Hinn ómissandi Michael Carrick er leikmaður nóvembermánaðar samkvæmt ykkur kæru lesendur. Enski miðjumaðurinn ásamt þeim Ander Herrera og Paul Pogba náð að mynda ansi árangursríka miðju þar sem þeir bæta hvern annan upp.
Í þeim leikjum sem hann hefur ekki spilað þá hefur vantað ákveðna yfirvegun í spil liðsins og er tölfræðin á þann veg að liðið er ósigrað þegar hann byrjar leikina.
Carrick sem er 35 ára á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum og hefur í viðtölum gefið í skyn að þetta gæti verið hans síðasta tímabil sem leikmaður Manchester United. Vonandi verður það ekki raunin.
[poll id=“21″]
Ingi says
Góðan dag.
Mig langar að byrja á því að þakka fyrir þessa síðu. Er alltaf að kíkja hérna inn og finnst skrif ykkar sem haldið utan um þetta vera frábær. Hef haldið mig til hlés í athugasemdum hingað til en hver veit nema að það breytist.
Að því sögðu, þá er ég að spá í að kíkja á Old Trafford þegar St. Etienne kemur í heimsókn í febrúar. Þar sem ég er soddan græningi í þessum málum langaði mig að spyrja mér fróðari menn hver væri besta leiðin til að útvega sér miða á þennan leik. Vona svo sannarlega að einhver nenni að aðstoða mig með það :)
Áfram Utd.