José Mourinho stillti upp sterku liði gegn Reading í dag. Ander Herrera og David de Gea fengu hvíld í dag ásamt þeim Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba en þeir tveir síðastnefndu sátu þó á bekknum.
Varamenn: Joel Pereira, Fosu-Mensah, Jones, Schweinsteiger, Mkhitaryan, Pogba, Ibrahimovic
Leikurinn
Fyrir þennan leik voru margir spenntir fyrir því að sjá Jaap Stam aftur á Old Trafford eftir rúmlega 15 ára hlé. Reading hafa verið áhugaverðir eftir að hann tók við liðinu. Liðið er nálægt toppnum og hafa unnið fullt að leikjum. Sumir leikir hafa þó tapast og þegar þeir tapast þá er það yfirleitt stórt.
Það reyndist vera raunin í dag. Strax frá fyrstu mínútu sást af hverju Reading hafa verið að leka mörkum í vetur. Varnarleikurinn langt frá því að vera boðlegur og markvarslan varla heldur þó svo að Al-Habsi lét Reading líta lokastöðuna líta betur út en liðið átti í raun skilið. Sóknarleikur Reading var varla til staðar og hafði maður í rauninni aldrei áhyggjur af því að liðið myndi búa til einhver dauðafæri hvað þá að skora.
Manchester United hefði getað skorað allt að 10 mörk í þessum leik. Reading voru það slakir. Carrick og Fellaini voru flottir á miðjunni í dag en Carrick heldur bara áfram að vera frábær á þessu tímabili. Áhyggjuefni er að Marcus Rojo þurfti að fara af velli snemma í leiknum vegna vöðvameiðsla og gæti verið frá í einhvern tíma. Rooney fyrirliði var einnig sprækur og tókst meðal annars að jafna markamet Bobby Charlton þegar hann kom United í 1:0. Með smá heppni hefði hann getað slegið það í dag. Anthony Martial og Marcus Rashford voru mjög góðir í dag og áttu varnarmenn Reading í miklum vandræðum með þá allan leikinn. Martial bætti stöðuna í 2:0 eftir samspil við Rooney. Staðan í hálfleik var 2:0 en hefði sanngjarnt getað verið tvöfalt það.
Seinni hálfleikurinn var í rauninni bara meira af því sama. Gestirnir komust aðeins inní leikinn og náðu ágætis spilkafla en sköpuðu engin vandræði fyrir Romero í markinu sem átti enn einn fína leikinn á tímabilinu. Allar vonir þeirra slökknuðu endanlega þegar Rashford skoraði laglega einn á móti Al-Habsi eftir frábæra sendingu frá Carrick og staðan því 3:0. Heimamenn voru samt ekki hættir því að Rashford skoraði sitt annað mark eftir magnað klúður Al-Habsi og staðan orðin 4:0 flengingin algjör.
Maður leiksins að mínu mati var Wayne Rooney.
Turninn Pallister says
Öruggur sigur, bara vonandi er Rojo ekki mikiđ meiddur. Trúi ekki ađ ég sé ađ fara ađ halda þessu fram, en ég vil fremur sjá Rojones á móti Liverpool heldur en Smalljones. Mikilvægt fyrir sjálfstraustiđ hjá Rashford og Rooney ađ skora í þessum leik. Gaman ađ sjá Schweinsteiger skoppa inná í restina. Sýnir ađ ef þú hefur rétt hugarfar, þá geturđu kraflađ þig út úr frystinum hjá Móra. GG. :)
Rúnar Þór says
Þægilegt, flottur leikur. Hefði samt viljað sjá Schweinsteiger koma inn á fyrir Carrick um leið og hann fékk höfuðhöggið, óþarfi að láta hann spila meira, bara hvíla og leyfa Schweinsteiger að sprikla smá
Cantona no 7 says
Flottur sigur og þægilegur.
Nú er bara að halda sigurgöngunni áfram.
Gott að Rashford skori nokkur mörk.
G G M U
Dogsdieinhotcars says
Treystum bara Móra fyrir þessu dæmi og dáumst að. Hann veit meira en við allir.
Maðurinn er á hárréttri leið með þetta að mínu mati.
Halldór Marteins says
Móri er að ná betri árangri en m.a.s. Fergie náði eftir að Ronnie fór. Það er frekar stórt dæmi. Er að fíla hvað Mourinho er að aðlagast vel. Vissulega kom slæmur kafli, sem var kannski verri en margir bjuggust við, til að byrja með en hann hefur náð að vinna glimrandi vel úr því. Það er líka allt annað að fylgjast með liðinu spila fótbolta núna þessa dagana. Skemmtun, gæði og karakter. Elska karakterinn í liðinu, hann er eitthvað svo innilega mikið Manhester United. Love it!
Karl Gardars says
Tek undir með dogsdieinhotcars og Halldóri.
Móri er á réttri leið en hann er kröfuharður hörku stjórnandi sem lætur menn heyra það og sjá ef hann er ósáttur. Móri er án efa búinn að læra heilmikið eftir chelsea fíaskóið og girðir fyrir strax ef svipuð vandamál verða í aðsigi. Það kæmi mér alls ekki á óvart þó við séum komin með stjóra sem verður 10+ ár hvort sem mönnum líkar það betur eða verr akkúrat þessa stundina.
Reading lið Stam er sýnd veiði en ekki gefin eins og síðuhaldarar komu inn á og Móri talaði um fyrir leik. Það gekk sem betur fer ekkert upp hjá Reading í þessum leik.
Það sem gladdi mig mest var að það var ekkert vanmat í gangi eins og við höfum séð áður t.d. á móti MK Dons og crystal palace um árið. Það virtist sem menn ætluðu að klára þennan leik strax og allir leikmenn m.a.s Fellaini áttu ágætan dag og gáfu allt í leikinn.
Þessum sigri óviðkomandi:
Þegar ég lít yfir hópinn þá finnst mér við hafa spilað undir getu framan af og gengi liðsins undanfarið endurspegli frekar stöðuna. Á meðan enginn fer í fýlu og launaþakið helst á kofanum þá er staðan fín þó svo að vissulega séu einhverjir að verða komnir á endastöð.
Ég held að endurkoma Pogba eigi eftir að verða eitt stærsta gæfuspor okkar síðan Ronaldo var og hét. Þessum ungu strákum sem þekkjast svo vel, fylgir ákveðin stemning og léttleiki. Við erum með mikið af leikmönnum sem hafa spilað um og yfir 150 leiki á hæsta leveli og unnið stóra titla. Svo eru auðvitað öldungarnir, sannaðir meistarar sem sjá um að halda öllum niðri á jörðinni í t.d Zlatan, Rooney, Basti og Carrick.
Ég ætla ekki að skjóta loku fyrir neitt varðandi niðurstöðu leiktíðarinnar. Við sjáum fyrst núna eftir janúar mánuð, úr hverju þessi topplið eru gerð. Þá mun þessi stóri hópur okkar, af heilt yfir fínum leikmönnum, spila stóra rullu.
Ef við vinnum púðlurnar þá spái ég okkur meistaradeildarsæti og 2 bikurum hvorki meira né minna. Að sama skapi tel ég (og vona) að spilaborgin í Merseyside falli og þeir endi í 5 sæti. :)
Afsakið lengdina.