Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976.
Manchester United og St. Etienne tengjast bókstaflega bræðraböndum en Florentin eldri bróðir Paul Pogba er varnarmaður St. Etienne. Ólíkt bróður sínum þá valdi Florentin að leika með landsliði Gíneu en hann og Mathias tvíburabróðir hans eru fæddir þar. Önnur kunnugleg nöfn úr enska boltanum sem leika með St. Etienne eru Jordan Veretout sem er á láni frá Aston Villa, Henri Saivet lánsmaður frá Newcastle United og Kévin Théophile-Catherine sem lék tvö tímabil með Cardiff City.
José Mourinho hefur gefið það út að Luke Shaw verði ekki með liðinu annað kvöld og framtíð hans með United virðist vera ráðin. Einnig kom fram að Michael Carrick og Wayne Rooney verða hvíldir fyrir bikarleikinn gegn Blackburn um helgina og Phil Jones er ekki orðinn heill heilsu.
Byrjunarliðinu spái ég svona:
Hvernig spáið þið að leikurinn fari?
Hannes says
2-0 fyrir united. Zlatan og Martial með mörkin. Lingard og Fellaini koma snemma inná til að hvíla byrjunarliðsmenn.
Rúnar Þór says
Neita að trúa að Shaw sé búinn. Hann verður framtíðar vinstri bakvörður United. Tekur bara tíma að koma til baka eftir þessi hrikalegu meiðsli. Hann kemur sterkur til baka er þessari lægð. Ég trúi!