Manchester United tekur á móti Feyenoord í leik sem verður að vinnast ætli liðið sér áframhaldandi þáttöku í Evrópudeildinni. Liðið hefur engan veginn verið sannfærandi í keppninni og tapið gegn Fenerbahce undirstrikaði það bara. United dettur út ef liðið tapar gegn Feyenoord og ef Fenerbahce sigrar Zorya.
Eins og sést á töflunni þá eiga 4 stig að duga til áframhaldandi þáttöku en eingöngu ef 3 af þessum stigum koma gegn Feyenoord. Og til að hamra á því aftur þá er þetta leikur sem United þarf að vinna.
Manchester United
Manchester United er ósigrað í 13 Evrópuleikjum í röð á heimavelli. Það væri afskaplega vel þegið ef liðið myndi framlengja rununa í 14 leiki með sigri. José Mourinho hefur gefið það út Henrikh Mkhitaryan muni byrja leikinn og eru ófáir stuðningsmenn sáttir við það. Chris Smalling og Eric Bailly eru að sjálfsögðu enn frá vegna meiðsla og verða það í amk 2 vikur í viðbót. Stóra spurningin er hvort Michael Carrick verði látinn spila aftur en hann hefur verið að virka vel með Pogba og Herrera á þriggja manna miðju. Varnarlínan verður að öllum líkindum óbreytt frá síðustu leikjum og er stóra spurningin hvernig framlínan verður skipuð.
Feyenoord
Feyenoord eru án sigurs í síðustu þremur útileikjum í Evrópukeppnum. Liðið er sem stendur á toppnum í hollensku deildinni eða Eredivisie. Í rauninni er Feyenoord að eiga flott tímabil hingað til. Ásamt því að vera á toppnum í deildinni þá er liðið í mjög góðum séns í þessari keppni og er einnig komið í 16 liða úrslit í hollenska KNVB-bikarnum. Á meiðslalistanum hjá Feyenoord eru markvörðurinn Kenneth Vermeer og miðverðirnir Sven van Beek og Terence Kongolo. Líklegt byrjunarlið:
Manchester United hefur verið að spila vel að undanförnu en leikmenn liðsins hafa ekki verið nógu duglegir að nýta færin sem liðið er sannarlega að skapa. Það væri frábært ef það myndi loks smella í þessum leik. Annars gæti þetta farið eins og þegar liðin mættust síðast.
Leikurinn hefst kl. 20:05
Skildu eftir svar