Þrátt fyrir að vinna 3-0 í fyrri leiknum þá stillti José Mourinho upp mjög sterku liði fyrir leik kvöldsins, samt sem áður voru nokkrir sem fengu að halda sæti sínu þvert á spár undirritaðs. Sergio Romero byrjaði þriðja leikinn í röð ásamt því að Ashley Young byrjaði aftur í hægri bakverði.
Liðið var eftirfarandi:
Varamannabekkur: De Gea, Valencia, Rojo (’65), Schweinsteiger (’60), Lingard, Martial og Rashford (’25).
Leikurinn
Það fyrsta sem maður hugsaði með sér þegar byrjunarliðið kom í hús var hversu undarlegt það væri að Zlatan Ibrahimovic og Henrykh Mkhitaryan væru að byrja leikinn þar sem það væri úrslitaleikur í EFL bikarnum á sunnudaginn. Sömu sögu má segja af Juan Mata og Paul Pogba.
Leikurinn byrjaði frekar rólega og var frekar lítið að gerast. Manchester Untied virkaði sátt með settan hlut enda á leiðinni áfram nema að einhver katastrófa ætti sér stað.
Þegar rúmt korter var búið af leiknum gerði United hins vegar út um einvígið en þá skoraði Mkhitaryan eftir frábæra sendingu Mata utan af kanti. Stuttu síðar fór markaskorarinn útaf sökum þess sem virtist vera tognun. Stuðningsmenn United vona að þetta hafi verið fyrirbyggjandi skipting frekar en alvarleg meiðsli því Mkhitaryan hefur verið með betri leikmönnum undanfarið og er mikilvægur allri sóknaruppbyggingu liðsins.
Annars gerðist lítið fyrir utan tvær fínar fyrirgjafir annarsvegar Mata og hinsvegar Ashley Young enda United komið í 4-0 samtals og úrslitin svo gott sem ráðin.
Mourinho gerði engar breytingar í hálfleik en margir höfðu kallað eftir því að Pogba og Zlatan yrðu teknir útaf. Það virðist þó sem þeir félagar hreinlega heimti að spila hvern einasta leik enda Zlatan sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur leikið flesta leiki í vetur.
Þegar það voru þrjátíu mínútur eftir af leiknum gerði Mourinho aðra breytingu dagsins en þá kom Bastian Schweinsteiger inná fyrir Michael Carrick. Sitt hvorum megin við skiptinguna ákvað Eric Bailly að slökkva á heilanum á sér og koma mjög seint í tvær tæklingar sem leiddu báðar til þess að hann fékk gult spjald.
Fyrra gula spjaldið orsakaði leikbann í fyrri leiknum í 16 liða úrslitum og það síðara rak hann af velli í þessum leik sömuleiðis. Hann fer því í eins leiks bann en byrjar síðari leikinn í 16 liða úrslitum aðeins einu gulu spjaldi frá leikbanni.
Carrick goes off. Sock rolled down and points to back of his leg. Goes straight to dressing room. Not another Wembley blow? #mufc
— Stuart Mathieson (@StuMathiesonMEN) February 22, 2017
Mourinho brást við með því að taka Mata útaf fyrir Marcos Rojo.
Það var nokkuð ljóst að United var sátt með fenginn hlut enda fóru leikmenn varla úr öðrum gír. Að sama skapi virtust leikmenn Saint-Étienne ekki nenna að leysa leikinn upp í vitleysu né sóa óþarfa orfku þrátt fyrir að vera manni fleiri og því endaði leikurinn 0-1 fyrir United.
Punktar
- United er komið í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar – þau fara fram 9. og 16. mars.
- Afmælisbarn dagsins, Sergio Romero, er búinn að halda hreinu í 7 af 9 leikjum í vetur. Og aðeins fengið á sig tvö mörk. Spurning hvort Mourinho hafi leyft honum að byrja leikinn í tilefni dagsins.
- Ashley Young er fínasti hægri bakvörður.
- Zlatan skoraði EKKI og bætti því ekki við sína sturluðu tölfræði gegn Saint Étienne.
- Fyrir utan það sem virtist vera meiðsli hjá Carrick og Mkhitaryan ásamt rauða spjaldinu hans Bailly þá spilaðist þessi leikur nákvæmlega eins og Mourinho hefur veljað. United skoraði snemma og þurfti í rauninni ekkert að hafa fyrir leiknum.
Turninn Pallister says
Sýnist þetta vera komiđ, núna er bara ađ forđast frekari meiđsli og taka lykilmenn útaf. Vona ađ Schweinsteiger og Martial komi fljótlega inná fyrir þá félaga Ibrahimovic og Pogba.
Robbi Mich says
Þetta byrjunarlið var rugl. Alltof sterkt mv við forystuna sem liðið hafði og mtt mikilvægi leiksins um helgina. Af hverju ekki að leyfa mönnum eins og Rashford, Lingard og Basta að byrja?
Turninn Pallister says
Er sammála þér Robbi, hugsa ađ hann hafi bara viljađ halda sigur momenntinu.
Fannst liđiđ samt sýna mikla fagmennsku. Bailly hefđi reyndar mátt hanga inná, fannst seinna gula vera „soft“ en svosem réttlætanlegt.
Fannst Fellaini standa sig vel viđ ađ brjóta leik St. Etienne niđur. Schweinsteiger kom líka vel inn í leikinn fyrir Carrick og sömu sögu má segja um Rashford fyrir Mikka. Vorum alltaf betra liđiđ á vellinum og jafnvel 1 færri þá vorum viđ líklegri til ađ skora heldur en St. Etienne.
Heiðar says
Það sem ég hef örlitlar áhyggjur af núna er smæð hópsins. OK, Lingard, Schweinsteiger og Rashford hefðu mátt byrja í dag en það voru í sjálfu sér ekki margar kanónur eftir heima. Rooney (meiðsli?), Jones (meiðsli), Shaw (…….???) og Fonsu-Mensah. Nokkuð ljóst að við megum ekki við því að 8-11 leikmenn séu meiddir eins og oft gerðist á seinni árum Ferguson… og já síðast í fyrra þegar að L. van Gaal þurfti að tefla fram hverjum unglingnum á fætur öðrum gegn Arsenal (the Rashford introduction). Núna erum við í fjórum keppnum og álagið þess vegna meira. Gæti orðið strembið ef nokkrir í viðbót detta í meiðsli….
SHS says
Það verður að hrósa stuðningsmönnum Saint-Étienne, þeir voru „GEGGJAÐIR!“
Voru í miðju lagi þegar Mkhitaryan gerði útum einvígið en þeir héldu bara áfram að syngja og tralla meðan United menn fögnuðu, og svo auðvitað allan leikinn líka!
Alvöru stuðningsmenn!
Cantona no 7 says
Góður sigur.
Liðið spilaði mjög skynsamlega.
Næstir eru Southampton og vonandi verður sigur þar.
G G M U
Brynjólfur Rósti says
Aetladi einmitt ad henda inn athugasemd thess efnis, SHS. Gjörsamlega magnad, og ekki skemmdu fyrir minningarnar um svipada stemmingu á sama velli í júní núna á sídasta ári. 😊
Karl Gardars says
Allt í áttina og flott hjá Móra að taka þessa leiki alvarlega.
Það fer að stefna í fínustu leiktíð hjá okkur ef heldur sem horfir.
Audunn says
Yfirvegaður og góður leikur hjá United, voru sterkari aðilinn og eyddu ekki óþarfa púðri að mér fannst sem er gott mál.
Ég get ekki verið sammála því að Bailly hafi slökkt á heilanum á sér því seinna spjaldið var bara grín. Aldrei um gult spjald að ræða og því lélegur dómur að mínu mati.
Annars voru allir leikmenn liðiðs fínir, engin flugeldasýning enda þurftum við ekki á henni að halda.
Fellaini var náttl mjög lélegur ;) varla að ég þurfi að taka það fram.
Vona innilega að við fáum Ajax í næstu umferð.
Lyon í undanúrslitum og Roma í úrslitum..
Frikki11 says
Nokkuð viss um Evrópudeildin sé ekki á leiðinni í tveggja mánaða pásu. Næsta umferð er mikið fyrr.