Annað kvöld mætir Manchester United liði Anderlecht í Belgíu. Staða United í úrvalsdeildinni er einfaldlega þannig að ef liðið ætlar sér í Meistaradeild Evrópu þá þarf liðið bara að vinna Evrópudeildina. United er með eitt sterkasta lið keppninnar og vissulega er sá möguleiki fyrir hendi. Varnarlega er liðið að standa sig vel og hefur ekki verið fá á sig mikið af mörkum. Stóra vandamál liðsins hefur verið nýting færa. Það er reyndar rannsóknarefni hvernig liðinu tekst að skora ekki og einnig höfum við á þessari síðu rætt þetta í podkastinu okkar.
Sem fyrr eru Chris Smalling, Phil Jones, Juan Mata, Wayne Rooney og Antonio Valencia fjarri góðu gamni sökum meiðsla.
Hópurinn sem fór til Belgíu: David de Gea, Sergio Romero, Joel Pereira, Antonio Valencia, Timothy Fosu-Mensah, Axel Tuanzebe, Marcos Rojo, Eric Bailly, Daley Blind, Luke Shaw, Michael Carrick, Ander Herrera, Paul Pogba, Marouane Fellaini, Henrikh Mkhitaryan, Jesse Lingard og Zlatan Ibrahimovic.
Anderlecht er svo sem í ágætri stöðu heima fyrir. Eru á toppnum í umspilinu um sigur í deildinni. En fyrirkomulagið er vægast sagt frekar sérstakt. Heimamenn lentu í Evrópudeildinni eftir að hafa tapað í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn FC Rostov frá Rússlandi.
Anderlecht var í riðli með Saint-Étienne sem United sló einmitt í 32 liða úrslitum. Einnig í þeim riðli voru Mainz 05 og Gabala frá Azerbaijan.
Eftir riðlakeppnina sló Anderlecht lið Zenit St.Pétursborg og Apoel Nicosia í 32 og 16 liða úrslitum.
Leikurinn fer fram á Constant Vanden Stock leikvellinum og hefst leikurinn klukkan 19:05
Skildu eftir svar