Maggi, Halldór, Björn Friðgeir og Sigurjón komu saman að þessu sinni og ræddu spilamennsku United undanfarið, stöðuna hjá Morgan Schneiderlin og leikinn framundan gegn Liverpool.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 30.þáttur
Karl Garðars says
Helfínt að eyða sunnudagseftirmiðdegi í að dunda sér í bílskúrnum og hlusta á podcastið.
Takk fyrir þetta.
Sindri Þ says
Stórgott podcast!
Pétur Orri says
Mourinho gerði athugasemd við Luke Shaw eftir Watford leikinn.
Paul Scholes fékk rautt spjald fyrir olnbogaskot á Xabi Alonso.
Hefði viljað heyra ykkur fara í spurningarnar þar sem þið auglýstuð eftir spurningum og svo ekki neitt.
Takk fyrir mig.
Magnús Þór says
@Pétur Orri: Þú getur kennt mér um það en ég var ekki nógu spenntur fyrir þeim spurningum sem bárust.
Sigurjón says
Ég náði líka ekki að leiðrétta Bjössa varðandi rauðu spjöldin hjá Paul Scholes því ég man allavega eftir 3 rauðum hjá honum. Eitt fyrir að reyna að berja Xabi Alonso (en hitti ekki), eitt fyrir heimskulega tæklingu gegn Man City og eitt fyrir að verja boltann viljandi með hendi. Hann hefur eflaust fengið nokkur í viðbót á ferlinum.
Það er hinsvegar alveg ljóst að hann komst kannski upp með meira en margur annar því hann er þriðji á lista yfir þá leikmenn úrvalsdeildarinnar sem hafa fengið flest gul spjöld en kemst síðan ekki á lista yfir þá sem fengu flest rauð spjöld.
Halldór Marteins says
Rauða spjaldið fyrir að kýla í loftið nálægt Alonso var frekar fyndið. Alonso hékk í honum og Scholes kýldi í loftið í pirringi. Þeir voru ekki langt hvorir frá öðrum, ef Scholes hefði ætlað að reyna að kýla Alonso í alvöru þá hefði hann kýlt Alonso.
Halldór Marteins says
Annars er Scholes í 2. sæti yfir flest rauð spjöld í sögu United, með 9 stykki.
Aðeins Keane (11) er með fleiri. En næsti maður á blaði, Vidic, þurfti aðeins 300 leiki til að ná 8 á meðan Scholes spilaði rúmlega 700
Karl Gardars says
Úfff hvað maður hélt oft niðri í sér andanum þegar Scholes nálgaðist mótherjana og maður sá að hann var í tæklinga hug.
Það verður alveg að segjast um þennan snilling að tæklingarnar voru alls ekki hans sterkasta hlið og hann slapp æði oft ótrúlega vel frá dómurum.
Mér finnst algjörlega frábær þessi hlið á Herrera. Það er svo fanta fyndið þegar litli engillinn setur upp sakleysissvipinn sinn alveg ægilega sorry og hissa á öllu. :-D
Pétur Orri says
Ekki vera þá að óska eftir spurningum ef þið hendið þeim öllum í ruslið. Og að eyða hátt í hálftíma í að röfla um Schneiderlin þegar einföld skýring væri að það er ekki pláss fyrir hann.
Sleppi því í framtíðinni að hlusta á podcastið og kíkja hingað inn.
Stórt shout out á Dóra fagmann! Love you bro!
Narfi says
Stórgott podcast. Helsti gallinn við podcöstin ykkar er að þau eru of fá og of stutt.
Rauðhaus says
Hahaha rólegur Pétur pírripú :)
Sigurjón says
Vertu ávallt velkominn aftur Pétur minn. <3