Þá er það komið á hreint. Eftir ansi miklar sögusagnir og slúður um framtíð Wayne Rooney, ákvað kappinn að koma með tilkynningu í dag til þess að lægja öldurnar og róa stuðningsmenn United. En hann hefur mikið verið orðaður við alls kyns félög í kínversku deildinni
Despite the interest which has been shown from other clubs, for which I’m grateful, I want to end recent speculation and say that I am staying at Manchester United,“ declared the Reds’ record goalscorer.
I hope I will play a full part in helping the team in its fight for success on four fronts.
It’s an exciting time at the club and I want to remain a part of it.
Það er þarmeð ljóst með þessari yfirlýsingu að hann verður leikmaður United að minnsta kosti út tímabilið. En það verður að teljast ansi líklegt að þetta séu síðustu mánuðir hans hjá okkur eftir að hafa verið keyptur til liðsins í ágúst mánuði 2014.
Ekki annað hægt að segja að en það verði ansi stór tímamót í augum mjög margra stuðningsmanna United að sjá eftir tvö hundruð og fimmtíu marka manninum sem hefur verið leikmaður liðsins hátt í þrettán ár. Hvaða álit fólk hefur á honum þá verður því ekki neitað að hann hefur átt ansi stórt hlutverk í velgengni United.
Jörgen says
Ef ég segi mína skoðun þá er hún þannig að mér finnst þetta gott mál, ég væri líka til í að halda young út tímabilið.
Upp á síðkastið hefur breidd og hæfileikar að mínu mati orðið Liverpool að falli ,takið eftir að þeir eru aðeins að keppa í deildinni en enga síður hafa ekki breidd í það.
Nú þegar Manutd er að keppa um 3 bikara og keppast um að vera í topp 4 þá væri réttast að halda sem flestum af okkar minnum. Það þarf ekki mikið útaf bera í meiðsla málum sem gæti þýdd að við myndum lenda í bobba vegna allra þeirra leikja sem við eigum eftir.
Svo er hann bara hvað 31-2 ára, anskotinn hann hlítur að geta hjálpað okkur.
En þetta er bara mitt mat.
Rauðhaus says
Á skilið meiri virðingu en hann fær. Búinn að þjóna félaginu stórkostlega í gegnum árin þó dregið hafi af honum undanfarin 1-2 ár. Vonandi fær hann að lyfta einhverjum bikar/bikurum það sem eftir lifir leiktíðar og kveðji klúbbinn með gagnkvæmri virðingu í sumar. Hann getur klárlega nýst okkur núna í vor, ef ekki á vellinum þá klárlega í klefanum.
Karl Gardars says
Sammála ykkur. Hann á skilið virðingu og þakklæti alla leið.
En það er komið að því að spilatími minnkar verulega og laun ættu að minnka í samræmi við það. Ef Rooney myndi sætta sig við hvort tveggja þá væri frábært að halda honum en mig grunar að það sé ekki inni í myndinni.