Manchester United birti í gær fjármálaniðurstöður sínar fyrir annan ársfjórðung yfirstandandi uppgjörsárs, október til desember. Við erum yfirleitt hættir að kafa í svona millibilsuppgjör en í tölunum í gær var tala sem vakti nokkra athygli. Skuldir félagsins hafa aukist um 87,2 milljónir punda á árinu 2017, úr 322,1 milljón punda í 409,3 milljónir.
En það er ekki eins og félagið hafi veirð að taka þessa peninga að láni heldur eru um tap að ræða vegna þess að skuldir félagsins eru allar í dollurum. Félagið skuldar um 504 milljónir dollara og þar sem gengi punds hefur veikst úr 1,4747 pundum per dollar í 1,2293 hækkar skuldin í pundum. Takk Brexit!
Nú er svolítið erfitt að sjá hvort stór hluti tekna United sé í dollurum, en líklegt má telja að þó nokkur hluti sé það, svo sem alþjóðlegu sjónvarpssamningarnir og alþjóðlegu styrktarsamningarnir þannig þetta er þá ekki eins galið og við fyrstu sýn þó vissulega hefði mátt halda að auðvelt væri fyrir félagið að verja sig fyrir svona skakkaföllum.
Í það minnsta væri ég alveg til í að fá að spyrja Woodie um þetta.
En það er ein ljósglæta: félagið hefur ákveðið að af-afskrifa Bastian Schweinsteiger, hann telst nú aftur til eigna félagsins og þar er kominn hagnaður upp á 5 milljónir punda sem afskrifaðar höfðu verið á síðasta ár.
En að öðru leyti er þetta business as usual:
- Manchester United er skuldsettasta knattspyrnufélag í heimi
- Manchester United er tekjuhæsta knattspyrnufélag í heimi og ræður við skuldabyrðina.
Halldór mætir á svæðið eftir hádegi með ferska upphitun fyrir Watford leikinn á morgun!
Turninn Pallister says
Var ađ lesa ađ Rooney okkar sé launahæsti knattspyrnumađur úrvalsdeildarinnar međ 300 þúsund pund í vikulaun. Mæli sterklega međ því ađ selja hann til Kína viđ fyrsta tækifæri þar sem viđ þurfum bókađ ađ borga međ honum eitthvađ annađ. Hef alltaf veriđ Rooney ađdáandi og hann á alla mína virđingu fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur. En hans vitjunartími er því miđur kominn.