Það var búist við því að Zlatan myndi byrja þennan leik en þegar byrjunarliðin voru tilkynnt var hans nafn hvorki að finna í byrjunarliðinu né á bekknum. Hann reyndist hafa náð sér í einhverja pest og þurfti því að sitja þennan leik af sér heima. Við sendum honum okkar bestu batakveðjur og krossleggjum putta að hann verði búinn að jafna sig vel fyrir sunnudaginn.
Mourinho hafði talað um að gefa allt í þennan leik og hann stillti því upp sterku byrjunarliði:
Bekkur: Romero, Blind, Fosu-Mensah, Carrick, Fellaini, Lingard, Martial
Byrjunarliðið hjá Hull City var þannig skipað:
Bekkur: Marshall, Hernandez, Maloney, Weir, Bowen, Clackstone
Fyrri hálfleikur
Manchester United var mun meira með boltann í fyrri hálfleiknum, eins og við var búist. Pressan jókst eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og United nýtti vinstri kantinn sérstaklega vel í að byggja upp álitlegar sóknir. Jakupovic varði mjög vel frá Mata, Mkhitaryan átti að gera betur þegar hann skaut framhjá úr góðu færi eftir sendingu frá Mata og Pogba lét mjög fína fyrirgjöf fara því hann hélt að Mkhitaryan væri í betra færi þegar hann sjálfur hefði getað skallað á markið af stuttu færi.
Hull er í miklum meiðslavandræðum þessa dagana. Svo miklum að 17 ára varnarmaður var látinn spila sem kantmaður og aðeins 6 leikmenn voru skráðir á varamannabekkinn í stað 7. Ekki skánaði það á 19. mínútu, þá fóru Pogba og Henriksen í eina klassíska öxl í öxl baráttu sem endaði með að Henriksen flaug í grasið og fór úr axlarlið. En Hull átti þó líka sín tækifæri í fyrri hálfleik, sérstaklega þegar hálfleikurinn var að klárast. Sérstaklega var United heppið þegar Diomande skallaði í stöngina hjá De Gea en hann var þó dæmdur rangstæður eftir þá marktilraun, ekki réttur dómur svo það hefði verið heldur súrt fyrir Hull ef Diomande hefði skorað úr þessu færi.
Staðan var 0-0 í hálfleik eftir að Manchester United hafði verið með boltann 70% af fyrri hálfleiknum. United hafði líka yfirburði í marktilraunum, 13 gegn 4. Hins vegar höfðu bæði lið náð 3 marktilraunum á rammann, það segir ansi mikið líka.
Seinni hálfleikur
Eftir rúmlega 5 mínútna leik í síðari hálfleik gerðist atvik sem hefur væntanlega fengið flesta stuðningsmenn United í stúkunum á fætur. Paul Pogba átti þá frábæra, langa stungusendingu innfyrir vörn Hull beint á Wayne Rooney. Rooney kom sér í ákjósanlegt skotfæri og lét vaða. Skotið var þéttingsfast meðfram jörðinni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið fast skot virtist tíminn hægja á sér þar sem boltinn rann framhjá kyrrstæðum markverði Hull og, að lokum, einnig framhjá markinu. Heyra mátti svekkelsisviðbrögð áhorfenda í kór, sem þarna sáu líklega fram á að verða vitni að sögulegu marki frá fyrirliðanum.
Fimm mínútum síðar náði Manchester United loks að brjóta ísinn. Bakverðir United voru mjög duglegir að taka þátt í sóknum liðsins og dældu inn fyrirgjöfunum. Í þetta skiptið kom ein góð frá Valencia sem sveif út í teiginn vinstra megin. Þar stökk Mkhitaryan hæst og náði að skalla boltann í átt að marki. Juan Mata var eitt sinn sem oftar réttur maður á réttum stað og náði að afgreiða knöttinn í netið. Góður endir á góðri sókn og United verðskuldað komið með forystu.
Stuttu eftir markið kom fyrsta skipting United. Wayne Rooney fékk ekki tækifæri til að bæta markametið því hann vék fyrir Martial á 59. mínútu. United slakaði á eftir að hafa skorað markið og Hull fór að reyna meira að komast inn í leikinn. Áttu einhverjar tilraunir, t.a.m. eina bjartsýnistilraun þegar Diomande reyndi hjólhestaspyrnu en engin tilraun liðsins hitti á rammann í seinni hálfleiknum.
Jesse Lingard kom inn á fyrir Henrikh Mkhitaryan og Paul Pogba átti glæsilega aukaspyrnu sem small í stönginni hjá Hull. Ekki í fyrsta skipti sem Pogba setur boltann í markstangirnar, hann stefnir í að klára tímabilið í tveggja stafa tölu hvað það varðar. Það var margt í þessum leik farið að minna á þann tíma þegar United var með mikla yfirburði en náði ekki að klára færin sín og endaði svo á að gera jafntefli við Burnley eða Stoke.
En þá gerði Mourinho sína síðustu skiptingu. Hann tók Juan Mata út af og setti Marouane Fellaini inn á. Það var augljóst hvað átti að reyna með því, að nýta þessar fyrirgjafir sem United, og þá sérstaklega bakverðirnir, höfðu verið svo duglegir að koma með. Og það var ekki lengi að bera árangur. Á 87. mínútu fékk Martial boltann í hlaup upp kantinn vinstra megin. Hann datt í baráttu sinni við varnarmann Hull en náði af harðfylgni að koma boltanum á Matteo Darmian sem lagði boltann fyrir sig og sendi svo fallega fyrirgjöf á fjærstöngina. Fellaini var þar að sjálfsögðu kominn á skrið og þrátt fyrir að varnarmaður Hull héngi í honum þá náði Fellaini samt skallanum. Og hvílíkur skalli sem það var! Hlaupandi aftur á bak með mann í treyjunni þá náði Fellaini fullkomnum skalla sem fór í léttum boga yfir markmanninn en undir slána.
Stórglæsilegt mark og munaði gríðarlega miklu um það að komast í 2-0 fyrir fyrri leikinn. Fellaini hljóp beint að Mourinho og gaf honum veglegt knús og áhorfendur á Old Trafford sungu nafn Fellaini það sem eftir var af leiknum. Sanngjarn sigur staðreynd og Manchester United komið langleiðina í úrslitaleikinn.
Pælingar eftir leik
Þetta var ekki alveg sú frammistaða sem var eðlilegt að búast við eftir það sem Mourinho sagði fyrir leik, að það yrði öllu tjaldað til, að Hull fengi að finna fyrir öllu sem United hefði að bjóða og að liðið ætlaði sér að klára þessa viðureign í fyrri leiknum. United liðið var vissulega með yfirburði á flestum sviðum en það vantaði samt líka upp á ýmislegt. Liðið var ekki eins beitt og það hefði getað verið, spilamennskan var helst til flöt. Sem hefði svo sem verið fínt miðað við tilefnið ef stjórinn og sumir leikmenn hefðu ekki talað sérstaklega um það fyrir leik að þeir ætluðu að sýna meira.
En þetta var langt í frá eitthvað ömurleg eða andlaus frammistaða. Og það má ekki taka af vængbrotnu liði Hull að leikmenn þess gáfu allt í þetta, þeir ætluðu sér að gera þetta erfitt fyrir United og þeir vildu eiga séns í seinni leiknum, sama hversu lítill séns það væri.
Það munaði líka miklu um að hafa ekki Carrick til að stjórna leiknum og Zlatan til að skapa enn meiri usla úr fyrirgjöfum og fyrir utan teiginn hjá Hull.
Pogba átti þó frábæran leik á miðjunni og var óheppinn að skora ekki. Mata var frábær að vanda. Mkhitaryan var öflugur en hefði mátt nýta nokkur tækifæri betur. Lagði þó upp opnunarmarkið mjög vel. Báðir bakverðirnir stóðu sig mjög vel, kom skemmtilega á óvart hvað Darmian var öflugur fram á við.
9 sigurleikir í röð. 15 leikir án taps. Það er ágætis upphitun fyrir stórleik helgarinnar.
Mourinho svo gott sem staðfesti eftir leik að Schneiderlin væri að fara til Everton. Sagði að Woodward hefði tilkynnt sér fyrir leik að samningaviðræður væru langt komnar
Twitterhornið
Mourinho: „The players have to do better, I have to do better and the crowd they can do better.“
— Daniel Harris (@DanielHarris) January 10, 2017
Man of the Match, @ManUtd‘s Juan Mata
77 touches
64 passes, 86% accuracy
3 key passes
Scored 3rd goal in last 4 League Cup apps pic.twitter.com/sAFyJCYoil— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 10, 2017
Don’t we all want someone to hold us the way Mourinho holds Fellaini… pic.twitter.com/PKwXbVxJfy
— Hayley B (@Hayles_101) January 10, 2017
And just like old times…..One a Superhero and other largely considered as pantomime villain. #mufc #mourinho #fergie #rvp #fellaini pic.twitter.com/fOGtrmBEXL
— Mitronhimovic (@SemperFiUnited) January 10, 2017
#mufc have won 9 consecutive games in all competitions, the best run since February 2009 #mulive
— utdreport (@utdreport) January 10, 2017
Pogba has hit the woodwork on 7 times this season in all competitions. Unlucky. #MUFC pic.twitter.com/53kyvmUaBi
— Statman Dave (@StatmanDave) January 10, 2017
Juan Mata in English football:
Chelsea: 33 goals in 135 games.
Man Utd: 33 goals in 129 games.Special Juan. pic.twitter.com/AJ8hoTSF68
— Squawka Football (@Squawka) January 10, 2017
Duh duh duh
Marouane Fellaini
Duh duh duh
Marouane Fellaini #Mufc fans at Old Trafford pic.twitter.com/YGQosItt1P— MUFC Songs & Chants™ (@MufcSongs) January 10, 2017
Karl Gardars says
Það bjóst enginn við þessum vinstri fót hjá Tony V! Ekki einu sinni hann sjálfur held ég! #sparífóturinn
Bjarni says
Jæja
einar__ says
9 sigurleikir í röð! Maður sá það ekki í spilunum í byrjun desember.
Hefði viljað sjá okkur klára einvígið alfarið í kvöld en 2-0 er fínt veganesti þó ‘seinni hálfleikurinn’ sé alveg eftir. Hull er í vondum málum í deildinni svo það er hreinilega spurning hve mikla áherslu liðið mun leggja á seinni leikinn.
Gaman að sjá Fellaini mæta með einn sokk fyrir búarana og snilld að ná að hvíla Carrick og Zlatan fyrir orrustuna um næstu helgi. En Rooney kallinn, hann gerði ekki sjálfum sér neina greiða í kvöld – það er ljóst að hans framtíðar-hlutver verður frekari þáttaka í þessum bikar og Europa League.
Omar says
Gott að klára þetta vel og án þess að missa einhvern í meiðsl. Var á köflum hörkuleikur og Hull alveg með bikarblóð á tönnunum. Fínt að fá svona æfingaleik fyrir alvöruna um næstu helgi.
Hjörtur says
Mér fannst nú menn bara þurfa að taka á honum stóra sínum, til þess að ná þessum úrslitum. Jú jú Utd var miklu meira með boltann, og hefði átt að skora a.m.k. tvöfalt þessa markatölu, og nú er bara hálfleikur svo þetta er alls ekki búið.
Cantona no 7 says
Góður sigur og ætti að duga í úrslit á Wembley.
Sigurgangan heldur áfram og vonandi vinnum við Liverpool á sunnudaginn í leik þ.s allt er í húfi.
Frábært að Fellaini skoraði eitt og sýnir það breiddina í liðinu.
Vonandi bætum við hópinn í janúar.
G G M U
Rúnar Þór says
Sást bersýnilega á þessum leik hvað Zlatan er mikilvægur sem oddur fyrir okkur. Heldur bolta, byggir upp spil og leggur endahnútin á sóknirnar og er alltaf með vesen fyrir varnarmenn