Þá er komið að því gott fólk. Fjórða umferð FA bikarkeppninnar er mætt með hnúajárnin og hafnaboltakylfurnar á gólfteppið okkar. Það er nefnilega stórleikur í vændum hjá okkur er hinir fornu fjendur og nágrannar United, Wigan Athletic, heimsækja Old Trafford í sannkölluðum hörkugrannaslag! Af öðrum leikjum í þessari umferð má í raun segja að eini leikurinn sem gæti verið eitthvað smá spennandi, fyrir utan stórleikinn sem er til umræðu hér, er viðureign Arsenal gegn Southampton. Rest er frekar miðlungs.
Ó Wigan, ó hvað ég hef saknað þín. Frá árinu 2005 varst þú alltaf ávísun á þrjú stig sama hvar við mættumst [footnote]fyrir utan einn leik í apríl 2012 sem ég hef ákveðið að fyrirgefa þeim fyrir[/footnote] og fjöldamörg mörk í kladdann. Þú varst alltaf ávísun á skemmtilegan leik og sem þurfti bara stutt ferðalag. Þú gafst okkur Antonio Valencia, sem svo sannarlega hefur verið hinn fullkomni arftaki Cristiano Ronaldo, fyrir klink og stríddir andstæðingum okkar ansi oft þegar við svo sannarlega þurftum á því halda.
En nú er þetta breytt, það bara gerist ekki neitt. Þið eruð dottnir niður og aldrei koma jólin!
Þið fóruð niður í Championship deildina þar sem þið eruð í bullandi fallbaráttu og rétt hangið fyrir ofan fallsætin á markatölu. Á markatölu! Sorglegir tímar fyrir þetta fornum fræga lið Englands. En þeir eru komnir til baka, mæta á Old Trafford og dreymir eflaust um að hefna fyrir fyrri viðureignir og á sama tíma slá ríkjandi meistara út úr keppninni.
En þeir hafa smá von. Þeir fengu hana frá United. Hún ber nafnið Warren Joyce. Maðurinn sem hefur í átján ár séð um að móta unga leikmenn í akademíu United er núna orðinn stjóri Wigan. Hann var um daginn í skemmtilegu viðtali við The Telegraph þar sem hann ræddi um sinn tíma í akademíu United og um leikmennina sem þar voru. Stóra spurningin er hvort hann lumi á einhverju sniðugu fyrir leikinn á morgun.
United kemur í þennan leik smá þreyttir eftir erfiða rimmu gegn Hull í deildarbikarnum. Þar náði liðið að komast í úrslitaleikinn eftir 2:0 sigur á Old Trafford og 2:1 tap á útivelli. Þar mætir liðið Southampton á Wembley 26.feb og er það fyrsti möguleiki Mourinho að vinna titil með United. Ekki amalegt það.
Anthony Martial hefur verið dálítið í umræðunni þessa vikuna út af því að Mourinho talaði um að hann sé ekki búinn að vera nýta tækifærin sín og nefndi hann sérstaklega leikinn gegn Liverpool. Við þetta byrjuðu orðrómar um að hann væri á leiðinni í burtu sem jukust töluvert þegar hann var ekki í hópnum sem mætti Hull. En samkvæmt heimildum Sky Sports er hann ánægður hjá United og ætlar að berjast fyrir sínu sæti. Vonum að það sé satt og rétt. Á fréttamannafundinum staðfesti Mourinho að Martial og Romero yrðu í byrjunarliðinu þannig að kappinn fær tækifæri á morgun til að sanna sig. Væri svo sannarlega velkomið að sjá hann skora nokkur mörk.
Mourinho hefur svo sannarlega lagfært margt hjá United og er það bersýnilegt þegar maður skoðar meiðslalistann hjá liðinu. Það eru allir heilir fyrir utan James Wilson, sem flestir eru líklega búnir að gleyma að væri leikmaður United. Svo ákvað ofurhetjan okkar, Eric Bailly, að hætta þessu rugli í Afcon keppninni og er kominn til baka. Aldrei að vita nema Mourinho ákveði að gleðja okkur með því að gefa honum smá spilatíma á morgun.
Ég enda þessa upphitun á nokkrum tilvitnunum í Mourinho af fréttamannafundinum.
I will play Romero, I will put Joel on the bench and apart from that I go with a good team because we want to try to beat them. Anthony will play on Sunday and if he plays magnificently, he will play against Hull in the next match – it’s simple. I will make some changes – that’s obvious. We play Hull again three days after Wigan but I’m going to play a good team with the responsibility to give fans a good performance at home and with the responsibility to try to win against Wigan.
We know the difficulty to play against Championship teams, We played Wigan already in pre-season and now they are with Warren, who knows us well and will come with special motivation to play against his old club. I worked at the club with him for a few months but it was enough to know he’s a very nice man, a very passionate football man. He took the risk, accepted the challenge and left a good situation at this club. His team will be very aggressive, very well organised defensively and also emotional, like the manager is emotional, so it will be a difficult match.
Hvernig haldið þið að Mourinho muni stilla upp liðinu?
Hannes says
Romero
Valencia, Smalling, Jones, Shaw
Herrera, Pogba, Carrick
Mkhitaryan, Zlatan, Martial