Eftir afar svekkjandi tap gegn Chelsea í bikarkeppninni á mánudaginn er það kærkomið að fá næsta bikarleik bara beint í andlitið. Rússarnir í FC Rostov eru á leið til Manchester í síðari viðureign félagins við okkar menn í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leik liðanna fyrir rétt tæpri viku. United stendur ágætlega að vígi enda erum við með eitt stykki útivallarmark í pokahorninu í boði Henrikh Mkhitaryan. Það er mikilvægur leikur framundan enda veðrður að segjast eins og er að Meistaradeildarsætið sem er í boði fyrir sigur í Evrópudeildinni sé raunhæfasta leið okkar aftur inn í Meistaradeildina, um það er maður ansi hræddur, í það minnsta.
Dembum okkur í þetta.
Andstæðingurinn
Við fórum ansi skilmerkilega yfir sögu FC Rostov í upphitun fyrir fyrri leik liðanna og því er óþarfi að fara mörgum orðum um þann hluta félagsins. Liðið spilaði síðast leik á sunnudaginn og að því leytinu til eru Rostov menn kannski örlítið ferskari.
Við skulum þó ekki gleyma því að þeir þurfa að ferðast litla fjögur þúsund kílómetra [footnote]Eða svipað langt og leikmenn Chelsea hafa ferðast allt tímabilið[/footnote] til þess að komast til Manchester, verði þeim að því!
Nú, andstæðingurinn á morgun virðist vera alveg sérstaklega dapurt á útivöllum en liðið hefur aðeins tekið með sér fimm stig á ferðalögum sínum um Rússland það sem af er tímabili. Liðið náði ákveðnum áfanga þegar liðið slátraði Tom Tomsk í upphafi mánaðins en það var fyrsti útisigur liðsins í deildinni. Það má segja sömu sögu um Rostov í Evrópu á tímabilinu, þar hefur liðið aðeins náð sér í einn útisigur, í forkeppni Meistaradeildarinnar í haust gegn Anderlecht.
Það má því velta fyrir sér hvort að stuðningsmenn United geti ekki bara verið sigurvissir fyrir morgundaginn, svona í sérstaklega í ljósi þess að United hefur unnið alla sína Evrópuleiki á Old Trafford í vetur?
Vladimir Granat er meiddur og verður ekki með á morgun auk þess sem að Aleksandr Gatskan og Timofei Kalachev verða í banni. Þetta eru allt lykilmenn í liðinu og það verður verulega erfitt fyrir Rostov að vera án þeirra. Miðað við mín takmörkuðu þekkingu á FC Rostov ætla ég að spá þeirra liði eitthvað á þessa leið á morgun.
Okkar menn
Tapið gegn Chelsea var svekkjandi og líklega erfitt fyrir leikmennina enda einum færri megnið af leiknum. Það er því kannski ágætt að fá Rostov leikinn strax í kjölfarið enda hefur fókusinn strax þurft að færast yfir á hann. United á ferska leikmenn inni enda koma Eric Bailly og Zlatan Ibrahimovic inn í hópinn á ný, Bailly eftir bann í fyrri leiknum og Zlatan eftir bann í úrvalsdeildinni.
Þá má fastlega gera ráð fyrir því að Ander Herrera verði á sínum enda kominn í tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið á mánudaginn. Miðað við liðsuppstillingar Mourinho er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að liðið gegn Rostov verði það sterkasta sem völ er á þrátt fyrir leik gegn Middlesboro um helgina en ég velti því fyrir mér hvort að hann geti ekki að minnsta kosti breytt einu.
Pogba has started 104 games for club and country since the start of last season. It’s a shitload of football.
— Daniel Storey (@danielstorey85) March 13, 2017
Tístin tvö hér að ofan sýna þó að það er mikið álag á drengnum sem án efa útskýrir að hluta til af hverju hann er kannski ekki alveg að standa fyllilega undir væntingum. Hann hefur varla fengið pásu á tímabilinu og hefur verið að spila leik á 3-4 daga fresti meira og minna allt tímabilið. Auðvitað tekur það á, sérstaklega í ljósi þess að hann fékk varla neitt undirbúningstímabil að ráði og var í stóru hlutverk hjá Frakklandi á EM í sumar.
Þannig að frí á Pogba og Zlatan og Bailly koma inn. Restin verður ca. svona
Miðað við þau lið sem eftir eru í Evrópudeildinni er ljóst að United er langsterkasta liðið og það er því vel hægt að gera kröfu um sigur í keppninni. Rúsínan í pylsuendanum er ansi ljúf enda alls ekki víst að United geti tryggt sér Meistaradeildarsætið með því að ná a.m.k. í fjórða sætið í deildinni.
Fyrsta skrefið í átt að bikarnum hefst með sigri gegn Rostov. Árangur áfram, ekkert stopp.
Leikurinn hefst klukkan 20.05.
SHS says
Væri til í að sjá Rashford/Lingard í staðinn fyrir Fellaini í 4-2-3-1 uppstillingu, annars sama lið og Tryggvi spáir. Martial væri fyrsti kostur en hann nær víst ekki leiknum.
Audunn says
Langar að sjá Móra nota leikmenn í þessum leik sem spiluðu lítið sem ekkert í Chelsea leiknum og nota tækifærið til að hvíla um leið slatta af mannskapnum.
Vill sjá menn eins og Shaw, Blind, Carrick, Zlatan, Lingard, Romero, Bailly, Mata, Bastian Schweinsteiger og Fosu-Mensah.
Cantona no 7 says
Það á ekki að hvíla menn núna.
Það er ekkert annað en sigur á móti Rostov.
Núna verða allir að gefa allt í leikinn.
Vonandi verður hlutlaus dómari.
G G M U
Runólfur Trausti says
Samkvæmt ManUtd.com þá er hópurinn fyrir leikinn sá sami og gegn Chelsea nema Zlatan kemur inn.
Samkvæmt Physio Room eru Rooney, Bastian og Martial á meiðslalistanum svo maður veltir fyrir sér hvað varð um Luke Shaw eftir þennan B’mouth leik.
Ég reikna nú með að United vinni Rostov þó svo að 2-3 leikmenn verði hvíldir og mér finnst í raun fáránlegt að hafa Pogba í þessum hóp. Drengurinn virkar örmagna og ég myndi vilja sjá Móra hvíla hann fyrir deildina.
Held að Móri sé enn að átta sig á því hvernig maður höndlar leikmenn til lengri tíma en hann er náttúrulega vanur að mæta í 3-4 ár og gjörsamlega keyra menn ofan í jörðina á þeim tíma. Það er svona það helsta sem ég hræðist við ofnotkun Pogba í vetur.
Að lokum er ég sammála SHS. Vill sjá Lingard/Rashford í startinu frekar en Fellaini. Vonast til að Evrópu frammistöðurnar á Old Trafford haldi áfram í kvöld.
Bjarni says
Hef litlar áhyggjur af þessum leik, nema menn taki City og PSG á þetta og ætla að halda fengnum hlut. Þó þreyta sé í hópnum eftir mikið leikjaálag þá erum við betri en andstæðingurinn en einsog algengt er í íþróttum þá verða menn að mæta með rétt hugarfar til leiks og skapa sín eigin örlög.