Here we go again… Annan leikinn í röð mætir United West Ham á Old Trafford. Eftir gríðarlega svekkjandi jafntefli í deildarleiknum um síðustu helgi mætum við West Ham í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Til viðbótar við United og West Ham eru Liverpool, Hull, Arsenal og Southampton liðin sem eftir eru í bikarkeppninni.
Áður en við hefjum umræðuna um leikinn í kvöld þá langaði mig að spyrja ykkur, eruð þið búin að taka eftir hinu nýja stórglæsilega útliti vefsíðunnar? Sigurjón er búinn að vinna hörðum höndum að koma því í loftið og ætla ég því að biðja ykkur um að klappa smá fyrir kappanum *klapp* *klapp* *klapp*.
En nóg um það, snúum okkur aftur að leiknum.
Það er ekki auðvelt að reyna skrifa upphitun um sömu tvö lið á sama leikvelli þar sem eini munurinn er hvaða keppni þau mætast í. Enda ætla ég bara ekki gera það. Halldór fór nokkuð vel yfir stöðuna á United og West Ham í síðustu upphitun og ég ætla einfaldlega að taka boltann áfram frá því sem hefur gerst síðan þá.
Hvað hefur gerst?
Jú United gerði enn eitt jafnteflið í leik þar sem liðið spilaði ansi vel, skapaði fjöldamörg færi en eins og áður náði það einfaldlega ekki að nýta sér þau. Þetta er að verða soldið þreytt að sjá aftur og aftur en ég tek þetta alltaf framyfir svæfandi possession fótboltastílinn sem við fengum hjá síðasta stjóra. Að auki hefur maður þá tilfinningu að þetta sé aaaaaalveg að fara smella hjá okkur. Að það vanti bara herslumuninn. Ég hef trú á því að Mourinho sé að vinna heilmikið á bakvið tjöldin með skapgerð liðsins og að berja þessa prímadonnustæla úr því.
West Ham að sama skapi búnir að vera slappir á þessu tímabili en að komast á Wembley myndi minnka pressuna sem komin er á Bilic ansi mikið. Þið getið hinsvegar bókað það að leikmenn United munu koma snarvitlausir inn í þennan leik. Jafnteflið í síðasta leik var það fjórða í röð á Old Trafford í deildinni og erum við því miður að upplifa verstu deildarbyrjun United síðan 1990. Svona leikir eru því fullkomnir fyrir þá leikmenn sem vilja berjast um byrjunarliðssæti, til að sanna sig fyrir stjóranum.
Að auki er knattspyrnusambandið víst búið að kæra Mourinho fyrir að sparka í vatnsflösku, í síðasta leik, sem fékk hann rekinn af velli. Ég nenni ekki að velta því meira fyrir mér en eins og ég skil stöðuna þá er ekkert bann komið enn og mun hann því vera á hliðarlínunni í kvöld (með vonandi enga vatnsflösku í nágrenni).
Hvað meira hefur gerst?
Tveir leikir voru í gærkvöldi í keppninni. Leikur Liverpool gegn Leeds í gærkvöldi endaði með 2:0 sigri Liverpool og á sama tíma komst Hull áfram með sigri á Newcastle í vítaspyrnukeppni.
Í alvörunni, ekkert fleira?
Jú, heyrðu! Aldrei þessu vant verður Paul Pogba ekki í liði United þar sem hann fór í bann ásamt Fellaini eftir þeir kumpánar fengu sitthvort gula spjaldið í síðasta leik. Fjölmiðlar birtu í gær myndir af Carrick á æfingu sem kveikja upp vonir upp hjá mörgum um að hann verði í byrjunarliðinu í kvöld. Carrick er búinn að sýna okkur í síðustu leikjum hversu mikilvægur hann er ennþá fyrir liðið sem ég verð að játa að mér þykir örlítið leiðinlegt því ég vonaði svo innilega að Schneiderlin yrði flottur arftaki hans en það virðist ekki ætla að vera raunin. Einnig verður að teljast líklegt að Romero muni standa vaktina í marki United og að De Gea fái hvíld eftir að sá síðarnefndi skrifaði minningarorð til Cleber Santana, fyrrum leikfélaga hans hjá Atletico Madrid, sem lét lífið í hreint útsagt alveg skelfilegu flugslysi í gær.
Hjá West Ham mun markaskorari þeirra úr síðasta leik, Diafra Sakho, ekki spila í kvöld samkvæmt Bilic en Sakho fór meiddur af velli í síðasta leik. Í stað hans er líklegt að við fáum að sjá annaðhvort Simone Zaza eða fyrrverandi leikmann United, Ashley Fletcher. Tyrkneski vængmaðurinn Gökhan Töre, sem gat ekki spilað síðasta leik vegna tognunar, á góðan möguleika að spila fyrir liðið í kvöld.
Hvernig vil ég sjá byrjunarlið United í kvöld?
Já, ég er ekki búinn að gefast upp á Schneiderlin og vil því sjá Mourinho gefa honum fleiri tækifæri til að sanna sig. Martial og Shaw þurfa að koma sér í gang og Mkhitaryan þarf meiri leiktíma eftir frábæran frammistöðu gegn Feyenoord og lala 25 mínútur í síðasta leik.
Ósammála þessu byrjunarliði? Mjög líklega! Ef þið teljið ykkur geta gert betur, sýnið mér ykkar byrjunarlið hérna í athugasemdunum.
Að lokum
Farið nú að nýta þessi *beeeeeeeeep* færi!
Tommi says
Þú stillir upp Blind í DM mér finnst sú tilhugsun góð. Góð yfirsýn og sendingar, rólegur á bolta og varnarhæfileikar, held að hann geti gert svipaða hluti og Carrick í þessarri stöðu. Blind átti góða leiki á miðjunni fyrsta tímabilið undir Van Gaal og er í grunninn miðjumaður, þó að hann hafði leyst allar hinar stöðurnar sem við þekkjum hann í.
Hafandi sagt það þá finnst mér líklegt að Carrick verði í DM og Blind í vörninni. Með Blind/Carrick vill ég sjá Herrera og Schweinsteiger.
Frikki says
Vil frekar hafa Carrick 100% gegn Everton um helgina heldur en að spila honum í kvöld.
Vil sjá DeGea, Darmian , Jones, Blind , Shaw ,
Fosu Mensah, Schneiderlin, Mikhytarian, Young, Martial og Memphis.
Vil sjá Memphis fá 90 mín.
Bjarni says
Mér alveg sama hverjir spila þennan leik, leikmenn eru valdir í liðið af því þeir eru nógu góðir til að spila leikinn að mati þjálfarans, það er hann sem ræður en gengi liðsins veltur á því hvaða leikmenn hann velur og þeir skili sínu inná vellinum. Í síðustu leikjum hafa þeir gert allt rétt nema að koma tuðrunni oftar í netið en andstæðingurinn. Fótbolti er í grunninn einföld íþrótt, verjast þegar við erum ekki með boltann og sækja þegar við höfum hann, ekki er verra að skora fleiri mörk en við fáum á okkur.
Ég er ekki sáttur við úrslitin í síðustu jafnteflisleikjum eins og marg oft hefur komið fram hér á síðunni en veit að ef við förum að vinna leiki þá kemur svo margt annað með. En á meðan hver vikan líður með öðrum úrslitum þar sem við áttum að vinna leiki þá verður tímabilið ekki betra en þetta. Tækifærin eru af skornum skammti að nálgast toppinn en þegar þau koma þá náum við ekki að nýta þau, finnst vanta lítið uppá til að ná betri úrslitum.
En ManUre hjartað heldur áfram að slá þó erkifjendur fara hamförum í töflunni og samfélagsmiðlum. Okkar tími kemur aftur, spurning um hvenær.
Björn Friðgeir says
Bjarni: ManUre??? Ertu viss?
Halldór Marteins (@halldorm) says
Fékk hroll þegar ég sá þetta. Á bágt með að trúa að United stuðningsmaður noti þetta orð.
Bjarni says
Það er ágætt að Man xxx kommentið mitt stuðaði menn og vakti til lífsins :) Erum við ekki þetta í augum stuðningsmanna annarra liða?. Heyrði þetta af og til í denn þegar við vorum áskrifendur að velgengni og þegar umræðan var fótbolti og þá sérstaklega um okkar ástsæla lið. Þetta hefur aldrei bitið mig Halldór, því ég veit að þeir höfðu ekkert annað í höndunum til að tala um. Hef verið stuðningsmaður Utd í gegnum þykkt og þunnt síðan 1969, fæðingarárið mitt, og mun aldrei snúa af þeirri leið. Hef séð þetta allt áður sem er að gerast í dag, svo sem einsog fleiri, lífið fer í hringi og fótboltafélög einnig. Okkar tími mun koma aftur, bara spurning hvenær.
Runar says
Þetta verður sigur!
Karl Gardars says
Strákar, síðan er stórglæsileg. Mikill sómi af þessu hjá ykkur! Takk fyrir
DMS says
Verð nú pínu pirraður ef Carrick spilar þennan leik. Við eigum að spara hann fyrir deildina, hann er lykilmaður og þó við förum inn í allar keppnir til að vinna þá er þetta „minnsta“ keppnin af þeim öllum. Tilvalið að gefa mönnum sem vantar mínútur tækifæri. Menn eins og Depay, Martial o.fl. ættu að fá sénsinn til að spila sig í gang. Líst einnig vel á að henda Blind í Carrick hlutverkið á miðjunni. Hann var valinn besti leikmaður hollensku deildarinnar þegar hann spilaði sem DM með Ajax. Gæti alveg séð hann púlla það hlutverk að sitja aftarlega og leyfa Pogba að taka hlaupin fram.