gat eiginlega varla gert upp á milli þeirra. Báðir búnir að standa sig vel og eru líka svo miklir súper karakterar. Manni þykir þvîlíkt vænt um þessa tvo svo mikið er víst.
Blind hefur líka staðið sig vel og nærvera Zlatan gefur okkur svo mikið meira og dýrmætara en bara mörk.