Að þessu sinni gerði Mourinho fjórar breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Tottenham um liðna helgi. Tvær breytinganna voru þvingaðar þar sem Eric Bailly og Juan Mata komu inn fyrir Valencia, sem tók út leikbann, og hinn meidda Mkhitaryan. Auk þeirra komu fyrirliðinn Wayne Rooney og Daley Blind inn fyrir Martial og Darmian. Liðsuppstillingin var því svona:
Varamenn:
Romero, Darmian, Fellaini, Lingard, Schweinsteiger, Young, Rashford
Byrjunarlið heimamanna í Crystal Palace var eftirfarandi:
Varamenn: Speroni, Chung-yong, Flamini, McArthur, Townsend, Husin, Wan-Bissaka
Leikurinn
Það var augljóst þegar litið var á byrjunarliðið fyrir þennan leik að það myndi skorta þann hraða sem liðið hefur haft að undanförnu, sérstaklega með Mkhitaryan og Martial í liðinu. Nú var hvorugur þeirra á staðnum en í staðinn voru Rooney og Mata fremst með Zlatan. Það er ekki hreyfanlegasta sóknarlína í heimi. Það var því alls ekki óvænt þegar Manchester United hóf leikinn á að halda boltanum gríðarlega mikið og vel án þess að ná að brjótast almennilega í gegnum þéttan varnarmúrinn hjá Crystal Palace.
Pardew breytti um taktík hjá sínu liði í þessum leik. Í stað þess að spila hið sívinsæla 4-2-3-1 og nota Zaha sem vinstri kantmann þá ákvað hann að breyta í 4-4-f***ing-2 og setja Zaha fremst með Benteke. Við sem fylgdumst með íslenska landsliðinu síðasta sumar könnuðumst aðeins við upplagið. Þarna átti að liggja þétt til baka, vinna af sér sokkana og treysta svo á hraðar skyndisóknir og föst leikatriði.
Þetta gekk nokkuð eftir bókinni hjá þeim. United fékk að hafa boltann og gat dútlað sér með hann en heimamenn börðust og létu finna fyrir sér. Stundum helst til mikið, þannig fengu bæði Eric Bailly og Michael Carrick að finna fyrir tökkum með óþægilegum hætti. Í bæði skiptin voru leikmenn Palace vissulega að reyna að ná boltanum en í bæði skiptin voru tæklingarnar seinar, háar og lélegar. Hefði mátt spjalda fyrir þær en afar slakur dómari leiksins lét það vera.
Á 37. mínútu átti Paul Pogba frábæra sendingu innfyrir vörn Crystal Palace. Wayne Rooney gerði vel í að snúa sér við og náði flottu skoti sem Hennessey varði frábærlega. Þarna fór um mann ákveðinn hrollur, það var vonandi ekki enn einn stórleikur markvarðar gegn Manchester United í uppsiglingu.
En mínútu síðar var heppnin svo sannarlega með Manchester United. Marcos Rojo er 26 ára gamall. Það má því leiða líkur að því að hann hafi æft knattspyrnu í u.þ.b. 20 ár. Það er nokkuð merkilegt að hann hafi náð að æfa og spila knattspyrnu í þetta langan tíma án þess að nokkur hafi látið hann vita af því að það er bannað að tækla andstæðinginn með báðum fótum í einu. Í annað skiptið á stuttum tíma henti Rojo sér í glæfralega tæklingu þar sem báðir fætur fóru í loftið á sama tíma. Aftur átti hann skilið rautt spjald en aftur slapp hann með gult. Hann brást við þessu með því að mótmæla dómnum, það hlýtur bara að gefa í skyn að Rojo viti einfaldlega ekki að þetta sé bannað. Vonandi verður búið að fara vel yfir þetta með honum fyrir næsta leik.
Marcos Rojo somehow escapes a red card for this two-footed challenge on Wilfried Zaha #CRYMUN https://t.co/Jkag0gQp99 pic.twitter.com/lgbuoRoPw5
— Telegraph Football (@TeleFootball) December 14, 2016
Manchester United endaði annars fyrri hálfleikinn vel. Carrick átti sendingu á Pogba sem skaut að marki en aftur varði Hennessey vel. Þegar uppbótartíminn var að klárast fékk United aukaspyrnu úti á kanti. Juan Mata tók aukaspyrnuna og sendi háan bolta inn í teiginn. Zlatan var vel meðvitaður bæði um bolta og menn í kring og kassaði boltann inn fyrir vörnina á Paul Pogba sem þakkaði fyrir sig með því að skora gott mark. Að vísu var Pogba sennilega rangstæður þegar boltinn fór af Zlatan og mögulega fór boltinn í hönd Zlatan en dómarinn dæmdi mark og Manchester United leiddi í hálfleik. Verðskulduð forysta þótt deila megi um hversu löglegt þetta mark var.
Það voru mikil vonbrigði í byrjun seinni hálfleiks þegar Eric Bailly þurfti að yfirgefa völlinn. Hann hafði orðið fyrir meiðslum á vinstra hné í fyrri hálfleik sem virtust há honum töluvert. Það bætti ekki úr skák að hann var tæklaður illa á vinstri fótinn. Eftir 7 mínútna leik í seinni hálfleik yfirgaf hann því völlinn og Matteo Darmian kom inn á í staðinn. Vonandi eru þetta ekki alvarleg meiðsli hjá Bailly.
Hvort það hafi verið þessari skiptingu að kenna eða einhverju öðru þá byrjaði United seinni hálfleikinn afar illa. Crystal Palace hafði líka gert skiptingu í hálfleik þegar Flamini fór út af fyrir hinn vel skeggjaða Joe Ledley. Palace fór að sækja meira og áttu góðar tilraunir. Ledley skaut rétt framhjá og David De Gea þurfti að taka á öllu sínu til að verja frábært skot frá James McArthur. Þarna hefðu viðvörunarbjöllur átt að vera komnar upp í 11. En allt kom fyrir ekki, á 66. mínútu sundurspilaði Crystal Palace vörn Manchester United þegar miðvörðurinn Damien Delaney leit allt í einu út eins og spænskur sóknartengiliður þar sem hann átti snyrtilega hælsendingu innfyrir vörn United beint í hlaupaleiðina á James McArthur sem átti ekki í vandræðum með að skora. Sanngjarnt en svekkjandi jöfnunarmark.
Þarna mátti strax búast við strembnum endaspretti á þessum leik þar sem Crystal Palace myndi freista þess að halda fengnum hlut. Rooney svaraði þessu þó með stórgóðu langskoti sem Hennessey gerði vel í að verja. Á 70. mínútu vildi Manchester United fá víti, enda var þar um augljósa hendi að ræða. En dómarinn hristi hausinn og kórónaði svo virkilega ömurlegan dag með því að dæma fyllilega löglegt mark af Juan Mata 2 mínútum síðar. Eftir það var komið að hinni hefðbundnu Mata-skiptingu þar sem hann fór út af fyrir Jesse Lingard. Fyrr munu svín fljúga í frosnu helvíti en að við sjáum Juan Mata klára 90 mínútur reglulega.
Áfram hélt United að sækja og freista þess að ná í sigurmarkið. Eitthvað um hálffæri og tilraunir sem náðu næstum því að trufla Hennessey. Zlatan bjó til úrvalsfæri fyrir Jesse Lingard með flottri stungu en markvörður Palace varð sífellt meira óþolandi. Rashford fékk að koma inn á fyrir Wayne Rooney en hans helsta framlag í leiknum var að fá gult spjald fyrir tæklingu á markaskorarann McArthur.
En í liði Manchester United eru tveir leikmenn sem komu til liðsins síðasta sumar og verður helst lýst með eftirfarandi orði: meistarar. Það eru þeir Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic. Þessir leikmenn búa yfir slíkum og þvílíkum gæðum og hæfileikum að það er unun að fylgjast með. Báðir áttu þeir líka góðan leik í kvöld. Vissulega heppnaðist ekkert allt sem þeir voru að reyna en þeir unnu mikið og vel fyrir liðið, börðust af krafti og í lok leiks voru það þeir sem drógu vagninn og það sást langar leiðir hversu mikið þá hungraði í öll 3 stigin. Og það voru líka þeir sem redduðu þessum 3 stigum.
Paul Pogba fékk boltann eitt sinn sem oftar, enda var hann mest í boltanum af öllum leikmönnum á vellinum, og æddi í átt að marki Crystal Palace (hann átti líka flesta spretti með boltann). Hann sá vel hvar Zlatan kom á ferðinni svo hann stakk boltanum innfyrir vörn Crystal Palace. Þetta var ekki auðveldur bolti fyrir Zlatan að taka en Pogba veit vel hvað Zlatan getur. Þetta var ekkert vandamál, Zlatan tók boltann bara og chippaði honum yfir Hennessey sem renndi sér út á móti. Boltinn flaug í fallegum boga yfir markvörðinn og endaði í fjærhorninu út við stöng. Geggjað mark!
Markið kom á 88. mínútu. Eftir það var leikurinn í raun búinn, Crystal Palace átti ekkert til að koma aftur til baka. Lokamínúturnar voru því tíðindalitlar og rólegar sem var fínt eftir stressið á undan því. 2-1 sigur staðreynd. Þrír sigurleikir í röð og 9 leikir í röð án ósigurs.
Umræðupunktar eftir leik
Nei, bara í alvöru, hversu frábær er þessi dúett í fótbolta?
Þessi sigur var bráðnauðsynlegur. Öll liðin fyrir ofan okkar menn tóku sigra í kvöld. Þessi sigur var ennfremur góður fyrir karakterinn í liðinu sem heldur áfram að vaxa.
Rojo. Elsku Rojo. Hann er búinn að vera að spila vel en það er ástæða fyrir því að maður er alltaf nett stressaður samt sem áður þegar hann er að spila. Nú er Bailly líka meiddur og Smalling er ekki enn kominn til baka. Rojo, hlustaðu nú á mig, HÆTTU AÐ TÆKLA EINS OG FÁVITI!
Sturlaða tölfræðin hjá Michael Carrick heldur áfram. Liðið tapar ekkert leik með hann í liðinu. Hann líka færir liðinu svo mikinn balance. Magnaður.
#MUFC with Michael Carrick starting this season:
P 11
W 9
L 0
Goals scored: 26
Goals against: 8The key man?
📻 https://t.co/NI1sjtGRxI pic.twitter.com/DJn1kADJ67
— BBC 5 live Sport (@5liveSport) December 14, 2016
Næsti leikur er svo gegn Tony Pulis og félögum í WBA. Það er lið sem má alls ekki vanmeta. Gott lið með góðan stjóra sem hefur verið að standa sig vel. Það er í næsta sæti fyrir neðan okkar menn, 4 stigum á eftir United.
Twitterhornið
Darmian told to warm-up. Wouldn’t be the worst time for Bailly to get injured ahead of AFCON. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) December 14, 2016
Þetta dómaratríó ætlar að taka sér langt og gott jólafrí #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) December 14, 2016
Sokkur à pappakassanna sem sögðu zlatan buinn a þvi ! Ekki fyrstu og seinustu stigin sem hann a eftir að vinna #djoflarnir #fotboltinet
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) December 14, 2016
Zlatan Ibrahimović has scored 14 goals in 24 games since signing for Man Utd.
No signs of him slowing down at all. pic.twitter.com/z4T7eO2gzb
— Squawka Football (@Squawka) December 14, 2016
Zlatan and Rooney. pic.twitter.com/IPRdoKIjDM
— ㅤ (@TheUtdReview) December 14, 2016
Pogba’s ‘just a dab-merchant.’ As well as being the most prodigiously talented, wonderful-to-watch footballer United have had since Ronaldo.
— pauliegunn (@PaulGunning1) December 14, 2016
Ibra sets up Pogba, Pogba sets up Ibra and United win. Tough night for the haters.
— Sam Homewood (@SamHomewood) December 14, 2016
Karl Gardars says
Þetta verður erfiður leikur hugsa ég.
Erum við ekki að tala um Jones í RB annars?
Fyndið að sjá þessa varnarlínu samt, allir leikmennirnir nema einn keyptir að mig minnir sem miðverðir og þessi eini hefur líklega spilað flesta leiki af þeim sem miðvörður fyrir okkur.
Karl Gardars says
Skil þetta betur núna. Zaha á semsagt ekki að fá að vera með í þessum leik. :)
Halldór Marteins says
Það sem ég held að Mourinho sé að pæla með að setja frekar Bailly í bakvörðinn en Jones (var allavega ástæðan fyrir því að ég giskaði á það í uppstillingu fyrir leik) var að það borgaði sig frekar að halda miðvarðaparinu sem hefur verið að spila saman undanfarna leiki og spilað mjög vel.
Karl Gardars says
Það er líklega alveg rétt hjá þér.
Úfff. Rojo með aðra tveggja fóta á nokkrum dögum og slapp aftur. Þetta getur ekki endað öðruvísi en við manni færri fljótlega..
Audunn says
Var við það það skrifað einhver pirrings komment þegar Zlatan skoraði. . Hjúkkitt að þetta hafðist að lokum því það var ekki bara mikilvægt að fá 3 stig heldur var þessi sigur gífurlega mikilvægur fyrir bæði sjálfstraust og móral.
Held að United geti ekki í sjálfu sér kvartað yfir dómgæslu ( reyndar var dómarinn mjög slakur ) vegna þess að Rojo átti að fá rautt að mínu mati og svo held ég að Pogba hafi verið rangstæður þegar hann skoraði þannig að mjög léleg dómgæsla jafnaðist út þegar uppi er staðið.
En umfram allt gífurlega mikilvægur sigur.
Cantona no 7 says
Dómarinn var slakur og það er að verða bara venjulegt.
Góður sigur samt.
G G M U
Rúnar Þór says
Það verður að hrósa ZLATAN! Vinna leikinn en seinustu mínúturnar fer fyrir framan vörnina og hjálpar til og róar aðra niður. Gerði svona Fellaini hlutverk nema Zlatan skilar góðu verki :)
Runólfur Trausti says
Vonandi er þetta viðsnúningspunkturinn í vetur. Léleg dómgæsla (þó á báða bóga) kostaði ekki stig og pirrandi jöfnunarmark sló menn ekki út af laginu.
Næsti leikur er samt ekkert slor, útileikur gegn Tony Pulis er ekkert grín. Reikna með að ákveðinn leikmaður sem margir elska að hata verði með frá byrjun þar til að glíma við háloftaveisluna sem verður boðið upp á.
Dogsdieinhotcars says
Já ok ætla allir bara að vera með eitthvað vesen á Marcos Rojo. Það eru svona 5 vikur síðan að það var bannað að tækla með báðum fótum í heiminum. Hann er frá Argentínu, þar eru svona tæklingar kenndar í yngri flokkum.
Og ef einhver hefur ekki heyrt að „sá sem fari ákveðnari í tæklingu, er minna líklegur til að meiða sig“ hefur sá hinn sami ekki æft fótbolta.
Gæinn er naglharður. Fyrirmyndaratvinnuíþróttamaður. Æfir eins og slíkur. Fljótur, sterkur, góður á boltann. Passion.
Fyrir utan að hann kemur með algjört stál inn á völlinn, sem er eitthvað sem Manchester United vantar sárlega þessi misserin. Líka bara 26 ára… kannski 5-7 mjög góð ár eftir.
Muniði þegar City áttu Boateng?
Halldór Marteins (@halldorm) says
Marcos Rojo á skilið fullt af krediti fyrir sína spilamennsku að undanförnu. Hann hefur spilað afar vel og verið að mestu leyti traustur.
Hann á það hins vegar til að gera mjög heimskulega hluti, eins og þessar tveggja fóta tæklingar. Hann kemst ekkert upp með þær endalaust og því vonandi að hann fari að hætta þeim. Það er alveg hægt að fara af krafti í tæklingar án þess að henda sér í þær með báðar lappir á lofti eins og hann gerði í leiknum í gær og gegn Everton.
Ef hann lagar það og spilar að öðru leyti eins og hann hefur gert þá er það bara virkilega frábært.
Halldór Marteins (@halldorm) says
Annars er eitt af því sem mér hefur alltaf fundist jákvætt við Marcos Rojo hvað hann hefur mikla ástríðu fyrir boltanum. Það hefur skilað honum langt. Og einnig að hann hefur greinilega ákveðna leiðtogahæfileika. Held hann hafi strax verið farinn að segja mönnum til í kringum sig í sínum fyrsta leik með United. Og heldur alltaf áfram að ræða við menn og peppa þá, sama hvort það séu kjúklingar í kringum hann eða vel sjóaðir leikmenn.
Rauðhaus says
Gríðarlega mikilvæg 3 stig.
Það sem mér fannst sérstaklega gaman að sjá var þegar José Mourinho fór inn á völlinn eftir leikinn til að fagna leikmönnunum. Þarna var sannarlega gamli góði Móri mættur, maðurinn sem bjó alltaf til mikinn liðsanda og stemmingu í leikmannahópum sínum. Var farinn að efast um að hann hefði þennan eiginleika ennþá. Allt jákvætt við að svo sé ekki.
Karl Gardars says
Ég held að akkúrat enginn hér sé að mótmæla passioni hjá Rojo ef út í það er farið, strákurinn er heldur betur búinn að standa sig vel og rúmlega það.
En hvaða rök hafa menn fyrir sér að það sé í lagi að fara í fljúgandi tveggja fóta tæklingu á móti andstæðingnum? Nú er ég enginn knattspyrnusérfræðingur í yngri flokkum Argentínu en tveggja fóta tækling er nánast undantekningalaust tækling með takkana á undan sér.
Er það í lagi út af því að okkar maður tæklaði?
Er það þá líka í lagi ef okkar menn verða fyrir tæklingunni eða er það kannski bannað?
Og eru það í alvöru rök fyrir tveggja fóta tæklingu að það séu minni líkur fyrir þann ákveðnari að meiða sig???
Zaha er búinn að vera með bjartari neistum á annars erfiðri leiktíð hjá Palace. Værum við sáttir ef einhver bjálfi færi svona á móti t.d. Carrick?
Passion, ákveðni og barátta um alla bolta já takk endilega en reckless behaviour sem getur kostað aðra menn heilsuna eða jafnvel ferilinn er aldrei í lagi.
Ég veit að þessi tækling var til þess að gera soft en þetta fer líka eftir hversu segir menn eru að hoppa upp úr og sleppa við snertinguna. Zaha var í.þ.m ekki sáttur og ég þori að fullyrða að enginn af okkar leikmönnum hefði orðið sáttur.
Runar says
Djöfull var gaman að sjá hvernig liðið pakkaði sér saman eftir leikinn og Móri kom út á völl..
Það eru ekki nema 6 mánuðir þangað til við lyftum Englands meistara titlinum og þetta verður tvennur ár hjá okkur!
Dogsdieinhotcars says
ja alveg sammála Karl Garðars. En í skýrslunni og sérstaklega í commentum var eingöngu talað um það neikvæða varðandi Rojo. Sem á allt hrós skilið frekar þessa dagana að mínu mati.
Vonandi hættir hann þessu, því þetta er hættulegt. En ég skil þetta alveg, enda af kynslóð þar sem þessar tæklingar voru leyfðar ef maður tók boltann fyrst. Sem er náttúrulega fáránlegt haha.
Karl Gardars says
Ég held að enginn heilvita maður hefði sett pening á að þegar Smailly meiddust þá kæmu Rojo og Jones til bjargar en hér erum við og þessir 2 piltar eru heldur betur búnir að vinna fyrir laununum sínum á meðan. :)