Það verður að byrja þennan pistil á að minnast á það að Leicester eru meistarar. Því eins og staðan er núna þá gæti verið eitthvað í að United mæti Leicester aftur, hvað þá sem meisturum!
Eins og staðan er núna lítur útfyrir að Leicester sé að sigla hraðbyri í átt að falli. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tveimur deildarleikjum og tapað síðustu þremur og er tveimur stigum frá falli. Óeining er sögð innan hópsins og raddir orðnar háværari um að eina leiðin út úr ógöngunum sé að reka Ranieri, manninn sem vann hið ómögulega kraftaverk.
En það hlýtur að vera smá vítamínsprauta fyrir þá að mæta United eins og United er að spila núna. Það virðist sem að flest lið geti náð jafntefli við okkar menn og eins og staðan er hjá Leicester þá er hvert stig dýrmætt. Og einn af þessum tveimur fyrrnefndu sigrum var einmitt á King Power vellinum gegn engum öðrum en Manchester City!
Sigur á Everton í bikarnum um síðustu helgi var þeim líka kærkominn og spurning hvernig þeir verða stemmdir á morgun
Liðið sem Leicester stillir upp gæti verið:
Islam Slimani er reyndar nýkominn úr Afríkukeppninni og ef hann er ekki tilbúinn þá er það Shinji Okazaki sem kemur inn í staðinn. Þetta er vörn sem á að geta tekið vel á móti United og það er ekki ólíklegt að vandræðin fyrir framan markið haldi áfram. Þeir hafa samt fjarri því verið jafn traustir og í fyrra og skemmst er minnast góðs 4-1 sigurs United í leik liðanna á Old Trafford.
Framlína Leicester hefur verið veik í vetur, Jamie Vardy hefur skorað fimm mörk í deild í vetur og þar af þrennu móti City, og hefur ekki skorað síðan. Slimani hefur líka skorað fimm en í nokkuð færri leikjum og skoraði tvö mörk í einum leikja sinna af þremur á Afríkumótinu og er því líklega hættulegri ef hann er með.
Okkar menn? Ja hvað getum við sagt? Ég var með það ánægjulega verkefni að skrifa um síðasta leik, streðið á móti Hull á miðvikudaginn og veit ekki alveg hvernig leikskýrslan verður á morgun ef ég þarf að endurtaka mig of mikið
Við vitum að Phil Jones er meiddur en allir að öðru leyti góðir. Stillum þessu upp svona:
Hristum aðeins upp í þessu, leyfum Martial að reyna sig og prófa Mkhitaryan og Mata saman, vita hvort það býr til eitthvað þegar þeir víxla stöðum af og til. Rashford ætti í raun að fá tækifæri í miðframherjanum en ég sé samt ekki Zlatan hvíla. Hvernig væri samt að prófa að hafa hann tilbúinn á bekknum? Leyfa honum að koma frískum inn á gegn aðeins þreyttari varnarmönnum?
Hvað um það, það verður eitthvað að hrista upp í þessu. Bailly ætti að vera orðinn góður eftir þessi smámeiðsli og Shaw má alveg fá tækifæri enda hafa aðrir ekki verið að brillera í bakvarðarstöðunni. Vörnin hefur reyndar verið sterk þannig að það er spurning hvað of miklar breytingar gera, líklegra kannske að Smalling og Rojo byrji.
Sem sé, United þarf nauðsynlega á sigri að halda og Leicester þarf að gera eitthvað til að bremsa fallhraðlestina. Spennandi leikur framundan á morgun klukkan 16:00!
Hjörtur says
Þessi leikur verður að vinnast það kemur ekki annað til greina. En því miður held ég að það tapist stig, og það sem ég hef fyrir mér í því, er að Liverpool tapaði stigum og það er orðið típist að þá tapar Utd stigum. Góðar stundir.
Cantona no 7 says
Rooney inn í staðinn fyrir Mata.
G G M U