Nú á dögunum var haldið styrktarkvöld fyrir Unicef. Fór þar fram uppboð og söfnuðust tugir milljóna króna fyrir gott málefni. Fór José Mourinho á kostum og bauð meðal annars upp rándýrt úr sem hann á sjálfur. Virtust leikmenn einnig njóta sín vel þrátt fyrir að hafa gert jafntefli við Burnley skömmu áður. Voru erfiðleikarnir í deildinni settir á ís þetta kvöld fyrir gott málefni.
Fjölmiðlamaðurinn Mark Chapman sá um spurningar og má lesa um kvöldið og sjá myndir á heimasíðu félagsins.
Leikurinn
Á morgun skreppur Manchester United í létt Innlit/Útlit til Robin Van Persie og félaga í Fenerbahce. Eins og flestir muna þá mættust liðin ekki fyrir svo löngu á Old Trafford þar sem Tyrkirnir fengu útreið sem liðin í ensku deildinni hafa sloppið við. Þar nýtti United færin sín og vann þægilegan sigur 4-1.
Með sigri á morgun er United svo gott sem búið að tryggja sig upp úr riðlinum. Liðið þyrfti aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum. Og án þess að ætla að jinx-a neitt hér þá ætti það að vera frekar auðvelt verkefni. Að því sögðu hefur undirritaður smá áhyggjur af þreytu leikmanna því á sunnudaginn mætir liðið Swansea City í mikilvægum leik fyrir bæði lið.
Þessi leikur verður eflaust mun erfiðari en leikurinn á Old Trafford enda ástandið í Tyrklandi ennþá frekar eldfimt. Ofan á það hafa enskir stuðningsmenn ekki verið vel séðir í Tyrklandi eftir að stuðningsmenn Leeds lentu í ryskingum þar árið 2000. Samkvæmt fréttamiðlum verður öryggisgæslan gífurleg og munu vopnaðir verðir fylgja leikmönnum United hvert fótmál.
Mótherjinn
Samkvæmt Who Scored þá vantar bæði Fernandao og Ozan Tufan í lið heimamanna á morgun. Það segir undirrituðum reyndar nákvæmlega ekki neitt en byrjunarlið þeirra verður eflaust á þessa leið:
Okkar menn
Þó Bastian Schweinsteiger hafi mætt á æfingar í vikunni þá er hann ekki skráður í Europa League hópinn og því fer hann ekki með. Önnur nöfn sem sitja eftir heima eru Memphis og Michael Carrick. Tveir leikmenn sem flestir héldu að myndu fara með, og jafnvel byrja leikinn. Það er orðrómur um að Carrick sé meiddur en hvað varðar Memphis þá virðist framtíð hans algjörlega hanga í lausu lofti.
Stóru fréttirnar eru samt þær að PHIL JONES FER MEÐ TYRKLANDS
Skulum samt halda í hestana okkar, en miðað við sögu drengsins þá er um að ræða tímabundið leyfi frá meiðslum. Þó svo að allir hér hjá Rauðu djöflunum voni auðvitað að hann sé kominn til að vera. Hæfileikar hans eru óumdeilanlegir, hann þarf hins vegar að sýna það á vellinum. Og hann getur það ekki ef hann er alltaf meiddur, sem hann hefur verið núna í næstum 10 mánuði.
Hópurinn sem ferðaðist til Tyrklands er eftirfarandi:
- David De Gea, Sergio Romero, Sam Johnstone
- Matteo Darmian, Luke Shaw, Timothy Fosu-Mensah, Marcos Rojo, Daley Blind, Phil Jones.
- Marouane Fellaini, Ander Herrera, Morgan Schneiderlin, Henrikh Mkhitaryan, Jesse Lingard, Paul Pogba, Ashley Young.
- Zlatan Ibrahimovic, Marcus Rashford, Anthony Martial.
Full sterkur hópur að mínu mati og hefðu De Gea, Pogba og Zlatan alveg mátt sitja eftir heima mín vegna. Þó svo að Mourinho hafi farið með sterkan hóp þá vonast maður eftir nokkrum breytingum. Persónulega mætti Fosu-Mensah byrja í hægri bakverði mín vegna og Darmian í vinstri bakverði. Að sama skapi væri ég til í að sjá Rashford upp á topp og Zlatan á bekknum. Svo varðandi miðjuna væri áhugavert að sjá Schneiderlin og Young byrja leikinn.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 á morgun.
Audunn says
Ég er bara eiginlega að vona að Móri hvíli bæði Zlatan og Pogba, það hefur mætt mikið á þessum tveimur leikmönnum í allt haust og kominn tími til að gefa þeim smá andrými.
Fannst vera kominn þreyta í þá undir lokin gegn Burnley.
Ég myndi spila með þriggjamanna miðju, Carrick, mkhitaryan og Schneiderlin.
Lofa svo Young og Anthony Martial að sprikla útá könntunum og þá Rashford frammi fyrst Móri tók ekki Depay með sér til Tyrklands en þetta er alveg ekta leikur til að láta hann byrja og hlaupa fyrir kaupinu sínu. Það er ekki séns að maður eins og hann „detti“ í gang án þess að spila fótbolta.
Annars hefði ég haft Depay og Young út á könntum og Anthony Martial einan frammi.
Það er ekkert 100 í hættunni þótt þessi leikur tapast, met það þannig að það sé mikilvægara að nota breidd hópsins betur og mæta með ferska leikmenn í Swansea leikinn á sunnudaginn.
Spái 0-0 í mjög daufum leik þar sem United mun með einbeittum brotavilja drepa allt dempó í leiknum strax í fæðingu.
Kjartan says
Gefa Mikka séns í tíunni, myndi gefa honum ákveðið svigrúm til að spila sinn leik. Darmian hefur hæðina til að spila miðverðinn þótt hann sé enginn turn, kemur hvort sem er lítið út úr honum sóknarlega. Fáranlegt að Depay sé ekki í hóp, þetta eru leikirnir sem hefðu geta byggt upp sjálfstraust hans sem er varla mikið þessa dagana. Þetta hljómar kannski einkennilega en ef Zlatan byrjar þennan leik þá verð ég fyrir miklum vonbrigðum, fáum hann, Mata, Rashford, Pogba osfrv ferska inn á móti Walesverjunum.
—————–Martial
Young———Mikki———lingard
———-Schneid–Fellaini
Shaw—Rojo—Darmian—Mensah/Jones
————-Romero
Rauðhaus says
Þetta dæmi með Memphis er fullreynt. Hann bara er ekki með það sem þarf til að fóta sig á stóra sviðinu.
Þeir sem vonuðust eftir næsta Arjen Robben verða að sætta sig við að hann reyndist næsti Ryan Babel.