Vitað var fyrir viðureign kvöldsins að Manchester United myndi komast áfram í keppninni svo framarlega sem að liði myndi ekki tapa gegn Zorya Luhansk. Heimaliðið var ekki búið að tapa heimaleik í keppninni en leikirnir við Fenerbahce og Feyenoord fóru báðir 1:1.
United hinsvegar hafði gengið hrikalega á útivelli í keppninni en 1:0 tap gegn Feyenoord og 3:1 tap gegn Fenerbahce voru staðreynd. Það var því alls ekki gefið að liðið myndi koma frá þessum leik með einhver stig.
Annað áhyggjuefni var svo ástand vallarins en það voru víst einhverjar smávægilegar líkur á að fresta þyrfti leiknum. Málið var að völlurinn var hreinlega frosinn og það þurfti að þíða hann fyrir leikinn og það tókst með naumindum og leikurinn gat farið fram.
Svo skemmtilega vildi til að úrslitin í þessum leik skiptu ekki neinu máli þegar upp var staðið. Sigur Fenerbahce þýddi það að United myndi enda í 2.sæti riðilsins sama hvernig færi.
Leikurinn sjálfur var ekki hinn skemmtilegasti en mikill kuldi og vallaraðstæður höfðu þar töluverð áhrif. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega tíðindalítill en United var með boltann og heimaliðið lá tilbaka og reyndu af og til skyndisókn eða tvær sem Eric Bailly stöðvaði alltaf um leið. Helsti hasar hálfleiksins var þegar einhverjir vitleysingar ætluðu að vera voðalega sniðugir og henty blysi í áttina að Sergio Romero sem var í marki United í kvöld.
Seinni hálfleikurinn fór bara nokkuð vel af stað. En þessi frábæru tilþrif hjá Henrikh Mkhitaryan komu á 48. mínútu.
United komið í 0:1 forystu en síðustu vikur og mánuðir hafa kennt okkar það að sú staða er stórhættuleg liðinu. Heimamenn gerðu skiptingu og byrjuða að valda vörn United smá vandræðum en sú hafði ekki verið raunin í leiknum fram að því. Uppskeran var reyndar aðeins tvö skot á mark og gult spjald á Eric Bailly. Mourinho gerði þrjár breytingar með nokkurra mínútna millibili. Lingard, Fellaini og Fosu-Mensah leystu Mata, Rooney og Mkhitaryan af hólmi. Þessar skiptingar kostuðu okkur engin stig í kvöld en svona til að róa okkur stuðningsfólk United þá gulltryggði Zlatan sigurinn með laglega marki eftir fína skyndisókn. Lokstaðan Zorya Luhansk 0:2 Manchester United og sæti í 32-liða úrslitum bókað.
Nokkrir punktar
- Sergio Romero átti annan góðan leik í markinu en hann hefur fengið nokkra leiki í þessari keppni.
- Henrikh Mkhitaryan hefur heldur betur verið að sýna allar sínar bestu hliðar í undanförnum leikjum og er ofboðslega ánægjulegt að sjá hann nýta tækifærin og reyna að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann er ekki ókunnugur í Úkraínu en hann lék einmitt með Shakhtar Donetsk á sínum tíma áður en hann fór til Dortmund.
- Eric Bailly er loksins kominn aftur en hann gerði okkur þá frekar áhyggjufull þegar hann virtist hafa meiðst eftir samstuð við leikmann Zorya.
- Marcos Rojo var enn og aftur nokkuð traustur í vörninni og virðist það yfirleitt vera raunin þegar hann er ekki settur í bakvörðinn.
- Völlurinn leit hrikalega illa út og gaf ekki mörg tækifæri á flottu spili og geggjuðum tilþrifum.
- Ashley Young var ágætur en það reyndi ekki mikið á hann í hægri bakverðinum.
- Ander Herrera er lykilmaður í þessu United liði og það gleður mig persónulega afskaplega mikið.
- Zlatan er búinn að skora 13 mörk á tímabilinu og tel ég það bara nokkuð gott.
- Fosu-Mensah fékk langþráðar mínútur í kvöld og vonandi verði þær fleiri á næstunni.
Maður leiksins
Byrjunarlið kvöldsins
Bekkur: De Gea, Fosu-Mensah, Jones, Fellaini, Lingard, Martial, Rashford.
Bjarni says
Gargandi snilld, gæsahúðmark
Viðar says
Geggjað mark hjá Mikka í reyndar hundleiðinlegum leik. Eins og er finnst mér Herrera vera maður leiksins. Búinn að vinna mjög vel fyrir liðið
Rúnar Þór says
eitt sem ég skil ekki. Hvers konar man management er þetta? Er bannað að taka Zlatan og Pogba út af og hvíla? Næsti leikur er Tottenham en Zlatan er alltaf látinn spila 90 mín. Núna var leikur í úkraníu 30 mín eftir taka Zlatan út af og byrja að plana næsta leik. Finnst ekki sniðugt að láta hann spila allar mínútur sérstaklega í europa league
Cantona no 7 says
Góður sigur.
Vonandi tökum við Tottenham næst.
G G M U
Dogsdieinhotcars says
Finnst að menn ættu að fara taka Marcos Rojo alvarlega.
Karl Gardars says
Missti af leiknum en tók hann endursýndan. Burtséð frá öllu þá erum við loksins komin með allnokkra leikmenn sem get tekið menn á og hjólað fram hjá þeim. Það er ekkert grín að mæta Mikka, Pogba, Zlatan, Rashford, og Martial auk þess sem Herrera og Tony V láta oft vaða að öðrum ólöstuðum (undirritaður steig af Fellaini vagninum á síðustu stoppistöð). Þetta losar um liðsfélagana. Eins og DDIHC bendir á þá er Rojo búinn að gera vart við sig og sama gildir um Jones. Af þeim hlutum sem hafa farið úrskeiðis á síðustu árum þá verður það ekki sagt um markvarðarstöðuna. Það að hafa haft Valdes og nú Romero sem VARAmarkmenn er stórkostlegt. Sjáið bara Liverpool sem væru mögulega betur settir með blómapott og hlandskál í markvarðar stöðunum. Þeir eru á móti að skora mörk og það er það sem telur í lok dags.
Heilt yfir þá erum við með ógnar gæði í liðinu og ef þetta smellur þá erum við að tala saman.
Að leiknum: markið frá Mikka var glæsilegt. Hann er að sögn Móra búinn að leggja gríðarlega á sig til að takast á við deildina og ég vona heitt og innilega að okkar maður sé kominn á skrið.
Þetta var „skyldusigur“ ef svo má segja en þó á drullu erfiðum útivelli. Þeir áttu sín færi líka og leikurinn hefði auðveldlega getað farið í ströggl ef þeir hefðu náð inn marki.
Mér fannst sérstaklega mikilsvert að þetta var lakara lið sem pakkaði nokkuð skipulega og sótti hratt ef færi gafst. Okkar menn hafa oftar en ekki átt í vandræðum með slíkt og útivellina þannig að heilt yfir getur maður ekki verið annað en sáttur.
Síðast en ekki síst þá er dæmigert en hálf sorglegt hversu margir skæla hér inni þegar illa fer en síðan vinnst leikur og okkar lið fer áfram (að vísu í keppni sem okkur finnst kannski ekki samboðin MUFC) en þá eru örfáir gallharðir sem setja putta á lyklaborðið á þessari líka fínu síðu.